Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 41 bls. 100-bls. 101 gr. 2
  • Davíð og Sál

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Davíð og Sál
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Davíð verður að flýja
    Biblíusögubókin mín
  • Davíð verður konungur
    Biblíusögubókin mín
  • „Hlýðni er betri en fórn“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • 1. Samúelsbók – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 41 bls. 100-bls. 101 gr. 2
Davíð kallar niður í búðir Sáls.

SAGA 41

Davíð og Sál

Eftir að Davíð drap Golíat gerði Sál konungur hann að herforingja yfir her sínum. Davíð vann mörg stríð og hann varð mjög vinsæll. Alltaf þegar Davíð kom heim úr stríði komu konurnar dansandi og syngjandi á móti honum: ‚Sál hefur fellt þúsundir og Davíð tugþúsundir!‘ Sál varð öfundsjúkur út í Davíð og vildi drepa hann.

Davíð var góður í að spila á hörpu. Dag einn þegar Davíð var að spila á hörpuna fyrir Sál kastaði Sál spjóti að honum. Davíð rétt náði að beygja sig undan og spjótið stakkst í vegginn. Sál reyndi oft að drepa Davíð. Að lokum flúði Davíð í burtu og faldi sig í eyðimörkinni.

Davíð tekur spjót Sáls á meðan Sál sefur.

Sál tók með sér 3.000 hermenn til að leita að Davíð. Einu sinni gerðist það að þeir komu inn í hellinn sem Davíð og menn hans voru að fela sig í. Menn Davíðs hvísluðu: ‚Nú hefurðu tækifæri til að drepa Sál.‘ Davíð skreið í áttina að Sál og skar bút af yfirhöfninni hans. Sál tók ekki eftir neinu. Seinna fékk Davíð samviskubit yfir að hafa ekki sýnt konunginum sem Jehóva hafði valið virðingu. Hann leyfði mönnunum sínum ekki að ráðast á Sál. Hann kallaði meira að segja á Sál og sagði að hann hefði fengið tækifæri til að drepa hann en ekki gert það. Hætti Sál að vera vondur við Davíð eftir þetta?

Nei. Sál hélt áfram að reyna að ná Davíð. Eina nóttina læddust Davíð og Abísaí frændi hans inn í búðir Sáls. Meira að segja Abner, lífvörður Sáls, var sofandi. Abísaí sagði: ‚Nú er tækifærið! Leyfðu mér að drepa hann.‘ Davíð sagði: ‚Jehóva sér um Sál. Tökum bara spjótið hans og vatnskrukkuna og förum.‘

Davíð klifraði upp á fjall þar sem hann gat horft yfir búðir Sáls. Hann kallaði: ‚Abner! Af hverju verndaðirðu ekki konunginn þinn? Hvar eru krukkan og spjótið hans Sáls?‘ Sál þekkti röddina hans Davíðs og sagði: ‚Þú hefðir getað drepið mig en þú gerðir það ekki. Ég veit að þú verður næsti konungur í Ísrael.‘ Sál fór heim í höllina sína. En það voru ekki allir í fjölskyldunni hans Sáls sem hötuðu Davíð.

„Ef hægt er skuluð þið halda frið við alla menn að svo miklu leyti sem það er á ykkar valdi. Hefnið ykkar ekki sjálf, þið elskuðu, heldur leyfið reiði Guðs að komast að.“ – Rómverjabréfið 12:18, 19.

Spurningar: Af hverju vildi Sál drepa Davíð? Af hverju vildi Davíð ekki drepa Sál?

1. Samúelsbók 16:14–23; 18:5–16; 19:9–12; 23:19–29; 24:1–15; 26:1–25

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila