SÖNGUR 11
Sköpunin lofar Guð
1. Himnarnir segja hátign þinni frá,
handaverk fögur allt um kring má sjá.
Orð engin heyrast, ekki nokkur raust,
um alla jörð samt vitna linnulaust.
Orð engin heyrast, ekki nokkur raust,
um alla jörð samt vitna linnulaust.
2. Að óttast þig er upphaf viskunnar,
orðaval mitt þá er fullt miskunnar.
Lögmál þitt öllum lýsir rétta slóð,
laglegan þar við höfum eignast sjóð.
Lögmál þitt öllum lýsir rétta slóð,
laglegan þar við höfum eignast sjóð.
3. Lífið fær tilgang þegar treystum þér,
tilmæli þín þau létta lífið mér.
En mestan heiður, sem að hlotnast má,
hreppa þeir menn sem heilagt nafn þitt dá.
En mestan heiður, sem að hlotnast má,
hreppa þeir menn sem heilagt nafn þitt dá.
(Sjá einnig Sálm 12:7; 89:8; 144:3; Rómv. 1:20.)