SÖNGUR 21
Leitum fyrst og fremst Guðsríkis
1. Ríkið Drottni er svo dýrmætt,
er hans djúpa hjartans þrá.
Þar á Kristur konungsvaldið,
hann mun koma friði á.
(VIÐLAG)
Leitum fyrst og fremst Guðsríkis,
Guði fylgjum sérhvern dag.
Hann í hverju landi lofum,
vinnum langlynd að hans hag.
2. Hví að óttast morgundaginn,
hvort við verðum svöng og þyrst?
Guð fær okkur viðurværi
leitum við hans ríkis fyrst.
(VIÐLAG)
Leitum fyrst og fremst Guðsríkis,
Guði fylgjum sérhvern dag.
Hann í hverju landi lofum,
vinnum langlynd að hans hag.
3. Gleðiboðskap fólki berum,
þannig bágstaddir fá von.
Treyst á Guð þeir ávallt geta
og hans góða einkason.
(VIÐLAG)
Leitum fyrst og fremst Guðsríkis,
Guði fylgjum sérhvern dag.
Hann í hverju landi lofum,
vinnum langlynd að hans hag.
(Sjá einnig Sálm 27:14; Matt. 6:34; 10:11, 13; 1. Pét. 1:21.)