ÞJÁLFUNARLIÐUR 4
Biblíuvers vel kynnt
Matteus 22:41-45
YFIRLIT: Undirbúðu áheyrendur þína áður en þú lest biblíuvers.
HVERNIG FER MAÐUR AÐ?
Íhugaðu hvers vegna þú lest þetta biblíuvers. Kynntu hvert biblíuvers þannig að athygli áheyrenda beinist að því atriði sem þú villt leggja áherslu á í versinu.
Vísaðu í Biblíuna sem áreiðanlega heimild. Þegar þú talar við fólk sem trúir á Guð skaltu beina athygli þess að Biblíunni, orði Guðs, til að sýna að hún er uppspretta viskunnar.
Vektu áhuga á biblíuversinu. Þú getur borið fram spurningu sem er svarað í versinu, bent á vandamál sem ráðin í versinu hjálpa til við að leysa eða nefnt meginreglu sem kemur fram í versinu.