SÖNGUR 161
Að þjóna þér mitt yndi er
1. Eftir skírn Guðs sonar í Jórdan
skildi’ hann hlutverk sitt himnum frá,
stóð gegn lygum freistarans mikla,
lét ei höggstað á sér ná.
Valdi vilja Guðs ofar sínum,
varði orðspor skaparans.
Spegilmynd af Jehóva Guði,
ég vil feta’ í fótspor hans.
(VIÐLAG)
Ég geng í ljósi sannleikans,
vísar mér vegi meistarans.
Að kynnast þér mitt yndi er,
það er skylda sérhvers manns.
Ég geng í ljósi sannleikans,
framtíðin björt rétt fram undan.
Að þjóna þér mitt yndi er,
lofa þig, Guð kærleikans,
Guð sannleikans.
2. Þú ert faðir minn sem ég elska,
fyllist djúpri öryggiskennd.
Og þitt ríki fúslega boða,
ber þitt nafn, við hlið þér stend.
Ásamt kærum bræðrum og systrum
sannleiksboðskap þinn út ber.
Þú ert vinur minn velviljaður,
vekur ást í hjarta mér.
(VIÐLAG)
Ég geng í ljósi sannleikans,
vísar mér vegi meistarans.
Að kynnast þér mitt yndi er,
það er skylda sérhvers manns.
Ég geng í ljósi sannleikans,
framtíðin björt rétt fram undan.
Að þjóna þér mitt yndi er,
lofa þig, Guð kærleikans,
Guð sannleikans.
Ég geng í ljósi hans.
(Sjá einnig Sálm 40:3, 10.)