SÖNGUR 162
Mín andlega þörf
1. Hvers vegna erum við til?
Spurning sem hver maður spyr.
Ásköpuð þörf, þorsti og þrá
lífsins tilgang að sjá.
Leit okkar, hvernig og hvar,
svarið þó finnst alls staðar.
Orð sannleikans uppfyllir allt,
óskirnar hundraðfalt.
(VIÐLAG)
Þitt orð er sannleikurinn.
Daglega les leiðarvísinn.
Þitt borð er hlaðið hvern dag.
Þakka þér, Jehóva.
Alltaf stend ég vörð
um andlega þörf.
2. Trú mína næri ég vel,
í andlegri paradís dvel.
Nálgast þig, Guð, skref fyrir skref,
viska þín varanleg.
Reikandi mannkynið er,
barnatrú fálmandi með.
Frelsi og von um betri heim,
draumur minn handa þeim.
(VIÐLAG)
Þitt orð er sannleikurinn.
Daglega les leiðarvísinn.
Þitt borð er hlaðið hvern dag.
Þakka þér, Jehóva.
Alltaf stend ég vörð
um andlega þörf.
Þitt orð er sannleikurinn.
Daglega les leiðarvísinn.
Þitt borð er hlaðið hvern dag.
Þakka þér, Jehóva.
Alltaf stend ég vörð
um andlega þörf.
Þitt orð er sannleikurinn.
Daglega les leiðarvísinn.
Þitt borð er hlaðið hvern dag.
Þakka þér, Jehóva.
Alltaf stend ég vörð
um andlega þörf.
(Sjá einnig Sálm 1:1, 2; 112:1; 119:97; Jes. 40:8; Matt. 5:6; 16:24; 2. Tím. 4:4.)