Orð Guðs er lifandi
Ríki maðurinn og Lasarus — hver er lexían?
JESÚS Kristur kenndi oft með því að segja sögu. Ein þekkt saga hans hófst þannig: „Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans.“
Jesús sagði hér ósköp einfaldlega að maður nokkur hefði verið ríkur, klæðst dýrum fatnaði og borðað góðan mat, en Lasarus verið hungraður, þakinn kaunum og hundar hefðu sleikt hann. Voru sögupersónurnar raunverulegar? Nei. Hin kaþólska Jerúsalem-biblía segir í neðanmálsathugasemd að þetta sé „dæmisaga í söguformi án þess að skírskotað sé til nokkurrar sannsögulegrar persónu.“ Við sjáum það á framhaldi sögunnar:
„En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn. Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: ‚Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga.‘“ — Lúkas 16:19-24.
Eins og þú sérð sagði Jesús ekki aukatekið orð um að ríki maðurinn hafi verið spilltur og verðskuldað refsingu í víti; hann hafði það eitt til saka unnið að gefa ekki fátækum að eta. Jesús sagði ekki heldur að Lasarus hefði gert það sem gott var, það sem hefði augljóslega aflað honum himnavistar, en sumar kirkjur fullyrða að sú sé merking þess að vera borinn í faðm Abrahams. Auk þess var Abraham, eins og Lasarus í faðm hans. (Postulasagan 2:29, 34; Jóhannes 3:13) Og væri ríki maðurinn í bókstaflegum eldi er víst að Lasarus gat lítið gert honum til hjálpar með einum vatnsdropa!
Hverja táknuðu þá ríki maðurinn og Lasarus? Hvað táknaði dauði þeirra? Ríki maðurinn táknaði hina drambsömu trúarleiðtoga sem ekki gáfu fólki andlega næringu, og Lasarus táknaði almenning sem tók við Jesú Kristi. Dauði þeirra táknaði breytingu á aðstæðum þeirra.
Þessi breyting eða dauði gagnvart fyrri aðstæðum ríka mannsins og Lasarusar átti sér stað þegar Jesús gaf hinu vanrækta fólki, líkt við Lasarus, andlega fæðu. Þá hlaut það velþóknun hins meiri Abrahams, Jehóva Guðs. Um leið „dóu“ hinir drambsömu truarleiðtogar Gyðinganna gagnvart því að hafa velþóknun Guðs, og kenningar Krists og fylgjenda hans fóru að kvelja þá. Til dæmis þegar Stefán afhjúpaði þá opinberlega „trylltust þeir og gnístu tönnum gegn honum . . . og . . . héldu fyrir eyrun.“ Þeir kvöldust. — Postulasagan 7:51-57.
Í stað þess að kenna að menn geti átt í vændum kvalir í logum vítis eftir dauðann lýsir saga Jesú þeim breytingum sem kenningar hans ollu hjá tveim hópum manna.
[Myndir á blaðsíðu 8, 9]
Hver er „Lasarus“?
Hver er „ríki maðurinn sem kvaldist“?