Vitnisburður gefur vöxt undir Guðsríki
„[Jehóva] . . . Gjöri yður þúsund sinnum fleiri en þér eruð og blessi yður, eins og hann hefir heitið yður.“ — 5. Mósebók 1:11.
1, 2. (a) Hverju hét Jehóva Ísrael? (b) Hvernig uppfyllti hann fyrirheit sín en hverju var það háð?
ÞÚSUNDFÖLD AUKNING! Þess bað Móse til handa ‚heilögum lyð‘ Jehóva, Ísrael. Jehóva hafði gefið þeirri þjóð stór fyrirheit. (2. Mósebók 19:5, 6; sjá einnig 1. Mósebók 12:2, 3.) Stóð hann við þessi fyrirheit?
2 Nú, um 500 árum eftir að Móse mælti þessi orð var skýrt svo frá: „Júda og Ísrael voru fjölmennir, sem sandur á sjávarströndu, þeir átu og drukku og voru glaðir.“ Drottningin af Saba, sem kom langa leið til að sjá hversu mikilfenglegt þetta ríki væri, sagði við Salómon: „Þó hafði ég ekki frétt helminginn. Þú ert miklu vitrari og auðugri en ég hafði frétt. . . . Lofaður sé [Jehóva], Guð þinn, . . . af því að [Jehóva] elskar Ísrael eilíflega.“ (1. Konungabók 4:20; 10:7-9) Svo lengi sem sú þjóð þjónaði trúföst sem vottar Jehóva dafnaði hún og óx.
3. (a) Hverju bar Pétur vitni í sambandi við þann ‚lýð sem bar nafn Guðs‘? (b) Hvers vegna er viðeigandi að sá lýður beri nafnið vottar Jehóva?
3 Meira en þúsund árum eftir daga Salómons skýrði Pétur postuli frá því, þegar hann bar vitni fyrir hinu kristna, stjórnandi ráði í Jerúsalem, „hvernig Guð sá til þess í fyrstu, að hann eignaðist lýð meðal heiðinna þjóða, er bæri nafn hans.“ (Postulasagan 15:14) Ísraelsmenn höfðu verið lýður sem bar nafn Guðs. En nú var Guð aftur að safna „lýð . . . er bæri nafn hans“ — kristna söfnuðinum, andlegum Israel — sem myndi líka bera vitni um Jehóva og gera kunnugan tilgang hans með ríkið. (Galatabréfið 6:16) Vel á við að þetta fólk skuli nú vera þekkt um alla jörðina undir nafni sem Jehóva sjálfur undirstrikar í Jesaja 43:10-12, ‚vottar Jehóva.‘ Hvað er fólgið í því að vera lýður sem ber nafn Jehóva?
„Vottar mínir“
4. (a) Hvers vegna verða vottar Jehóva líka að vera ‚vottar um Jesú‘? (b) Hvaða fordæmi gaf Jesús samkvæmt Ritningunni, um að bera Jehóva vitni?
4 Jesús skipaði sjálfur þennan lýð til starfa er hann sagði: „Þér munuð verða vottar mínir . . . allt til endimarka jarðarinnar.“ (Postulasagan 1:8) „Vottar mínir“ — merkja þessi orð Jesú að það sé aðeins um Jesú, ekki Jehóva, sem bera skuli vitni? Því fer fjarri! Á þeim þýðingarmikla tíma þegar hylli Jehóva var að flytjast frá Ísrael að holdinu til Ísraels að andanum þurfti að bera rækilega vitni um Krist sem þessi nýja ráðstöfun er byggð á. En Jesús er alltaf undirgefinn föður sínum. Hann gaf fordæmið um að bera vitni um nafn Jehóva og ríki. — Jóhannes 5:30; 6:38; 17:6, 26; 18:37.
5. (a) Um hvað í sambandi við Jesú verðum við að bera vitni? (b) Hvernig fetum við í fótspor Jesú í þessu efni?
5 Jesús Kristur er sá sem miðlar nýja sáttmálanum og smurðir kristnir menn, sem eru aðilar að honum, eru kallaðir til að erfa ríkið. Hann er ‚höfðingi lífsins‘ sem Jehóva notar til að endurleysa mannkynið frá dauðanum. Jesú ber að „ríkja“ þar til allir óvinir Guðs og manna eru að velli lagðir og dýrleg paradís endurreist á jörð. Hann er ‚sonur Guðs‘ sem kallar hina dánu út úr gröfum sínum í upprisunni. (Hebreabréfið 9:15; Postulasagan 3:15; Sálmur 110:1, 2, 3; 1. Korintubréf 15:25-28; Lúkas 23:42, 43; Jóhannes 5:25-29) Sem vottar Jehóva berum við því líka vitni um hið sérstaka hlutverk sonarins í því að réttlæta nafn Jehóva. Í því fetum við í fótspor meistara okkar sem sjálfur var fremstur votta um Jehóva — „votturinn trúi.“ — Opinberunarbókin 1:5; 3:14; Jóhannes 18:37; 1. Pétursbréf 2:21.
Hver ber vitni?
6. (a) Hverjir einir bera vitni um Guðsríki núna? (b) Hvernig má segja að þeir vinni „meiri verk“?
6 Núna ber sameinað fólk vitni „allt til endimarka jarðarinnar.“ Það er fólkið sem Pétur postuli talaði um — ‚lýðurinn sem ber nafn Guðs‘ — sem ber vitni um Jehóva og ríki hans í höndum Krists Jesú. Um það sagði Jesús sjálfur lærisveinum sínum: „Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.“ (Jóhannes 14:12) Sitjandi við hægri hönd föður síns á himnum stýrir konungurinn Jesús Kristur nú umfangsmesta vitnisburði sem gefinn hefur verið á jörðinni. Eins og Jesús spáði mun „endirinn koma“ þegar „þetta fagnaðarerindi um ríkið“ hefur verið „prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar.“ — Matteus 24:14.
7. (a) Hvers vegna bera sértrúarhópar kristna heimsins ekki vitni? (b) Hvers vegna eru vottar Jehóva aftur á móti svo kostgæfir í þjónustu sinni?
7 „Þetta fagnaðarerindi um ríkið“ er stórkostlegustu fréttir sem mönnum hafa nokkurn tíma verið boðaðar. Þetta er hið dýrlega fagnaðarerindi sem sértrúarflokkar kristna heimsins þegja þunnu hljóði um. Þeir hafa enga von um framtíðina tengda Guðsríki. Enginn furða að þeir skuli ekki bera vitni! Þeir hafa ekki tekið eftir merkilegasta atburði allrar mannkynssögunnar — því er Mannssonurinn kom í dýrð ríkis síns til að setjast á dýrðarhásæti sitt og dæma þjóðir jarðarinnar. Það er atburður sem er þess virði að bera vitni um! Undir handleiðslu engla bera því vottar Jehóva og Krists nú ‚eilífan fagnaðarboðskap þeim sem á jörðinni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð.‘ Tekur þú kostgæfilega þátt í þeim vitnisburði? — Opinberunarbókin 14:6, 7; Matt. 25:31-33.
Ráðvandir menn hljóta blessun
8. (a) Hvers vegna ættum við að vera ánægð með þjónustuskýrslu ársins 1984? (b) Hvað dregur að nýja lærisveina?
8 Þjónustuskýrsla votta Jehóva um árið 1984 (birtist í Árbók votta Jehóva 1985) sýnir hversu ríkulega Guð okkar, Jehóva, blessar viðleitni auðmjúkra votta sinna. Alls eru þar talin 203 lönd. Af þeim skýra 172 lönd frá aukningu boðbera. Og þessir boðberar Guðsríkis tala líka fagnandi um hvernig ‚Drottin eflir þá og auðgar að kærleika hver til annars og til allra.‘ (1. Þessaloníkubréf 3:12) Hin ástríka eining meðal þjóna Jehóva, ásamt vitnisburðinum um Guðsríki, dregur að mikinn fjölda nýrra lærisveina. Við þá segir Jesús: ‚Þið munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera ykkur frjálsa.‘ — Jóhannes 8:31, 32.
9. (a) Hvernig kannt þú að eiga þinn þátt í þessari skýrslu? (b) Hvað gefa tölurnar til kynna um Jehóva og þjóna hans?
9 Hvernig er þessi ágæta þjónustuskýrsla tekin saman? Hún er gerð úr starfsskýrslum sem þið — einstakir boðberar Guðsríkis — hafið trúfastir skilað í mánuði hverjum. Gleðst þú ekki yfir því að hafa átt þinn smáa þátt í þessari ágætu skýrslu? Þessar tölur sýna hversu stórfenglega Jehóva hefur ‚lokið upp flóðgáttum himinsins‘ yfir votta sína — þennan ‚lýð sem ber nafn hans‘ — sem hann hefur sameinað böndum ástríkrar þjónustu um alla jörðina. — Malakí 3:10; Sálmur 56:11, 12; Kólossubréfið 3:14.
10. (a) Hvað undirstrikar að vottar verða að vera fórnfúsir? (b) Hvað segir Ritningin um þá sem varðveita ráðvendni og laun þeirra?
10 Mikið af þessum vitnisburði hefur verið gefinn andspænis ofsóknum eða erfiðleikum og kostað mikla fórnfýsi. Það kemur ekki á óvart því að orðið „vitnisburður,“ eins og það er notað hér, er þýðing á gríska orðinu martýs eða martyr, sem einnig er þýtt píslavottur, það er að segja sá sem ber vitni með dauða sínum og kvölum. Það undirstrikar að við, vottar Jehóva, ættum að vera fórnfúsir og alltaf ákveðnir í að leggja okkur alla fram og varðveita ráðvendni undir öllum kringumstæðum, jafnvel fram í dauðann ef þörf gerist. — Lúkas 9:23; samanber Jobsbók 2:3; 27:5; 31:6; Postulasöguna 22:20; Opinberunarbókina 2:10.
Ráðvandir menn hljóta blessun
11, 12. (a) Hverju lofar Jehóva sem styrkir okkur? (b) Hvernig hafa þjónar hans hrósað sigri yfir kúgunargjörnum einræðisstjórnum?
11 Á tímum ofsókna hafa þeir sem bera nafn Jehóva þurft að fá „ofugmagn kraftarins“ til að standast ofsafengnar árásir Satans og djöflasveita hans. Jehóva gefur þann kraft og frelsar trúfasta votta sína og lætur þá dafna. (2. Korintubréf 4:7-9; Jesaja 54:17; Jeremía 1:19) Tökum sem dæmi það ástand sem ríkti í Möndulveldunum í síðari heimsstyrjöldinni undir forystu Þýskalands, Ítalíu og Japans. Með því að beita grimmum einræðisstjórnum ‚spjó djöfullinn vatni úr munni sér‘ í mynd ofsókna í þeim tilgangi að drekkja vitnisburðarstarfinu sem stýrt var af himnesku skipulagi Guðs, líkt við konu. En tókst Satan það? Engan veginn! Jehóva stjórnaði atburðum svo að lýðræðisþjóðir jarðarinnar svelgdu það vatnflóð. ‚Hinir óguðlegu voru upprættir‘ og drottinhollir vottar Jehóva blómgast nú ríkulega í þessum löndum. — Opinberunarbókin 12:15, 16; Sálmur 37:28, 29.
12 Í þessum löndum hefur Varðturnsfélagið nýlega þurft að byggja og búa tækju stórar prentsmiðjur til að geta sent frá sér annars konar flóð — milljónir og aftur milljónir af biblíum og ritum tengdum henni til uppfræðslu votta Jehóva og annarra sannleiksunnandi manna. Í Þýskalandi, Ítalíu og Japan eru nú samanlagt yfir 300.000 boðberar Guðsríkis sem bera vitni á heimilum manna. Og út um akurinn, sem er heimurinn, blessar Jehóva ráðvanda þjóna sína með aukningu. — Samanber Sálm 115:12-15.
13. (a) Hvað í ársskýrslunni sýnir að trúfastir vottar hafa lifað eftir árstextanum 1984? (b) Hvernig ætti það að hvetja okkur?
13 Djöfullinn veit samt sem áður að hann hefur nauman tíma til umráða og heldur áfram hernaði sínum við þá sem „varðveita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú.“ (Opinberunarbókin 12:12, 17) Andstaða Satans er sérstaklega illskeytt í löndum sem í skýrslunni eru nefnd „28 önnur lönd.“ Vottar í þeim löndum hafa trúfastir lifað eftir árstexta okkar árið 1984 og ‚sýnt því meiri djörfung í að tala orð Guðs óttalaust.‘ (Fillippíbréfið 1:14) Fjölgun boðbera í þessum löndum um 3,1% er mjög hrósunarverð. Megum við láta örvast af fordæmi þeirra og öll halda kostgæf áfram að „bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.“ — Hebreabréfið 13:15.
14. (a) Hvað getur orðið okkur „til vitnisburðar“? (b) Þrátt fyrir hvaða aðstæður ættum við að halda áfram að bera hugrakkir vitni og hvers vegna?
14 Eftir því sem ástand heimsins versnar munu vafalaust aðrir verða ofsóttir líka, dregnir fyrir dómstóla og varpað í fangelsi. Jesús nefndi slíkt þegar hann talaði um það sem ætti „á undan fara“ endalokunum, og bætti svo við: „Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar.“ Undir öllum kringumstæðum verða því vottar Jehóva að halda áfram að gera það þrátt fyrir harða andstöðu frá fjölskyldu, háðsglósur vinnu- eða skólafélaga og átölur sem þeir mega þola úti á akrinum þar sem þeir prédika. Berð þú hugrakkur vitni þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður? Þá ert þú einn þeirra sem Jesús segir við: „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“ — Lúkas 21:7, 9-19.
Vöxtur undir Guðsríki
15. Nefnið nokkur atriði úr töflunni á þessari síðu sem skera sig úr.
15 „Vöxtur undir Guðsríki“ — þetta var sannarlega viðeigandi stef fyrir umdæmismót okkar sumarið 1984 því að vöxturinn hefur aldrei verið meiri. Líttu á töfluna á þessari blaðsíðu. Hún er tekin saman eftir skýrslum 95 deilda Varðturnsfélagsins sem hafa yfirumsjón með vitnisburðarstarfinu í 203 löndum.
16. Nefnið nokkrar dæmigerðar athugasemdir frá ýmsum heimshornum.
16 Rúm leyfir ekki að birta hér allar þær gleðiríku athugsemdir sem hafa borist með ársskýrslunum frá þessum deildarskrifstofum, en hér eru nokkur dæmi viða úr heiminum:
Alaska: Allir þorpsbúar í Metlakatla komu til að sjá 230 votta Jehóva reisa fagran ríkissal á 32 klukkustundum; hann var vígður á sunnusdegi þessa sömu helgi.
Hondúras: 3663 boðberar var okkar hæsta boðberatala til þessa; en er mikið ógert því að 17.005 sóttu minningarhátíðina.
Brasilía: Ný boðberamet náðu hámarki með 160.927 boðberum; 474.450 sóttu minningarhátíðina.
Thaíland: Brautryðjandaandinn lifir og 22 af hundraði allra boðbera voru í þeirri þjónustu í apríl.
Papúa Nýja-Gínea: Hámark aðstoðarbrautryðjenda hækkaði um 91 af hundraði. Aðsókn að minningarhátíðinni jókst um rúmlega 1000 — í 7704.
Austurríki: Brautryðjendaandinn er í sókn og við náðum fimm metum í röð í þeirri starfsgrein; við höfum haft sjö boðberahámörk, hið síðasta 15.618.
Zambía: Við náðum nýju boðberameti, 58.925. Aðsókn að minningarhátíðinni var 393.431 — 110.447 fleiri en á síðasta ári.
17. (a) Hvaða framför er í brautryðjandaþjónustunni? (b) Hvaða hagnýtra markmiða er hvatt til og fyrir hverja?
17 Skýrslur sýna að trúfastir brautryðjendur og trúboðar halda áfram að taka forystuna í að bera vitni bæði á nýjum svæðum og gömlum. Það er mjög hvetjandi að sjá hve brautryðjendum hefur fjölgað. Heildarfjöldi aðstoðarbrautryðjenda í apríl fór upp í alls 323.644. Það er mesti fjöldi sem verið hefur og nemur 49% aukningu miðað við árið áður. Margir þeirra hafa höndlað þau sérréttindi að slást í hóp reglulegra brautryðjenda. Enn fremur setja margir af okkar ungu boðberum brautryðjandaþjónustu sem takmark og búa sig undir hana á síðustu árum í mennta- eða fjölbrautaskóla. Heildarárangurinn sýnir sig í frábærri aukningu brautryðjenda. Það hefur líka hjálpað til að byggja upp kostgæfni í söfnuðum okkar og vafalaust stuðlað að hinu nýja hámarki boðbera yfir allan heiminn, alls 2.842.531 boðberi sem er 7,2% aukning miðað við hámark ársins 1983. Gleðst þú ekki yfir að hafa átt þátt í þessum framförum?
18. (a) Nefnið fleiri dæmi um aukninguna árið 1984. (b) Hvaða aukningarmöguleika gefur skýrslan um minningarhátíðina til kynna, og hver geta verið viðbrögð lesenda okkar?
18 Sá gleðiríki vitnisburður, sem gefinn var árið 1984, endurspeglast líka í aukinni dreifingu tímarita og annarra rita, mesta stundafjölda í þjónustunni á akrinum sem nokkurn tíma hefur verið og fleiri endurheimsóknum til áhugasamra mann og heimabiblíunámum sem haldin hafa verið með þeim. Við hlökkum til að sjá fleiri ávexti af þessari kostgæfu þjónustu! Og möguleiki er á mikilli samansöfnun í viðbót! Hin athyglisverða aðsókn að kvöldmáltíð Drottins þann 15. apríl á síðasta ári sýnir það. Í söfnuðum votta Jehóva um allan hnöttinn voru viðstaddir alls 7.416.974, en af þeim gaf 9081 til kynna að hann tilheyrði ‚lítilli hjörð‘ Drottins, með því að taka af brauðinu og víninu. Megi allir lesendur okkar halda áfram að vaxa andlega til að þeir geti skapað sér tækifæri til að eiga þátt í þeim geysilega vitnisburði og samansöfnum sem enn er framundan. — Samanber Efesusbréfið 4:15; Filippíbréfið 1:9-11.
19. Hvað getum við þakkað Jehóva og hver er bæn okkar um framtíðina?
19 Við getum svo sannarlega tekið okkur í munn orð Móse og sagt um votta Jehóva, það fólk sem nú á tímum ‚ber nafn hans‘: „[Jehóva], Guð yðar, hefir margfaldað yður, og sjá, þér eruð í dag að fjölda til sem stjörnur himins.“ (5. Mósebók 1:10) Það er bæn okkar að okkar alvaldi Drottinn, Jehóva, muni halda áfram að láta votta sína dafna og vaxa!
Manst þú?
◻ Hvers vegna verða vottar Jehóva líka að vera ‚vottar um Jesú‘?
◻ Hvaða mikill vitnisburður var gefinn árið 1984?
◻ Hvað sýnir að Jehóva blessar trúfasta votta sína?
◻ Á hvaða vegu ætti skýrslan um árið 1984 að hvetja okkur?
[Rammi á blaðsíðu 31]
Frá landi, þar sem starf votta Jehóva hefur verið takmörkum háð í meira en fjóra áratugi, kemur þessi frásaga: „Mesta gleðin, sem við höfum notið, er aukin prédikun og kennsla á akrinum. Margir hafa verið aðstoðarbrautryðjendur. Einn þeirra tjáði tilfinningar sínar með þessum orðum: ‚Ég er fullur gleði, fagnaðar og hamingju, og finn til djúprar lífsfyllingar.‘ Annar aðstoðarbrautryðjandi sagði: ‚Ég er svo glaður að ég skuli gera það sem er þóknanlegt Jehóva. Ég gat hafið fimm ný heimabiblíunám.‘ Sá þriðji sagði: ‚Ég er þakklátur Jehóva sem hjálpaði mér að rækta þann kærleika sem þarf til að hjálpa öðrum.‘ Í einum söfnuði, þar sem er 61 boðberi, voru 38 aðstoðarbrautryðjendur einn mánuðinn. Árangurinn var sá að 66 ný biblíunám voru hafin.“
[Listi á blaðsíðu 30]
Ársskýrslur bornar saman
1984 1983 Aukning
Deildarskrifstofur 95 94
Fjöldi landa 203 205
Hámark boðbera 2.842.531 2.652.323 7,2%
Meðaltal boðbera 2.680.274 2.501.722 7,1%
Meðaltal brautryðjenda 258.936 206.098 25,6%
Aðstoðarbrautryðjendur (í apríl) 323.644 217.860 48,6%
Starfsstundir alls 505.588.037 436.720.991 15,8%
Bókadreifing 36.639.925 36.039.400 1,7%
Áskriftir teknar 1.812.221 1.756.153 3,2%
Blaðadreifing 287.358.064 258.698.636 11,1%
Endurheimsóknir 195.819.093 174.687.309 12,1%
Biblíunám (meðaltal) 2.047.113 1.797.112 13,9%
Minningarhátíð, viðst. 7.416.974 6.767.707 9,6%
Minningarhátíð, þátttakendur 9.081 9.292