Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.4. bls. 10-15
  • Geta afrek manna afstýrt ógæfu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Geta afrek manna afstýrt ógæfu?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Mikilvæg verkefni sem óunnin eru
  • Vandamál fátækra óleyst
  • Áhrif tækninnar á styrjaldir
  • Hvers vegna viðleitni manna ber ekki árangur
  • Áhrif Satans
  • Hvaða von?
  • Trúin og framtíð þín
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Þjáningarnar taka bráðum enda
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“
    „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“
  • Þjáningar taka brátt enda
    Þjáningar taka brátt enda
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.4. bls. 10-15

Geta afrek manna afstýrt ógæfu?

‚Það er ekki á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínu.‘ — Jeremía 10:23.

1, 2. Nefnið sumt af því sem mannkynið hefur komið til leiðar núna á tuttugastu öldinni?

NÚNA á tuttugustu öldinni hefur mannkyninu tekist að framkvæma undraverða hluti. Stór skref hafa verið stigin í fræðslumálum og á sviði vísinda og tækni. Nú á tímum njóta margir gagns af þessum framförum í daglegu lífi. Víða um lönd má finna nútímaþægindi í hýbýlum manna, eins og rafljós, pípulagnir og tæki sem létta fólki heimilisstörfin. Læknavísindi hafa einnig lagt mikið af mörkum svo að hafa megi hemil á ýmsum sjúkdómum, eins og bólusótt, sem eitt sinn voru plágur.

2 Fjarskiptum og samgöngum hefur einnig fleygt mjög fram. Með símtækjum, bifreiðum, lestum og þotum náum við sambandi við aðra og komumst fljótar milli staða en forfeður okkar nokkru sinni ímynduðu sér. Núna er hægt að flytja okkur án tafar, í gegnum gervihnetti, fréttir af atburðum sem gerast hinum megin á hnettinum.

Mikilvæg verkefni sem óunnin eru

3, 4. Hvaða lífsnauðsynlegum hlutum hefur mönnum ekki tekist að koma til leiðar, eins og nákvæmlega var spáð um í Biblíunni?

3 Engu að síður er kjarnorkuvá sífellt til staðar og vofir yfir mannkyninu og finna má ýmislegt, og sumt af því algjörlega lífsnauðsynlegt, sem mönnum hefur ekki tekist að koma til leiðar. Hafa til dæmis fylgt framförum í menntun sams konar framfarir í að mennta fólk til að vera heiðarlegra, áreiðanlegra og sýna betra siðferði? Í Bandaríkjunum tapa skattyfirvöld vegna skattsvika yfir 100 milljörðum dollara árlega. Í öðru landi var frá því skýrt að í aðeins einni stórborg hafi 17.000 lögreglumenn verið leystir frá störfum vegna spillingar á sjö árum. Slíkur óheiðarleiki kallar fram í hugann bibíuspádóminn í 2. Tímóteusarbréfi 3. kafla sem segir að „á síðustu dögum“ muni menn verða ‚sérgóðir, fégjarnir, vanheilagir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir.‘

4 Þá er einnig mikið um siðleysi í kynferðismálum. Hórdómur og saurlífi er orðið svo algengt að á mörgum stöðum heyrir það til undantekninga að sjá fjallað um siðsama fjölskyldu í kvikmyndum, sjónvarpi, leikritum eða skáldsögum. Og siðleysi á þátt í þeirri staðreynd að á hverju ári um allan heim láta um 55 milljónir kvenna framkvæma á sér fóstureyðingu. Hér er mannverum eytt sem að fjölda til eru fleiri en íbúar Argentínu, eða Kanada, eða Frakklands, eða Pólands, eða 145 annarra þjóða — á hverju ári! Á meðan í einni grein læknavísindanna eiga sér stað framfarir, sem bjarga lífi sumra barna, myrðir önnur grein þeirra milljónir óborinna einstaklinga. Alveg eins og Biblían spáði eru á þessum „síðustu dögum“ margir menn „taumlausir“ og „kærleikslausir.“ — 2. Tímóteusarbréf 3:3.

5. Hvaða áhrif hefur hið útbreidda siðleysi nú á tímum á heilsu manna?

5 Kynferðislegt siðleysi veldur núna flóbylgju kynsjúkdóma. Mörg afbrigði þeirra eru núna ónæm fyrir lyfjum. Hinn útbreiddi sjúkdómur, þekktur sem herpes á kynfærum, ern enn þá ólæknandi. Og það hefur færst mjög í vöxt að börn mæðra, sýktar þeim sjúkdómi, fæðist með hann. Helmingur þessara barna deyr og helmingur þeirra sem lifa er annaðhvort líkamlega eða andlega skaddaður. Ekki hefur heldur fram að þessu fundist leið til að lækna AIDS (áunnin ónæmisbæklun), hinn banvæna sjúkdómi sem hefur gert lækna nær ráðþrota. AIDS hefur komið upp í a.m.k. 33 löndum „og er nú að verða alvarleg ógnun við heilsu manna víða um heim,“ segir Associated Press (AP) fréttastofan. Hann hefur einkum lagst á kynvillinga og minnir það á Rómverjabréfið 1:27.

6. Hefur læknavísindunum tekist að hamla gegn ásókn sjúkdóma um gjörvallan heiminn?

6 Læknavísindin geta ekki hamið flóðbylgju margra annarra sjúkdóma. Í Afríku einni þjást milljónir af malaríu, svefnsýki, holdsveiki og öðrum sjúkdómum. Í þróuðum löndum aukast sjúkdómar eins og krabbamein, hjartasjúkdómar, sykursýki, skorpulifur og geðsjúkdómar. Lífi manna í nútíma-iðnríkjum fylgir oft álag og áhyggjur sem valda sumum þessara sjúkdóma eða gerir þá alvarlegri. Lauslæti og óheftri lífshættir velda einnig nokkrum þeirra.

7. Er líklegt a framfarir í heilsugæslu geti haldið okkur við góða heilsu óendanlega?

7 Gætu læknavísindin haldið okkur við góða heilsu óendanlega ef þau ynnu bug á fleiri sjúkdómum? Margir vísindamenn svara því neitandi. Þeir sýna að þótt lengja mætti ævi manna um nokkur ár myndu aðrir sjúkdómar draga fleiri til dauða. Niðurstaða eins vísindamanns var þessi: „Það eru litlar líkur á að við munum geta aukið lífslíkur manna til nokkurra muna eða frestað ellihrörnun í náinni framtíð.“ Það sem Biblían fullyrti fyrir ævalöngu í Sálmi 90:10 hafa reynst sannindi: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“

Vandamál fátækra óleyst

8. Hvernig spáði Biblían því af nákvæmni að tæknin myndi ekki leysa fátækravandamálið?

8 Tæknin hefur að vísu gert lífið þægilegra fyrir suma. En margir aðrir hafa ekki nægileg fjárráð til að kaupa það sem tæknin gefur af sér. í riti, sem ber heitið World Military and Social Expenditures 1983 (Útgjöld til her- og félagsmála í heiminum árið 1983) segir: „2.000.000.000 manna lifa á árstekjum sem eru undir 500 dölum [U.S].“ Og ritið heldur áfram: „Að minnsta kosti einn af hverjum fimm jarðarbúum er fastur í algerri fátækt, svo botnlausri örbirgð að það er hljóðlátt fjöldamorð.“ Síðan tekur það fram að „11.000.000 barna deyja áður en þau ná eins árs aldri“ á hverju ári af vannæringu eða sjúkdómum. — Opinberunarbókin 6-8.

9. Hvaða sorglega ástand má finna í mörgum löndum?

9 Í sumum löndum, segir í blaðinu The Detroit News, „eru margar konur með of mörg börn og hafa engin tök á að annast þau. . . . Allt og oft skilja slíkar mæður óvelkomið barn einfaldlega eftir úti á götu.“ Það eru til milljónir slíkra barna. Á öðrum stöðum eru foreldrar yfirgefnir. Blaðamaður í Asíu skrifar: „Gömlu fólki er í þúsundatali ýtt út af heimilum sínum af því að fjöldkyldur þess geta ekki fætt það lengur. Þar eru engar tryggingastofnanir til þess að veita aðstoð. Þetta gamla fólk þarf að betla og búa á strætum úti. Mjög oft taka börn þessa fullorðna fólks það með sér í járnbrautarlest og skilja það síðan eftir einhvers staðar eða hlaupa í burtu frá því á járnbrautarstöðvunum.“ Hann bætir við: „Hve átakanleg breyting er þetta ekki á menningu sem bar svo djúpa virðingu fyrir öldruðum.“ Þannig fær okkar öld að sjá sannindin í Orðskviðunum 30:11 sem segja: „Til er það kyn, sem bölvar föður sínum og blessar ekki móður sína.“

10. Hversu trygg er staða efnahagsmála í heiminum og á hvaða spádóm Jesú minnir það okkur?

10 Stjórnir manna geta ekki útrýmt fátæktinni í heiminum. Mörg þróunarlandanna eru að kikna undir vaxandi skuldum sem þau fá ekki greitt. Jafnvel þróuðu þjóðirnar eru á kafi í skuldum. Fjölmargir bankar í Bandaríkjunum urðu gjaldþrota á síðasliðnu ári og er það eitt af einkennum þessa efnahagsástands. Þegar einn stærstu bankanna þar í landi rambaði á barmi gjaldsþrots var það aðeins fyrir íhlutun stjórnvalda, sem lögðu fram milljarða dollara, að hruni hans varð forðað. Menn óttuðust að brygðist svo stór banki viðskiptavinum sínum „myndi það, eins og smitberi, hafa áhrif á aðra banka, verða ógnun við allt efnahagskerfið,“ sagði blaðið The New York Times. Það verður þess vegna sífellt erfiðara að afstýra ógæfu. Raunin er sú að með hverju ári sem líður tekur fullyrðingin í blaðinu Guardian á Englandi á sig meiri alvöruþunga: „Heimurinn rambar á barmi mannlegra hörmunga og stjórnmálalegrar upplausnar . . . Heilu meginlöndin hafa séð framtíðarvonir sínar hverfa út í buskann.“ — Lúkas 21:25, 26.

Áhrif tækninnar á styrjaldir

11. Hvaða vandamál þar að auki, sem stjórnendur geta ekki leyst, hefur tæknin gert miklu verra?

11 Tæknin hefur gert miklu verra nokkuð annað sem stjórnirnar geta ekki stöðvað: styrjaldir. Það var tæknin sem gerði fyrri heimsstyrjöldina að slíkum sláturvelli með vélbyssu sinni, kafbátnum, herflugvélinni, eiturgasinu og eldvörpunni sem allt var notað óspart. Breski rithöfundurinn Richard Rees sagði: „Styrjöldin 1914 til 1918 leiddi tvær staðreyndir í ljós: Sú fyrri var að tæknin hafði náð því marki að hún gat ekki haldið áfram án þess að valda hörmungum nema því aðeins að heimurinn væri sameinaður, og sú síðari að pólitískar og félagslegar stofnanir heimsins útilokuðu einingu hans.“ Síðari heimsstyrjöldin færði sönnur á þetta þar sem nýrri vopn drápu um 55 milljónir manna.

12. Frammi fyrir hvaða ógnun stendur mannkynið nú á dögum?

12 Núna eru vopnin miklu hræðilegri og langt frá því að eining sé með stjórnum heimsins. Rithöfundurinn Herman Wouk sagði um kjarnorkuvopn: „Hugvitið, vinnan og fjármunirnir, sem dembt er í þessa . . . geðveiki, gera mann sannarlega agndofa. Ef þjóðirnar temdu sér ekki hernað framar væri ekki til neitt það sem mannkynið gæti ekki gert.“ Stjörnufræðingurinn Carl Sagan sagði um kjarnorkustyrjöld: „Á því er lítill vafi að heimssiðmenningunni yrði eytt.“ Og á meðan sú ógnun vofir yfir mannkyninu að þurrkast út í kjarnorkustríðu missir ótalinn fjöldi manna lífið í fjölmörgum annars konar átökum. Upplýsingamiðstöð í Bandaríkjunum, sem einkum fjallar um varnarmál, skýrði frá því að árið 1984 hafi 42 mismunandi styrjaldir og uppreisnir verið í gangi á sama tíma!

13. Kemur hið útbreidda ofbeldi á okkar dögum heim og saman við spádóm í Biblíunni?

13 Allt kemur þetta heim og saman við spádóminn í Opinberunarbókinni 6:4 um reið eins hinna ‚fjögurra riddara Opinberunarbókarinnar‘ síðan árið 1914: „Og út gekk annar hestur, rauður, og þeim sem á honum sat var gefið vald að taka burt friðinn af jörðinni, svo að menn brytjuðu hverjir aðra niður. Og honum var fengið sverð mikið.“

Hvers vegna viðleitni manna ber ekki árangur

14, 15. Hver er ein helsta ástæða þess að menn eru ófærir um að ná markmiðum sínum núna?

14 Hvers vegna er ástæða til að óttast að afrek manna fái ekki afstýrt ógæfu? Já, hvers vegna eru menn ófærir um að ná markmiðum sínum? Biblían sýnir okkur eina höfuðástæðuna fyrir þessu: „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.“ (Rómverjabréfið 5:12) Fyrstu foreldrar okkar, Adam og Eva, voru sköpuð fullkomin á líkama og huga. En sá fullkomleiki var háður því að þau héldu sér innan takmarka laga Guðs sem öll eru mönnum til gagns. Þeim var gefið mikið valfrelsi innan þessara laga. En 3. kafli 1. Mósebókar sýnir að fyrstu foreldrar okkar gengu of langt í að notfæra sér þetta valfrelsi. Þau langaði að verða óháð Guði og lögum hans, vildu ákveða sjálf hvað væri rétt eða rangt, vald sem tilheyrir aðeins Guði. Þegar þau höfðu valið þá leið voru þau ein á báti. Biblían segir: „[Jehóva] er með yður, ef þér eruð með honum. . . . En ef þér yfirgefið hann, mun hann yfirgefa yður.“ (2. Kroníkubók 15:2) Rofin úr tengslum við Guð byrjuðu Adam og Eva að hrörna. Sjúkdómar, sorg og, er fram liðu stundir, dauðinn kom yfir þau. — 1. Mósebók 2:16, 17.

15 Eftir að fyrstu foreldrar okkar urðu ófullkomnir sá erfðalögmálið um að öll afkvæmi þeirra tækju að erfðum ófullkomleikann. Sálmaritarinn viðurkenndi: „Sjá, sekur var ég, er ég varð til, syndugur, er móðir minn fæddi mig.“ (Sálmur 51:7) Það er ekki til nein leið, sem læknavísindin geta farið, til að gera að engu þau áhrif sem arfgengur ófullkomleiki hefur á líkama okkar. Vænti menn þess að læknavísindin muni einhvern tíma ná svo langt að gera að engu sjúkdóma og dauða þá eru þeir að vona eitthvað sem maðurinn mun aldrei að eilífu geta komið til leiðar.

16. Hvernig getur ófullkomleika haft áhrif á hugarástand manna?

16 Arfgengur ófullkomleiki hefur einnig áhrif á hugarástand okkar. Við erum öll fædd með tilhneigingu til að gera það sem rangt er. Þetta þýðir þó ekki að mennirnir geti ekki stjórnað gerðum sínum. Þeir geta það ef þeir leggja sig fram við að hafa taumhald á sér. Orðskviðirnir 3:6 sýna það er þeir segja: „Mundu til hans [Jehóva] á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ Þegar mennirnir hins vegar hafa að engu þá réttu leiðsögn lenda þeir í miklum vandræðum. Og því lengra sem einstaklingar og þjóðir hverfa frá lögum Guðs, þeim mun skaðlegri verður hegðun þeirra og hún nærir hina meðfæddu áráttu að vera eigingjarn. Í þessu sambandi sagði í forystugrein í New York Times: „Varla er hægt að renna augunum yfir fyrirsagnir dagblaðanna nú á tímum án þess að hugsa hvert heimurinn eiginlega stefnir. . . . Sjáið hvað gerist þegar menn, stofnanir og þjóðir setja eigingjarna hagsmuni sína ofar öllu öðru. . . . Hin einfalda staðreynd, sem fram kemur í öllum löndum, er að það gengur ekki að leika eigingirninnar.“

Áhrif Satans

17, 18. Hvaða annað mikilvægt atriði hjálpar okkur að skýra hvers vegna mennirnir geta ekki náð markmiðum sínum?

17 Annað mikilvægt atriði, sem á stóran þátt í getuleysi manna að ná markmiðum sínum og afstýra ógæfu, eru þau áhrif sem nefnd eru í 2. Korintubréf 4:4 sem talar um „guð þessarar aldar“ eða „þessa heimskerfis,“ NW. Sumir sem ekki eru kunnugir Biblíunni halda ef til vill að guð sá, sem hér er talað um, sé Guð alvaldur. En sama vers bætir við að þessi guð hafi „blindað huga hinna vantrúuðu.“ Vissulega myndi kærleiksríkur skaparinn ekki gera það. Sá guð, sem hér er vísað til, er sá sami og nefndur er í 1. Jóhannesarbréfi 5:19 sem segir: „Allur heimurinn er á valdi hins vonda.“

18 Sá guð, er stjórnar núverandi heimskerfi, er auðkenndur í Opinberunarbókinni 12:9 og nefndur þar „djöfull eða Satan, . . . sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina.“ Nafnið Satan þýðir „mótstöðumaður,“ eða „andstæðingur.“ Nafnið djöfull þýðir „falskur ákærandi,“ eða „rógberi.“ Þessi nöfn hæfa honum vel af því að þessi uppreisnarseggur á hinu himneska tilverusviði andavera kynti undir uppreisn fyrstu foreldra okkar. Það var hann sem í raun sagði við Evu: ‚Þið þurfið ekki á lögum Guðs að halda. Þið getið sjálf ákveðið hvað sé rétt og rangt.‘ Með því að draga sig frá Guði setti Satan mjög niður andlega. Þetta má sjá af verkum hans því að ekki þarf annað en að líta á heiminn sem er undir hans stjórn. Hin ljóta, illa saga mannkynsins er sönnun þess að ljót, ill áhrif standi þar að baki.

Hvaða von?

19. Hverju hafa sumir athugendur stungið upp á sem ráði við böli heimsins?

19 Sumir þeirra sem virt hafa fyrir sér ringulreiðina í heiminum hafa komið fram með athyglisverðar athugasemdir um hvernig ráða megi bót á böli mannkynsins. Blaðið The Gazette í Montreal sagði: „Um það bil 150 hópar stjórnmálamanna, hver hjá sinni þjóð, toga í mismunandi áttir og beina með því hnettinum okkar í átt til glundroða. Þó ná flest stærstu vandamál heimsins yfir allan hnöttin vegna þess að samgöngu- og fjarskiptatækni hefur gert heiminn að einu samfélagi eða þorpi.“ Tillaga blaðsins var síðan þessi: „Einhvers konar heimsstjórn mun vera nauðsynleg.“ Félagsfræðingurinn Erich Fromm sagði að „þá aðeins“ væri hægt að losna við meinsemdir þessa heims „að takast mætti að innleiða í stað alls [þjóðfélags- og stjórnmála] kerfisins, sem hefur verið við lýði sl. 6000 ár, annað kerfi sem væri ólíkt því í grundvallaratriðum.“ — Leturbreyting okkar.

20. (a) Hvers vegna verður þessum æskilegu markmiðum aldrei náð fyrir tilverknað manna? (b) Hverjum ættum við að treysta fyrir framtíð okkar?

20 Slíkir athugendur gera sér þó ekki grein fyrir því að allt þetta þjóðfélags- og stjórnmálakerfi mun verða látið víkja fyrir „kerfi sem [er] ólíkt því í grundvallaratriðum“. Áður en langt um líður mun aðeins vera ein stjórn yfir öllu mannkyninu. En það mun ekki gerast fyrir tilverknað manna. Menn geta ekki einir síns liðs afstýrt ógæfu. Þeir geta vissulega ekki komið á betra kerfi í stað þess sem nú er, eins og mannkynssagan hefur sannað. Þeir geta ekki losað sig við arfgengan ófullkomleika, sjúkdóma og dauða. Þeir geta ekki losað sig við Satan og djöfla hans. Atburðarásin í sögu mannkynsins hefur tvímælalaust staðfest sannleiksgildi hinna innblásnu orða: „[Það er ekki] á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.“ (Jeremía 10:23) Þess vegna ráðleggur orð Guðs: „Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt.“ (Sálmur 146:3) Á hvern ættir þú þá að setja traust þitt? Í Orðskviðunum 3:5 er þessi hvatning: „Treystu [Jehóva] af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.“ Hvers vegna ættum við að bera slíkt traust til Jehóva? Af því að hann getur gert það sem menn geta ekki eins og næsta grein mun sanna.

Manst þú?

◻ Hvað hefur mönnum ekki tekist að framkvæma?

◻ Hvernig hefur tæknin gert áhrif styrjalda enn verri?

◻ Hvers vegna mistekst viðleitni manna svo oft?

◻ Hvaða stefnu er skynsamlegt að taka með hliðsjón af sögu mannkynsins?

[Mynd á blaðsíðu 11]

Læknavísindin hafa ekki getað hamið flóðbylgju sjúkdóma og dauða.

[Mynd á blaðsíðu 12]

Stjórnir manna geta ekki útrýmt fátæktinni í heiminum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila