Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.10. bls. 23-27
  • Taktu þeirri áskorun að ná kristunm þroska

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Taktu þeirri áskorun að ná kristunm þroska
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Andlegur vöxtur nauðsynlegur
  • Kristinn þroski — hvað er það?
  • Vaxið upp í kærleika
  • Gerðu framför þína augljósa
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Sækjum fram til þroska því að hinn mikli dagur Jehóva er í nánd
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Sækjum fram til þroska
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • ,Láttu framför þína vera augljósa‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.10. bls. 23-27

Taktu þeirri áskorun að ná kristunm þroska

„Vér eigum . . . að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, — Kristur.“ — Efesusbréfið 4:15.

1, 2. (a) Á hvaða vegu er ‚ávöxtur móðurkviðarins‘ umbun? (b) Hvers er vænst af nýfæddu barni?

HEILBRIGT smábarn að leik er ímynd gleðinnar. Fáir geta varist brosi yfir kátlegum uppátækjum þess. Það er uppspretta endalausrar hrifningar og ánægju og öll athyglin beinist að því hvert sem það fer. Eins og við er að búast er það ‚stolt og gleði‘ foreldra sinna þrátt fyrir allt það erfiði og áhyggjur sem því fylgja. Svo sannarlega er „ávöxtur móðurkviðarins . . . umbun.“ — Sálmur 127:3.

2 En hvað nú ef barnið sýnir engin merki vaxtar og þroska? Augljóslega er eitthvað alvarlegt að ef barnið stendur þannig í stað svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Vöxtur og þroski er meira að segja næstum sömu merkingar og sjálft lífið því að við væntum hans af öllum lifandi verum. Hann ber vott um sköpunarmátt Jehóva og visku. — Lúkas 2:52.

Andlegur vöxtur nauðsynlegur

3. Hvaða vöxt sagði Jesús fyrir um og hvaða uppfylling er sjáanleg?

3 Í samræmi við spádóm Jesú á sér nú stað annars konar vöxtur. Um allan heiminn fer nú fram andleg ‚uppskera.‘ (Matteus 9:37) Á þjónustuárinu 1984 skýrðu til dæmis sex lönd hvert um sig frá fleiri en hundrað þúsund boðberum Guðsríkis að meðaltali. Aðeins þrem árum áður, árið 1981, voru löndin aðeins tvö. Síðastliðin sex ár hafa 827.144 nýir vottar Jehóva látið skírast og yfir 5000 nýir söfnuðir verið stofnaðir. Jehóva hefur hraðað verki sínu. — Jesaja 60:22.

4. Hvaða afleiðingar hefur vöxturinn meðal þjóna Jehóva um allan heim haft?

4 Þessar tölur sýna að um það bil einn af hverjum þrem einstaklingum, sem hefur reglulegt samfélag við þjóna Jehóva og tekur þátt í prédikunarstarfinu núna, hefur látið skírast á siðastliðnum sex árum. Ert þú einn þeirra? Ef svo er hefur þú veitt mikla gleði þeim sem hjálpuðu þér að læra sannleikann, öllum kristnum félögum þínum og himneskum föður þínum, Jehóva Guði. (Orðskviðirnir 27:11) Það skref sem þú steigst til að vígja þig Jehóva Guði var spennandi atburður alveg eins og fyrsta skref barnsins. Það táknaði framför og framsókn af þinni hálfu. Það var merki um vöxt.

5. Hvaða spurninga ætti sérhver einstaklingur að spyrja sig? Hvað getur hjálpað okkur að finna svör?

5 Hvað um tímann sem liðinn er síðan? Sýnir þú, sem nýtur ástríkar athygli kristinna bræðra þinna, merki um stöðugan andlegan vöxt? ‚Hvernig get ég dæmt um það?‘ kannst þú að spyrja. Nú, rifjaðu upp það sem Páll postuli sagði um vöxt og þroska: „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn, og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“ (1. Korintubréf 13:11) Það sem gerði hann að þroskuðum manni var ekki aðeins tíminn sem leið heldur hitt að hann lagði niður „barnaskapinn.“ Hvað einkennir slíkan barnaskap?

6, 7. (a) Lýsið einum ‚barnaskap‘ og hættunni sem honum fylgir. (b) Hvernig birtist þetta einkenni? Hvaða afleiðingar getur það haft?

6 Eitt einkenni smábarna er að athygli þeirra endist stutt. Þótt þau séu forvitin um allt sem er í kringum þau eru þau líka óútreiknanleg, hverflynd og hvikul. Augljóst er að hver sem er varanlega í því ástandi er í mikilli andlegri hættu. Líklegt er að hann ‚hrekist og berist fram og aftur eftir hverjum kenningarvindi, tældur af slægum mönnum með vélabrögðum villunar.‘ eins og Páll postuli lýsti því í Efesusbréfinu 4:14.

7 Öldur og vindar geta skollið á jafnskyndilega og þeir ganga niður. Nú á dögum er ætlast til að hlutir verði fljótt gamaldags og tískufyrirbæri og stefnur koma og fara. Það sem fyrir skammri stundu var talið nauðsynlegt er núna algerlega úrelt og gleymt. Hvort sem um er að ræða skemmtanir, klæðaburð, hártísku eða eitthvað annað er óhyggilegt — og barnalegt — að langa alltaf í eða eltast við hið nýjasta á hverju sviði til þess eins að dragast fljótt aftur úr og verða fyrir vonbrigðum. Í andlegum efnum geta afleiðingarnar slíks óstöðugleika verið hörmulegar. — Samanber Jakobsbréfið 1:6-8.

8. Nefnið annað einkenni andlegra barna og hættuna sem því fylgir.

8 Annað einkenni barna er að þau bera mjög lítið skynbragð á hvað sé gott eða illt, rétt eða rangt. Eins er það með andleg börn að þau hafa enn ekki „tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu“ og það er ástæðan fyrir því að Páll postuli hvatti kristna bræður sína til að „sækja fram til fullkomleikans,“ til þroska og fara ekki „að byrja aftur á undirstöðuatriðum.“ (Hebreabréfið 5:14; 6:1, 2) Sífellt þarf að vera að fullvissa þá sem eru andleg börn um að það sem þeir hafa tekið við sem sannleika sé í reyndinni sannleikur, og að það sem þeim hefur verið kennt sé í reyndinni það sem þeir eigi að gera. Þeir þurfa hjálp í jafnvel smæstu grundvallaratriðum. Annars verða þeir gjarnan ráðvilltir, vonsviknir og gagnteknir efasemdum sem geta skaðað trú þeirra.

9. Hvers vegna verðum við að taka þeirri áskorun að ná kristnum þroska?

9 Hefur þú nokkurn tíma veitt því athygli að börn eru alltaf áköf að gera það sem þau sjá fullorðna gera? Fyrir þau er það auðvitað aðeins leikur. Hluti af gamaninu er vafalaust það að geta gert það sem þau vilja gera án þess að þurfa að axla ábyrgðina sem fylgir því. Þegar allt kemur til alls snýst líf barnanna um slíkt. (Sjá Matteus 11:16, 17.) En samfara vexti og þroska koma skyldur og ábyrgð. Það er áskorun sem hjálpa þarf barni að taka. Viðbrögð þess ráða að miklu leyti hvernig því vegnar síðar á ævinni. Í andlegum efnum er það jafnvel enn mikilvægara að einn og sérhver íhugi alvarlega þá áskorun sem það er að taka út kristinn þroska. Ert þú fús, jafnvel ákafur að þiggja þá ábyrgð sem fylgir því að vera fullvaxta, þroskaður, andlegur maður? Eða lætur þú nægja að berast áfram með lítilli fyrirhöfn og láta aðra axla ábyrgð þína fyrir þig? — Galatabréfið 6:4, 5.

Kristinn þroski — hvað er það?

10. Hvers vegna hvatti Páll kristna Hebrea til að ‚sækja fram til þroska‘?

10 Hvað hafði Páll postuli í huga þegar hann hvatti kristna menn til að ‚sækja fram til þroska‘? (Hebreabréfið 6:1, NW) Samhengið sýnir að Páll hafði í upphafi margt að segja kristnum Hebreum um ‚æðsta prest að hætti Melkísedeks,‘ Jesú Krist. En honum fannst þeir ekki vera tilbúnir til að taka við því, vegna þess að það sem hann hafði í huga var „torskilið.“ (Hebreabréfið 5:10, 11) Í staðinn áminnti hann þá: „Svo er komið fyrir yður, að þér hafið þörf á mjólk, en ekki fastri fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins. Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá, sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.“ — Hebreabréfið 5:12-14; samanber Júdasarbréfið 3.

11. Hvað felst í því að vera þroskaður?

11 Merkir þetta þá að þroski sé fólginn í því aðeins að hafa þekkingu á hinum dýpri sannindum Biblíunnar? Enda þótt kristinn þroski feli í sér þekkingu og skilning á Biblíunni felur hann margt fleira í sér. Skilningur á orðunum, sem Páll postuli notaði, hjálpar okkur að sjá þetta mál í skýru ljósi. Gríska orðið, sem þýtt er „þroski,“ er teleios og lýsingarorðið „þroskaður“ er þýtt af teleios. Þessi orð eru skyld telos sem merkir „endir.“ Expository Dictionary of New Testament Words eftir W. E. Vine útskýrir þess vegna að það að vera þroskaður (teleios) merki það að „hafa náð endimörkum sínum (telos), vera fullgert, algert, fullkomið.“ Þroskaður kristinn maður er því sá sem náð hefur ákveðnum endapunkti eða takmarki. Hvert er þetta takmark?

12. Hvað felst í þroska samkvæmt Efesusbréfinu 4:11-13?

12 Páll postuli sagði í Efesusbréfinu 4:11-13 að Kristur Jesús sem höfuð kristna safnaðarins hafi gert margar ráðstafanir til að hjálpa ‚hinum heilögu‘ að ná því markmiði, það er að segja að „vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.“ Hér er það að vera þroskaður eða fullvaxta (á grísku teleios) tengt því ekki aðeins að hafa nákvæma ‚þekkingu‘ heldur líka að vera „einhuga í trúnni“ og að mæla okkur eftir þeim andlega vexti sem Kristur náði.

13. Hvers vegna getur ekki verið til kristinn þroski ef við ekki erum ‚einhuga í trúnni‘?

13 Að vera „einhuga í trúnni“ táknar einingu. Áður en einhver einstaklingur kynnist hinni ‚einu trú‘ hefur hann kannski sínar eigin hugmyndir og skoðanir um það hvernig hlutirnir ættu að vera, hvað sé rétt og hvað sé rangt og svo framvegis. (Efesusbréfið 4:4, 5) Ef hann leyfir sér að halda í slíkar hugmyndir mun hann eiga mjög erfitt með að vaxa andlega. Páll kallaði einu sinni kristna menn í söfnuðinum í Korintu til forna „ómálga í Kristi“ og „holdlega“ vegna þess að ‚metingur og þráttan var á meðal þeirra,‘ með því að sumir sögðust fylgja Páli en aðrir Appollósi. (1. Korintubréf 3:1-4) Það er því auðséð að eining eða að vera „einhuga í trúnni“ helst í hendur við kristinn þroska. Annað getur ekki verið til ef hitt vantar. Við verðum því að spyrja okkur hvort við höfum snúið baki við okkar fyrri, veraldlega hugsunarhætti. Er okkur ljóst mikilvægi einingar í hugsun og verki með þjónum Jehóva? Að vera „einhuga í trúnni“ er ómissandi þáttur kristins þroska. — Efesusbréfið 4:2, 3.

14. Hverju öðru er þroski tengdur?

14 Kristinn þroski er líka tengdur því að ná „vaxtartakmarki Krists fyllingar.“ Hvað merkir það? Páll segir í framhaldinu að þeir sem ná þessu vaxtartakmarki séu ekki lengur börn sem „hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum“ sem slóttugir spinna upp villukenningar. Þess í stað hafa þeir nákvæma þekkingu á sannleikanum. Þeir hafa vaxið upp í kærleika Krists og láta í ljós aðra eiginleika Guði að skapi svo sem visku, réttlæti og mátt. (Efesusbréfið 4:13, 14; Jóhannes 15:12, 13; 1. Korintubréf 1:24, 30; 2:7, 8; Orðskviðirnir 8:1, 22-31) Þótt við, ófullkomnir menn, getum ekki náð fullkomlega sama ‚vaxtartakmarki og Kristur‘ getum við sannarlega haft hann sem fyrirmynd og sett okkur það markmið eða endimark að þroska sams konar persónuleika og hann. (Kólossubréfið 3:9) Í sama mæli og við leggjum okkur fram við að ná þessu marki verðum við þroskaðir.

Vaxið upp í kærleika

15. Hvert er fyrsta skrefið í áttina til þroska?

15 Fyrst við höfum nú athugað hvað felst í hugtakinu „kristinn þroski“ þurfum við að vita hvernig við getum öðlast hann. Eins og við höfum séð bendir Hebreabréfið 6:1 á að í leit okkar að kristnum þroska þurfi að byggja á sérstökum grunni. Þegar það hefur verið gert má beina frekari kröftum að því að sækja fram til þroska. Fyrsta atriðið af mörgum, sem mynda grunninn, er ‚afturhvarf frá dauðum verkum.‘

16. Hvaða ‚dauðra verka‘ þurfum við að iðrast?

16 Augljóst er að ‚dauð verk‘ hljóta að fela í sér verk hins fallna holds sem leiða munu til dauða ef ekki er bundinn endi á þau. Við viðurkennum fúslega að beinar yfirtroðslur svo sem saurlífi, óhreinleiki, lauslæti, skurðgoðadýrkun og spíritismi er synd og snúum baki við slíku. En verk holdins, ‚dauð verk,‘ ná líka til þess sem sumir kynnu að kalla persónueinkenni, þar á meðal fjandskapur, deilur, metingur, reiði, tvídrægni, flokkadráttur og öfund. (Galatabréfið 5:19-21) Nema því aðeins að við afklæðumst slíkum persónueinkennum og íklæðumst í staðinn „hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans“ er mjög ólíklegt að okkur miði nokkuð í áttina að kristnum þroska. — Efesusbréfið 4:22-24.

17. Hvað annað má líta á sem ‚dauð verk‘? Hvers vegna?

17 Fyrir utan verk holdsins eru fólgin í hinum ‚dauðu verkum,‘ sem afklæðast þarf, verk og iðja sem er andlega dauð, fánýt og ávaxtalaus. Þau geta verið það að afla sér fjár, reyna að verða ríkur með sem minnstri fyrirhöfn. Nefna mætti metnaðarfull og tímafrek áform um æðri menntun eða veraldlegar hreyfingar til þjóðfélagsumbóta, friðar og svo framvegis. Allt getur þetta virst göfugt og gott en þetta eru ‚dauð verk‘ vegna þess að þau geta haft í för með sér andlegan dauða fyrir þann sem flækir sig í þeim. Allir sem hafa áhuga á að öðlast kristinn þroska verða að ‚gera afturhvarf frá‘ eða hætta að vinna slík ‚dauð verk‘ og fylgja áminningu Jesú um að ‚leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis.‘ — Matteus 6:33.

18, 19. (a) Hvað er átt við í Efesusbréfinu 4:15 með því að „ástunda kærleikann“? (b) Hvernig er það tengt kristnum þroska?

18 Þegar byggt hefur verið ofan á grunninn, hvað þá? Páll ráðleggur: „Vér eigum . . . að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, — Kristur.“ (Efesusbréfið 4:15) Við tökum fyrst eftir að Páll nefnir þörfina á að „ástunda sannleikann.“ Það felur meira í sér en aðeins að tala sannleikann. Aðrar þýðingar tala um að „lifa eftir sannleikanum“; „fylgja sannleikanum, segja sannleikann, gera það sem rétt er, lifa heiðvirðu lífi.“ — Efesusbréfið 4:15, The Jerusalem Bible; Lifandi orð.

19 Það að keppa eftir og iðka kristinn þroska krefst þess að við ástundum og höldum á lofti sannleikanum með því hvernig við lifum, tölum, hegðum okkur og komum fram við aðra. Það felur í sér að nota í okkar daglega lífi þá biblíuþekkingu sem við höfum fengið og vera þannig í hópi þeirra „sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.“ (Hebreabréfið 5:14) Gerir þú það? Rökhugsar þú eftir meginreglum Biblíunnar í hvert sinn sem þú stendur frammi fyrir ákvörðun? Tekur þú þeirra áskorun sem það er að verða þroskaður kristinn maður, að halda á lofti sannleikanum í orði og verki, eða kýst þú frekar að vera andlegt barn, frjáls undan ábyrgð, frjáls til að fara eftir þínum eigin löngunum og óskum?

20, 21. (a) Hvernig er kærleikur tengdur því að vaxa til þroska? (b) Hvaða spurningar bíða athugunar?

20 Páll segir: „Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, — Kristur.“ (Efesusbréfið 4:15) Hér bendir Páll á kjarna málsins — hvötina, tilefnið. Í 1. Korintubréfi 13:1-3 sýnir hann fram á að verk, sem annars gætu verið nokkurs virði, verða algerlega einskis virði ef réttar hvatir liggja ekki að baki þeim. Við verðum því að skoða vandlega tilefni okkar fyrir öllu sem við gerum. Gengur okkur það til að láta aðra sjá hvað við gerum, að sýnast fyrir þeim svo að þeir haldi að við séum þroskaðir? Eða eru verk okkar unnin af kærleika til Guðs og kærleika til nánungans? Þegar það er kærleikur, sem liggur að baki, munum við „vaxa í öllu upp,“ verða öfgalausir, áreiðanlegir, þroskaðir kristnir menn og viðurkenna til fullnustu ‚hann sem er höfuðið, Kristur.‘

21 Enda þótt það að ná kristnum þroska sé verðugt markmið er það ekki endapunkturinn. Þegar því markmiði er náð, hvað er hægt að gera meira? Hvað um þá sem hafa verið í sannleikanum um árabil og hafa náð því markmiði sem kristinn þroski er? Við munum skoða það í næstu grein.

Getur þú útskýrt?

◻ Nefnið dæmi um ‚barnaskap‘ og þær hættur sem honum fylgja.

◻ Hvernið er það að vera „einhuga í trúnni“ og ‚Krists fylling‘ tengd þroska?

◻ Hvaða „dauðum verkum“ verðum við að láta af til að ná kristnum þroska?

◻ Hvernig ‚vöxum við upp í kærleika‘?

[Rammi á blaðsíðu 24]

Á SÍÐASTLIÐNUM SEX ÁRUM

— 827.144 nýir vottar létu skírast.

— Yfir 5000 nýir söfnuðir voru stofnaðir.

— Af þeim sem nú taka þátt í prédikunarstarfinu lét einn af hverjum þrem skírast á því tímabili.

[Rammi á blaðsíðu 24]

Á þjónustuárinu 1984 var meðaltal boðbera Guðsríkis í sex einstökum löndum yfir hundrað þúsund.

[Mynd á blaðsíðu 26]

Margir taka núna þjónustuna fram yfir eftirsókn eftir efnum og gæðum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila