Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w85 1.10. bls. 13-18
  • Nærum okkur á uppfyllingu orða Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nærum okkur á uppfyllingu orða Jehóva
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Orð Jehóva
  • „Á einu saman brauði“
  • Nærðir af töluðum orðum Jehóva
  • Lifað á orðum Jehóva núna
  • Beðið frekari fyrirmæla
  • Látum orð Guðs stýra skrefum okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Orð Jehóva bregðast aldrei
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • 5. Mósebók hvetur okkur til að þjóna Jehóva af hjartans gleði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
  • Hefur þú smakkað „brauð lífsins“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1985
w85 1.10. bls. 13-18

Nærum okkur á uppfyllingu orða Jehóva

„Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ — Matteus 4:4.

1. Hvernig er Jehóva hinn mikli gjafari fæðunnar en hvað sagði Jesús um þarfir mannsins?

JEHÓVA er hinn mikli gjafari fæðunnar. Hann kynnti sig sem slíkan fyrir manninum í fyrsta kafla Biblíunnar. (1. Mósebók 1:29, 30) Miklu síðar sagði sálmaritarinn Davíð fullur þakklætis við Jehóva: „Allra augu vona á þig, og þú gefur þeim fæðu þeirra á réttum tíma. Þú lýkur upp hendi þinni og seður allt sem lifir með blessun.“ (Sálmur 145:15, 16) Já, Jehóva hefur séð bæði mönnum og skepnum fyrir ríkulegri fæðu. Þó er munur á milli. Dýrunum nægir aðeins líkamleg fæða en Jesús sýndi fram á að maðurinn þarfnast meira en bókstaflegs brauðs eða fæðu. Hann verður að ‚lifa einnig á hverju því orði sem fram gengur af munni Jehóva.‘ — Matteus 4:4.

2. Hvað ættum við að vita varðandi merkingu orða Jesú í Matteusi 4:4?

2 Jesús mælti þessi orð til að svara Satan sem hafði reynt að freista hans til að breyta steinum á undraverðan hátt í brauð. Djöfullin lagði ekki frekari áherslu á þetta atriði heldur sneri sér í flýti að annarri freistingu. Ef dæma má af því hversu ranglega hann síðan heimfærði Sálm 91:11 og 12 er hugsanlegt að hann hafi ekki einu sinni skilið hvað Jesús átti við með svari sínu við fyrstu freistingunni. (Matteus 4:3-7) Þjónar Jehóva hafa hins vegar mikinn áhuga á því sem Jesús sagði. Við sem höfum ánægju af að grafa dýpra niður í Biblíuna, til að hafa sem mest andlegt gagn af henni, getum spurt: Átti Jesús við að ef vel ætti að vera yrði maðurinn að nema og kannski að leggja á minnið ‚sérhvert orð sem fram gengur af munni Jehóva‘? Hvað átti hann annars við?

Orð Jehóva

3, 4. Hvaða tvíþætta merkingu hafa gríska og hebreska orðið sem þýtt er „orð“? Lýsið með dæmi.

3 Þegar Jesús vísaði freistingu Satans á bug vitnaði hann í 5. Mósebók 8:3 samkvæmt hinni grísku Sjötíumannaþýðingu Hebresku ritninganna. Gríska orðið, sem hér er þýtt ‚orð‘ (rhema) hefur tvíþætta merkingu. Það er stundum þýtt „orð,“ „orðatiltæki“ eða „töluð orð.“ En eins og hebreska orðið sem samsvarar því (davar) getur það einnig merkt „hlutur.“

4 Í Lúkasi 1:37 lesum við: „Guði er enginn hlutur [rhema] um megn.“ Lúkas 2:15 hljóðar svo: „Hirðarnir [sögðu] sín á milli: ‚Förum beint til Betlehem að sjá það [rhema], sem gjörst hefur og [Jehóva] hefur kunngjört oss.‘“ Einkum þegar þetta gríska orð er notað í sambandi við Jehóva getur það merkt „orð“ Guðs, eða þá „hlutur,“ hvort sem það vísar til „atburðar“ eða „verkan“ þess sem lýst er, afleiðingunum af því sem sagt er, hið uppfyllta orð.

5. Hvað merkir Lúkas 1:37?

5 Þegar orðið er skilið þannig merkir Lúkas 1:37 ekki að Guð geti sagt eða gert hreinlega hvað sem er. Svo gæti verið um manninn, jafnvel þótt það sem hann segði væri ólíklegt eða merkingarlaust, en í sambandi við orð Guðs er kjarninn í Lúkasi 1:37 sá að ekkert orð eða yfirlýsing Jehóva geti verið án þess að uppfyllast. Yfirlýsingin, sem engillinn hafði flutt Maríu, hlaut því að koma fram. Hugsunin að baki hebreska og gríska orðinu, sem notað er um „orð“ Jehóva, kemur fagurlega fram í Jesajabók. Jehóva segir: „Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur, fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi og gefið sáðmanninum sæði og brauð þeim er eta, eins er því farið með mitt orð [á hebresku davar; á grísku rhema], það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.“ — Jesaja 55:10, 11.

„Á einu saman brauði“

6, 7. Hvert var hið sögulega og landfræðilega samhengi 5. Mósebókar 8:2, 3?

6 Snúum okkur aftur að því hvað Jesús átti við þegar hann vitnaði í 5. Mósebók 8:3 og sagði að ‚eigi lifði maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.‘ (Matteus 4:4) Var hann að segja að guðhræddur maður gæti nærst aðeins á orðum eða yfirlýsingum? Skyldi huglæg þekking á orðum Guðs nægja? Við skulum athuga sögulegt samhengi orðanna í 5. Mósebók sem Jesús vitnaði í.

7 Biblíunámsritið „Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm“ gefur okkur þessar upplýsingar á bls. 36: „Fimmta Mósebók geymir kraftmikinn boðskap til þjóðar Jehóva. Eftir að hafa reikað í eyðimörkinni í fjörutíu ár standa synir Ísraels nú á þröskuldi fyrirheitna landsins.“ Það var árið 1473 f.o.t. Staðurinn var Móabsvellir. Í annarri ræðu sinni yfir hinum samankomnu Ísraelsmönnum segir Móse: „Þú skalt minnast þess, hversu [Jehóva] Guð þinn hefir leitt þig alla leiðina þessi fjörutíu ár í eyðimörkinni til þess að auðmýkja þig og reyna þig, svo að hann kæmist að raun um, hvað þér býr í hjarta, hvort þú mundir halda boðorð hans eða ekki. Hann auðmýkti þig og lét þig þola hungur og gaf þér síðan manna að eta, sem þú eigi þekktir áður né heldur feður þínir þekktu, svo að þú skyldir sjá, að maðurinn lifir eigi á einu saman brauði, heldur að maðurinn lifir á sérhverju því, er fram gengur af munni [Jehóva].“ — 5. Mósebók 8:2, 3.

8. Hvernig hafði verið ástatt með Ísraelsmennina og hvers vegna hafði Jehóva leyft það?

8 Hugsaðu þér! Nokkrar milljónir Ísraelsmanna — ungir og gamlir, karlar og konur og börn — höfðu gengið í 40 ár um „eyðimörkina miklu og hræðilegu, þar sem voru eitraðir höggormar og sporðdrekar og vatnslaust þurrlendi.“ (5. Mósebók 8:15) Þeir höfðu þurft að fá vatn að drekka og mat að eta. Jehóva hafði stundum leyft að þá þyrsti og hungraði. Hvers vegna? Til að undirstrika við þá að „maðurinn lifir eigi á einu saman brauði, heldur . . . á sérhverju því, er fram gengur af munni [Jehóva].“

9. Hvernig hafði þörfum Ísraelsmenna verið fullnægt með orðum Jehóva?

9 Hver voru tengslin milli þess sem Ísraelsmenn þörfnuðust og orðanna sem fram gengu af munni Jehóva? Nú, hvaða áþreifanleg atriði höfðu birst meðal Ísraelsmanna sem afleiðing orða Jehóva? Móse skrifaði: „Klæði þín hafa ekki slitnað á þér og fætur þínir hafa ekki þrútnað í þessi fjörutíu ár. . . . [Jehóva] leiddi fram vatn handa þér af tinnuhörðum klettinum, hann . . . gaf þér manna að eta í eyðimörkinni.“ (5. Mósebók 8:4, 15, 16) Tengslin eru þessi: Ísraelsmenn hefðu ekkert fengið af þessu ef Jehóva hefði ekki boðið að það skyldi gerast. Þannig höfðu Ísraelsmenn bókstaflega lifað ‚á sérhverju því er fram gekk af munni Jehóva.‘

Nærðir af töluðum orðum Jehóva

10, 11. Á hvaða aðra vegu gátu Ísraelsmenn nærst á orðum Jehóva?

10 Auk þess að reiða sig á Jehóva um efnislegar nauðsynjar svo sem mat, vatn og klæðnað, á hvaða annan hátt gátu Ísraelsmenn látið töluð orð Jehóva næra sig eða halda sér uppi? Þau hjálpuðu þeim líka andlega. Móse sagði Ísraelsmönnum að Jehóva hafði látið þá ganga í gegnum þessa lífsreynslu í eyðimörkinni ‚til að auðmýkja þá og reyna svo að hann kæmist að raun um hvað þeim byggi í hjarta, hvort þeir myndu halda boðorð hans eða ekki.‘ Hann bætti við: „Ver því sannfærður um það, að eins og maður agar son sinn, svo agar [Jehóva] Guð þinn þig. . . . en [gjörir] síðan vel við þig á eftir.“ — 5. Mósebók 8:2, 5, 16.

11 Já, ef Ísraelsmenn hefðu notfært sér til fulls reynslu sína í eyðimörkinni hefðu þeir lært að ‚lifa á sérhverju því, er fram gengur af munni Jehóva,‘ ekki aðeins með því að læra að hlýða skráðum boðorðum hans heldur hreinlega af því að finna fyrir afleiðingunum af orðum Jehóva, bæði í þjóðlífi sínu og einkalífi. Þeim höfðu verið gefin kappnóg tækifæri til að ‚finna og sjá að Jehóva er góður.‘ (Sálmur 34:9) Þessi auðgandi reynsla í sambandi við orð Jehóva — bæði töluð og uppfyllt — hefði átt að næra þá andlega.

12, 13. Hvernig kynnti Jósúa sér orð Jehóva og um hvað bar hann vitni?

12 Jósúa, sem tók við af Móse sem leiðtogi Ísraels, uppfræddi sig um orð Jehóva með því að fylla huga sinn af þeim. Trú hans styrktist af því að sjá þau uppfyllast. Eftir dauða Móse hafði Jehóva sagt við Jósúa: „Eigi skal lögmálsbók þessi víkja úr munni þínum, heldur skalt þú hugleiða hana um daga og nætur, til þess að þú gætir þess að gjöra allt það, sem í henni er skrifað, því að þá munt þú gæfu hljóta á vegum þínum og breyta viturlega. — Jósúa 1:8.

13 Undir lok ævi sinnar, eftir að hafa trúfastur hlýtt orði Jehóva og séð það uppfyllast á þjóð hans, gat Jósúa borið vitni um þetta: „[Jehóva] gaf Ísrael allt landið, er hann hafði svarið að gefa feðrum þeirra, og þeir tóku það til eignar og settust þar að. Og [Jehóva] lét þá búa í friði á alla vegu, öldungis eins og hann hafð svarið feðrum þeirra. enginn af öllum óvinum

Lifað á orðum Jehóva núna

14. (a) Með því að rannsaka nánar Matteus 4:4, hvernig getum við betur skilið hvað Jesús átti við? (b) Hvað styrkti þakkláta Ísraelsmenn?

14 Eftir að hafa rannsakað dálítið ítarlegar þessi orð, sem Jesús vitnaði í til svars við freistingu djöfulsins, skiljum við betur hvað hann átti við. Hið sögulega og landfræðilega samhengi orða Móse, sem Jesús vitnaði í, sýnir að ekki er nóg að læra aðeins utanbókar orð Jehóva, sem guðhræddir karlar og konur verða að lifa á. Fyrir Ísraelsmönnum var ‚sérhvert það er fram gekk af munni Jehóva‘ tengt brauðinu af himnum, manna, vatninu og fötunum sem ekki slitnuðu. Já, orðin fólu í sér uppfyllingu, allt hið dásamlega sem Jehóva gerði fyrir þjóð sína. Það var reynsla þeirra að þessu leyti, reynsla af uppfyllingu orða Jehóva, sem styrkti hina þakklátu Ísraelsmenn.

15. Hvernig geta orð Jehóva nært okkur?

15 Eins er það nú á dögum að einfaldur lestur og nám í orðum Jehóva, jafn-nauðsynlegt og það er, nægir ekki til að næra þjóna Jehóva, heldur hitt að reyna, bæði í heild og sem einstaklingar, á hversu dásamlegan hátt Jehóva kemur fram við okkur og breytir í okkar þágu. Því betur sem við erum okkur meðvitandi um samskipti Jehóva við okkur, því meira munu þessi uppfylltu orð næra okkur, styrkja trú okkar og andlegt hugarfar.

16. (a) Hvað sagði sálmaritarinn um sjálfan sig? (b) Hvernig getum við gert slíkt hið sama og hvernig mun það hjálpa okkur?

16 Sálmaritarinn skrifaði: „Ég víðfrægi stórvirki [Jehóva], ég vil minnast furðuverka þinna frá fyrri tíðum, ég íhuga allar athafnir þínar, athuga stórvirki þín.“ (Sálmur 77:12, 13) Ef við höfum áhuga á stórvirkjum Jehóva, furðuverkum, athöfnum og samskiptum við þjóna sína og gerum okkur ljóst að þau eru áþreifanlegur vitnisburður um orð hans, þá munu þessar ráðstafanir Guðs vera eins og andlegt brauð fyrir okkur. Þær munu gefa okkur náið persónusamband við Jehóva. Við munum verða eins og Jesús. Hann neitaði að breyta steinum í brauð að áeggjan djöfulsins. Við munum á sama hátt varast að láta efnislega hluti eða óeðlilegar áhyggjur af efnislegum þörfum koma okkur til að falla í snöru djöfulsins og yfirgefa tilbeiðsluna á Jehóva.

17. Á hvaða hátt var Jesús afbragðsgott fordæmi?

17 Jesús sagði: „Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullna verk hans.“ (Jóhannes 4:34) Hann var afbragðsgott fordæmi og sýndi okkur á raunhæfan hátt að „eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“ — Matteus 4:4.

Beðið frekari fyrirmæla

18. Hvaða orð Guðs eru nú að rætast?

18 Í gegnum son sinn hefur Jehóva sagt að ‚þetta fagnaðarerindi um ríkið verði prédikað um alla heimsbyggðina‘ áður en endirinn kemur. (Matteus 24:14) Þessi orð Guðs eru núna að uppfyllast vegna prédikunarstarfs votta Jehóva um víða veröld. ‚Lifir‘ þú á þessum orðum af munni Jehóva með því að eiga sem fyllstan þátt í prédikunarstarfinu og hljóta af því andlega næringu vegna þess að þú gerir vilja hans?

19, 20. Hvaða aðrir hrifandi atburðir munu bráðlega verða samkvæmt orðum Guðs?

19 Önnur orð Jehóva eiga eftir að uppfyllast í hrífandi atburðum í náinni framtíð. „Hornin tíu“ og „dýrið“ munu snúast gegn ‚skækjnunni,‘ Babýlon hinni miklu. Já, gereyðing þessa heimsveldis falskra trúarbragða af hendi andtrúarlegra afla innan Sameinuðu þjóðanna verður áberandi verk sem er afleiðing þess að orð Jehóva eru framkvæmd. — Opinberunarbókin 17:16, 17.

20 Önnur athyglisverð orð Guðs munu rætast þegar Jehóva á táknrænan hátt ‚setur króka‘ í kjálka Gógs eða Satans og skorar á hann og ‚herlið‘ hans að ráðast á þjóna sína á jörðinni. (Esekíel 38:2-4, 8-12) Önnur orð frá Guði munu hafa í för með sér að hersveitum Gógs verður eytt. (Esekíel 39:1-6)a Það mun gerast í ‚stríðinu á hinum mikla degi Guðs hins alvalda‘ við Harmagedón. (Opinberunarbókin 16:14, 16; 19:11-21) Hversu hrífandi verður það ekki fyrir trúfasta þjóna Jehóva að sjá þessi orð Guðs rætast og að heyra á táknrænan hátt mitt í þeim átökum þessi orð: „Standið kyrrir og sjáið liðsinni [Jehóva] við yður.“ — 2. Kroníkubók 20:17.

21. Hvað mun gerast þegar orð Jehóva verða framkvæmd?

21 Þá mun Kristur uppfylla önnur töluð orð Guðs með því að binda Satan og djöfla hans og kasta þeim niður í undirdjúpið „um þúsund ár.“ (Opinberunarbókin 20:1-3) Á þessum þúsund árum munu rætast önnur orð Jehóva, þar á meðal upprisa dauðra og ‚lækning þjóðanna,‘ hins hlýðna mannkyns. (Opinberunarbókin 20:11-15; 22:1, 2) Á þessu þúsund ára dómstímabili ætlar Jehóva bersýnilega að gefa okkur nánari fyrirmæli, sem okkur eru núna ókunn, þegar nýjum „bókum“ verður lokið upp. (Opinberunarbókin 20:12) Það verður dásamlegt fyrir þá sem lifa af hina ‚miklu þrengingu‘ og þá sem rísa upp frá dauðum að fá nánari fyrirmæli og leiðbeiningar úr þessum óupploknu „bókum“ Jehóva, og framfylgja þeim glaðir í bragði!

22. Hvað erum við hvött til að gera núna?

22 Þar eð við eigum slíka dásamlega framtíð fyrir okkur skulum við notfæra okkur til hins ýtrasta tækifærið, sem okkur stendur núna til boða, til að kynna okkur orð Jehóva, nema Biblíuna ítarlega og taka þátt í prédikunarstarfinu, með sífellt næmari tilfinningu fyrir verkum Jehóva í okkar þágu.

[Neðanmáls]

a Sjá 19. og 20. kafla bókarinnar „The Nations Shall Know That I Am Jehovah“ — How? útgefin af Watchtower Bible & Tract Society of New York, Inc., og Varðturninn 1. febrúar 1975 bls. 39-43 og 1. apríl 1975 bls. 86-90.

Manst þú?

◻ Hvernig lærðu Ísraelsmennirnir að ‚lifa á sérhverju því er fram gekk af munni Jehóva‘?

◻ Hvernig gátu Ísraelsmenn nærst andlega á orðum Jehóva?

◻ Hvernig getum við nú á dögum lifað á orðum Jehóva?

◻ Hvaða orð Jehóva eiga eftir að uppfyllast?

[Mynd á blaðsíðu 14]

Hvað merkir svar Jesú við freistingu Satans fyrir þig?

[Mynd á blaðsíðu 16]

Að Ísraelsmenn ‚lifðu á sérhverju því er fram gekk af munni Jehóva‘ hafði beint, bókstaflegt gagn fyrir þá.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila