Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w86 1.6. bls. 19
  • „Orðið var hjá Guði, og Orðið var . . .“?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Orðið var hjá Guði, og Orðið var . . .“?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Svipað efni
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvað um „sönnunartexta“ þrenningartrúarmanna?
    Ættum við að trúa á þrenninguna?
  • Nákvæm þekking á Guði og syni hans leiðir til lífs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Er Jesús guð?
    Varðturninn: Er Jesús guð?
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
w86 1.6. bls. 19

„Orðið var hjá Guði, og Orðið var . . .“?

FÁAR ritningargreinar hafa hlotið meiri athygli í kirkjum kristna heimsins en Jóhannes 1:1. Í fjölmörgum þýðingum Biblíunnar á ýmsum tungumálum er þetta vers þýtt mjög svipað og í íslensku Biblíunni frá 1981: „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði [ὁ θεός], og Orðið var Guð [θεός].“

Margir, sem aðhyllast þrenningarkenninguna, benda á þessa ritningargrein til stuðnings trú sinni. Ýmsir þýðendur Biblíunnar hafa hins vegar þýtt þetta vers með nokkuð öðrum hætti, og taka þá tillit til blæbrigða frumgrískunnar sem ekki koma fram í þýðingum eins og hér að ofan.

Árið 1980 kom út á þýsku skýringarit við Jóhannesarguðspjall eftir fræðimann að nafni Ernst Haenchen. (Das Johannesevangelium. Ein Kommentar.) Hann þýðir Jóhannes 1:1 svo: „Í upphafi var Logos og Logos var hjá Guði(num) og guð (að eðli til) var Logos.“ — Bls. 112.

Við samanburð á 1. Mósebók 1:1 og 1. versi Jóhannesarguðspjalls segir þetta skýringarit: „Jóhannes 1:1 segir okkur hins vegar frá einhverju sem var til þegar í öndverðu; svo furðulegt sem það er þá er það ekki ‚Guð(inn).‘ . . . Þar með er logos — við eigum ekkert orð til á þýsku sem nær merkingu gríska orðsins . . . — hafið upp til slíkrar virðingar að það verður nánast móðgandi. Fullyrðingin verður þolanleg aðeins við það að áfram er haldið: ‚Og Logos var hjá Guði,‘ það er að segja í nánu, persónulegu samfélagi við Guð.“

Má af þessu merkja að fræðimaðurinn Haenchen sjái í grískunni einhvern greinarmun á Guði og Logos eða Orðinu? Örlitlu síðar í verki sínu beinir höfundurinn athyglinni að því að á frummálinu stóð orðið theos, guð, án ákveðins greinis síðast í versinu. Hann segir:

„Til að komast hjá misskilningi má skjóta því hér inn að θεός [theos] og ὁ θεός [ho theos] (‚guð‘ og „Guðinn“) voru ekki eitt og hið sama á þeirri stundu. Fíló skrifar því: λόγος [Logos] merkir aðeins θεός (‚guð, guðlegur‘) en ekki ὁ θεός (‚Guð‘) því að logos er ekki Guð í strangasta skilningi. . . . Origenes túlkar orðin með svipuðum hætti: ‚Guðspjallamaðurinn segir ekki að logos sé ‚Guð‘ heldur aðeins að logos sé ‚guð‘ eða ‚guðlegt.‘ Gagnvart höfundi sálmsins [í Jóhannesi 1:1] var, eins og í huga guðspjallamannsins, einungis faðirinn ‚Guðinn‘ (ὁ θεός; sjá 17:3); ‚sonurinn‘ var undir hann settur (sjá 14:28). Það er hins vegar aðeins gefið óbeint í skyn í þessari ritningargrein, því að áherslan er hér lögð á nálægð þeirra hvor við annan.“

Síðan segir Haenchen: „Í eingyðistrú Gyðinga og kristinna manna var vandalaust að tala um guðlegar verur sem voru til með Guði og undir hann settar, en ekki eins og hann. Fil. 2:6-10 sannar það. Þar lýsir Páll slíkri guðlegri veru sem síðar varð maður í Jesú Kristi. . . . Því er hvorki í Filippíbréfinu né Jóhannesi 1:1 um að ræða díalektískt samband tveggja í einum, heldur persónulega sameiningu tveggja sjálfstæðra vera.“ — Bls. 116.

Jóhannes 1:1 segir því ekki að Logos (Jesús) hafi verið hjá Guði og verið Guð, heldur að hann hafi verið með hinum alvalda Guði og sjálfur verið guðlegur eða guð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila