Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w87 1.3. bls. 3-4
  • Lifum við á tíma endalokanna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lifum við á tíma endalokanna?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Möguleikinn á dómsdegi
  • Jesús, Daníel og heimsendir
  • Jehóva lofar Daníel stórkostlegum launum
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Sannir guðsdýrkendur á endalokatímanum
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Sendiboði Guðs styrkir hann
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
  • Þýðing Daníelsbókar fyrir þig
    Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
w87 1.3. bls. 3-4

Lifum við á tíma endalokanna?

„En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður.“ — Daníel 12:4.

ÚT UM gluggann á veitingahúsinu við torgið kom maðurinn auga á þrjár klukkur sem sýndu stórum stöfum hvað tímanum leið. Hann lét augun reika frá einni til annarrar. Ein þeirra stóð á 11:28. Sú næsta fór sér eilítið hægar og sýndi 11:26. Sú þriðja virtist óþolinmóð — hún var fljótari en hinar báðar og sýndi 11:29. Hverri átti hann að trúa?

‚Ein eða tvær mínútur til eða frá skipta nú litlu máli,‘ segir þú kannski. En reyndu að sannfæra mann um það sem er nýbúinn að missa af strætisvagni eða flugvél sökum þess að hann kom fáeinum sekúndum of seint! Það er greinilega mikilvægt að hafa rétta klukku. Enn þýðingarmeira er þó að vita hvað tímanum líður samkvæmt tímaáætlun Guðs.

Möguleikinn á dómsdegi

Eins og flestir vita hafa menn verið að tala um ‚endalokin‘ — sem sumir kalla ‚heimsendi‘ eða ‚dómsdag‘ — um aldaraðir. Spámaðurinn Daníel talaði um þau fyrir 25 öldum. (Daníel 12:4) Að sögn greinahöfundarins James Davids Bessers „þarf ekki lengur að trúa á Guð eða hið yfirnáttúrlega til að viðurkenna möguleikann á dómsdegi; það er nóg að horfa á sjónvarpsfréttirnar.“ Ert þú ekki sama sinnis?

Fréttir sjónvarpsins flytja heimsviðburðina beint inn í stofu hjá fólki. Vandamálin virðast þar með nálægari og persónulegri. Við erum minnt á að borgin, sem gæti þurrkast út í kjarnorkusprengingu, gæti verið okkar eigin og að fólk, sem verður fórnarlömb glæpamanna eða hryðjuverkamenn taka í gíslingu, gæti verið við sjálf eða okkar nánustu ættingjar. Þessir möguleikar sanna þó ekki sjálfkrafa að dómsdagur sé að renna upp. Eigi að síður finnst okkur það líklegra og því brennur enn meira á vörum okkar sú spurning hvort við lifum á tímum endalokanna.

Jesús, Daníel og heimsendir

Fyrir meira en 1900 árum spurðu lærisveinar Jesú hann: „Hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?“ (Matteus 24:3) Jesús lýsti fyrir þeim margþættu tákni sem gefa myndi til kynna að runninn væri upp endalokatími veraldar. Flettu upp á 24. og 25. kafla hjá Matteusi, 13. kafla hjá Markúsi og 21. kafla hjá Lúkasi í biblíu þinni og lestu sjálfur.

Ef til vill kemur þér á óvart að lýsing Biblíunnar skuli hljóma nánast eins og ágrip af sjónvarpsfréttum dagsins. Þú lest um styrjaldir, mikla jarðskjálfta, drepsóttir og matvælaskort á heimsmælikvarða. Þú lest líka um „angist þjóða, ráðalausra,“ og að menn ‚gefi upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina.‘ Getur þú fundið nákvæmari orð til að lýsa því ástandi í heiminum sem fréttir sjónvarpsins hafa svo margt um að segja? — Lúkas 21:10, 11, 25, 26.

Þessar sterku, óbeinu sannanir fyrir því að við lifum á tímum endalokanna er þó ekki hið eina sem við höfum í höndum. Eins og áður var getið er frekari sönnur að fá með því að fara 500 árum lengra aftur í tímann, aftur til daga Gyðingsins Daníels sem var spámaður. Jesús gat hans með nafni og vakti athygli á uppfyllingu spádóms hans. (Berðu saman Matteus 24:3, 15, 21 og Daníel 11:31; 12:1, 4.) Þar með sýndi Jesús fram á að hann liti ekki á orð Daníels í „Gamlatestamentinu“ sem úrelt eða merkingarlaus. Við ættum ekki heldur að gera það.

Taktu eftir hversu lík orð Daníels og Jesú hér að ofan eru. Spyrðu sjálfan þig síðan að því hvort þeir hafi ekki verið að tala um sama hlutinn.

Augljóst er að Daníel og Jesús spáðu báðir um hinn sama endalokatíma þegar Kristur myndi vera nálægur sem konungur. Þegar því tímabili lyki myndi hann eyða öllum óvinum sínum á jörðinni í mikilli þrengingu. Þjónar Guðs myndu hins vegar lifa af.

Vilt þú vera meðal þeirra sem lifa af? Þá skalt þú hafa í huga þau sönnunargögn sem Daníel leggur fram í sambandi við tíma endalokanna. Þau hjálpa okkur að vita nákvæmlega hvar við stöndum gagnvart tímaáætlun Guðs.

[Rammi á blaðsíðu 4]

DANÍEL

„Þegar að endalokunum líður, . . . mun Míkael [Jesús Kristur] . . . fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til . . . Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða.“ — Daníel 11:40; 12:1.

JESÚS

„Hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar? . . .

Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa . . .

Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða.“ — Matteus 24:3, 21, 22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila