Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w89 1.10. bls. 32
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Svipað efni
  • Nýr sáttmáli Guðs nær brátt tilgangi sínum
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Þið verðið „konungsríki presta“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Meiri blessun fyrir atbeina nýja sáttmálans
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Friðarhöfðinginn snýr sér að þeim sem standa utan nýja sáttmálans
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
w89 1.10. bls. 32

Spurningar frá lesendum

◼ Leið lagasáttmálinn undir lok þegar Jesús dó á kvalastaurnum? Hvenær tók nýi sáttmálinn gildi í hans stað?

Margir hafa spurt þessara spurninga með eftirfarandi þrjá atburði í huga: Jesús dó á kvalastaurnum síðdegis þann 14. nísan árið 33, hann bar fram verðmæti lífsblóðs síns á himnum og úthellti heilögum anda á hvítasunnudeginum árið 33. Samkvæmt Biblíunni féll lagasáttmálinn úr gildi á hvítasunnudeginum og nýi sáttmálinn kom þá í hans stað. Við skulum skoða rökin fyrir því.

Jehóva sagði fyrir að hann myndi, þegar þar að kæmi, láta lagasáttmálann víkja fyrir ‚nýjum sáttmála‘ er bjóða myndi upp á algera syndafyrirgefningu sem ekki var möguleg undir lögmálinu. (Jeremía 31:31-34) Hvenær átti það að gerast?

Fyrst þurfti að fella gamla sáttmálann, lagasáttmálann, úr gildi er hann hefði þjónað tilgangi sínum. (Galatabréfið 3:19, 24, 25) Páll postuli skrifaði: „[Guð] fyrirgaf oss öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.“ (Kólossubréfið 2:13, 14) Ber að skilja þessi orð svo að lagasáttmálinn hafi vikið fyrir nýja sáttmálanum á sömu stundu og Jesús dó?

Nei, því að fullgilda átti nýja sáttmálann með blóði viðeigandi fórnar og hann skyldi gerður við nýja þjóð, andlegan Ísrael. (Hebreabréfið 8:5, 6; 9:15-22) Jesús var reistur upp þann 16. nísan og 40 dögum síðar steig hann upp til himna. (Postulasagan 1:3-9) Tíu dögum eftir uppstigningu sína, á hvítasunnudeginum, úthellti Jesús yfir lærisveina sína „heilögum anda, sem fyrirheitið var“ og hann hafði fengið frá föður sínum, og hin andlega Ísraelsþjóð varð til. (Postulasagan 2:33) Í gegnum meðalgangarann Jesú Krist gerir Guð nýja sáttmálann við andlegan Ísrael.

Hvenær vék þá lagasáttmálinn fyrir nýja sáttmálanum, í ljósi þessara samtengdu atburða?

Ekki væri rétt að segja að lögmálið hafi tekið enda með dauða Jesú. Þá 40 daga, sem liðu eftir upprisu Jesú sem andaveru þar til hann steig upp til himna, héldu lærisveinar hans enn lögmálið. Eitt af hinum mikilvægu ákvæðum lögmálsins var það að æðsti presturinn færi inn í hið allra helgasta einu sinni á ári. Það táknaði uppstigningu Jesú til himna. Þar gat hann, í návist Guðs sem meðalgangari nýja sáttmálans, borið fram verðgildi fórnar sinnar. (Hebreabréfið 9:23, 24) Þar með opnaðist leið fyrir fullgildingu nýja sáttmálans til uppfyllingar Jeremía 31:31-34.

Nýi sáttmálinn tók gildi þegar Jehóva sýndi í verki að hann hefði viðurkennt lausnarfórnina. Hann úthellti heilögum anda sínum yfir trúfasta lærisveina Jesú til að láta fæðast nýja þjóð, andlegan Ísrael, myndaðan af þeim mönnum er áttu aðild að sáttmálanum um ríkið. (Lúkas 22:29; Postulasagan 2:1-4) Sú athöfn sýndi að Guð hafði fellt úr gildi lagasáttmálann og í táknrænum skilningi neglt hann á kvalastaurinn sem Jesús hafði dáið á. Lagasáttmálinn féll því úr gildi samtímis og nýi sáttmálinn var fullgiltur á hvítasunnudeginum árið 33, þegar hin nýja þjóð, andlega Ísraelsþjóðin, varð til. — Hebreabréfið 7:12; 8:1, 2.

Þar fyrir utan er vert að gefa því gaum að Guð sneri ekki algerlega baki við Ísrael að holdinu um leið og lagasáttmálinn féll úr gildi og hinn nýi tók við á hvítasunnunni árið 33. Í samræmi við Abrahamssáttmálann sýndi Jehóva sérstaka velvild Gyðingum, trúskiptingum og Samverjum 70. ‚sjöundina‘ sem tók enda árið 36. (1. Mósebók 12:1-3; 15:18; 22:18; Daníel 9:27; Postulasagan 10:9-28, 44-48) Það tók tíma jafnvel fyrir suma smurða kristna Gyðinga að venjast því að frá og með árinu 33 væri ekki nauðsynlegt að halda lögmálið. Við sjáum það af spurningunni sem lögð var fyrir hið stjórnandi ráð árið 49. (Postulasagan 15:1, 2) Árið 70 sýndi það sig, svo ekki varð um villst, að lögmálið væri með öllu fallið úr gildi, er musterið og ættarskrárnar, sem tengdust lögmálinu, hurfu þegar Rómverjar eyddu Jerúsalem. — Matteus 23:38.

[Rétthafi myndar á blaðsíðu 32]

Pictorial Archive (Near Eastern History) Est.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila