Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.5. bls. 5-7
  • Eiga áformin um alþjóðaöryggi eftir að heppnast?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eiga áformin um alþjóðaöryggi eftir að heppnast?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað segir Biblían?
  • Raunverulegt öryggi á jörð
  • Friður frá Guði — hvenær?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Horft handan við „frið og öryggi“ af mannavöldum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Viðhorf biblíunnar til friðar og öryggis
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Á verði gegn ‚friði og öryggi‘ eins og þjóðirnar vilja koma á
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.5. bls. 5-7

Eiga áformin um alþjóðaöryggi eftir að heppnast?

„GUÐI sé lof fyrir að kalda stríðið, sem hefur haldið heiminum í járngreip sinni í meira en 40 ár, virðist nú á enda.“ Þannig komst tímaritið One World að orði en það er gefið út af Alkirkjuráðinu. „Þýðingarmiklir atburðir í Mið- og Austur-Evrópu . . . virðast boða gott fyrir frið og öryggi í Evrópu og heiminn allan,“ bætir anglíkaninn John Pobee við en hann starfar við guðfræðimenntunardeild Alkirkjuráðsins.

Fulltrúar Alkirkjuráðsins eru ekki einir um að tengja Guð áformum manna um alþjóðaöryggi. Í aprílmánuði 1991, skömmu eftir að Persaflóastríðinu lauk, gerði Jóhannes Páll páfi Javier Pérez de Cuéllar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, orðsending þar sem hann sagði: „Biskupar kaþólsku kirknanna í Miðausturlöndum og á Vesturlöndum bera traust til þess starfs sem Sameinuðu þjóðirnar vinna . . . Þeir vona að þeir sem nýafstaðið stríð hefur hrakið út í miklar nauðir muni, fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra, finna fyrir samkennd og samstöðu heimsins.“

Páfagarður var einnig eitt þeirra 35 ríkja sem sömdu og undirrituðu Helsinkisáttmálann árið 1975 og Stokkhólmsyfirlýsinguna árið 1986. Er Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1986 „alþjóðlegt friðarár“ bauð páfi fulltrúum helstu trúarbragða heims að taka þátt í „alþjóðlegum bænadegi fyrir friði.“ Í október 1986 settust fulltrúar búddhatrúarmanna, hindúa, íslamskra, sjintótrúarmanna, anglíkana, lútherstrúarmanna, grískra rétttrúnaðarmanna, gyðinga og fleiri saman í Assisi á Ítalíu og skiptust á um að biðja fyrir heimsfriði.

Nokkrum árum síðar minntist hinn anglíkanski erkibiskup af Kantaraborg á þennan atburð í prédikun sem hann flutti í Róm. Hann sagði: „Í Assisi sáum við að biskupinn í Róm [páfinn] gat safnað hinum kristnu kirkjum saman. Við gátum beðið saman, talað saman og unnið saman að friði og heill mannkynsins . . . Á þessari bænasamkomu fyrir heimsfriði fann ég fyrir návist þess Guðs sem sagði: ‚Sjá, ég gjöri nýja hluti.‘“

Önnur trúarbrögð, sem ekki áttu sér fulltrúa í Assisi, eru einnig bjartsýn á að áform manna um öryggi í heiminum muni heppnast. Í ritstjórnargrein Die Kerkbode, opinbers málgagns hollensku siðbótarkirkjunnar í Suður-Afríku, sagði: „Við stöndum á tímamótum og stefnum inn til nýrrar heimsskipanar. Það sem virtist óhugsandi fyrir fáeinum árum er nú að gerast fyrir augum okkar. Sættirnar, sem hafa átt sér stað á hinu stóra heimssviði milli Sovétríkjanna og Vesturlanda, hafa mikil, svæðisbundin áhrif. Í okkar heimshluta eru gamalgrónir andstæðingar og svarnir fjendur farnir að tala saman og friðarhvötin er alls staðar að koma upp á yfirborðið . . . Frá kristnum bæjardyrum séð ber að fagna allri viðleitni til að koma á friði manna í milli. Við getum beðið fyrir friði á okkar tímum.“

Er Guð að blessa áform manna um alþjóðaöryggi?

Hvað segir Biblían?

Biblían kemur með mjög svo ótvíræða aðvörun varðandi það að treysta á viðleitni manna: „Treystið eigi tignarmennum, mönnum sem enga hjálp geta veitt. Andi þeirra líður burt, þeir verða aftur að jörðu, á þeim degi verða áform þeirra að engu.“ (Sálmur 146:3, 4) Sú friðarviðleitni, sem nú gætir, getur virst uppörvandi, en við verðum að vera raunsæ. Vald manna er takmarkað. Oft ráða þeir ekki við atburðarásina. Þeir bera sjaldan skyn á þá undiröldu, þau duldu öfl sem setja þaulhugsuð áform þeirra úr skorðum.

Sjö hundruð árum fyrir daga Jesú, á dögum Jesaja spámanns, voru Gyðingar með áform um að tryggja öryggi sitt með milliríkjasamningum við grannríkin, á mjög svo sambærilegan hátt og er að gerast núna. Trúarleiðtogarnir studdu líka á þeim tíma það sem stjórnmálamennirnir voru að gera. En Jesaja aðvaraði: „Takið saman ráð yðar, þau skulu að engu verða. Mælið málum yðar, þau skulu engan framgang fá.“ (Jesaja 8:10) Áform þeirra brugðust hrapallega. Getur hið sama gerst nú á tímum?

Já, það getur vel gerst því að Guð notaði sama spámann til að tilkynna að hann hefði sína eigin aðferð til að koma á öryggi á jörðinni. Það mun ekki gerast fyrir atbeina neinna mannlegra samtaka heldur fyrir atbeina afkomanda Davíðs Ísraelskonungs. (Jesaja 9:6, 7) Þessi erfingi Davíðs konungs er Jesús Kristur sem viðurkenndi, er Pontíus Pílatus yfirheyrði hann, að hann væri konungur en bætti svo við: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ (Jóhannes 18:36; Lúkas 1:32) Ríki Jesú átti meira að segja að vera himneskt. Og það — ekki Sameinuðu þjóðirnar eða einhver jarðnesk þjóð — átti að koma á varanlegu, traustu öryggi hér á jörð. — Daníel 2:44.

Jesús Kristur spáði því að ríki hans myndi taka völd á himnum á tímum ‚hernaðar og hernaðartíðinda‘ er ‚þjóð myndi rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki.‘ Uppfylling spádómsins sýnir að það gerðist árið 1914 og markar árin upp frá því sem ‚endalokatíma heimskerfisins.‘ — Matteus 24:3, 6-8.

Hvað þýðir það? Að sá tími, sem núverandi tilhögun í heiminum á eftir að standa, er að renna út. Er það áhyggju- eða hryggðarefni? Ekki ef við munum eftir grimmdinni, ranglætinu, kúguninni, hernaðinum og öllum þjáningunum sem hafa einkennt þetta heimskerfi. Það verður sannarlega léttir að hafa yfir sér stjórnanda sem orð Guðs, Biblían, segir um: „Yfir honum mun hvíla andi [Jehóva]: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta [Jehóva].“ — Jesaja 11:2.

Raunverulegt öryggi á jörð

Sannleikurinn er sá að raunverulegt öryggi mun ekki ríkja á jörð fyrr en spádómur Jesaja rætist um allan heim undir stjórn Guðsríkis: „Ég skapa nýjan himin og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minnst verða, og það skal engum í hug koma.“ (Jesaja 65:17) Einu gildir hve margra bæna trúarleiðtogar biðja í þágu þessa heims; áform manna um öryggi á alþjóðavettvangi geta ekki komið í stað ráðstöfunar Guðs til að koma á friði og öryggi.

Hið varanlega öryggi um allan heim, sem Guðsríki mun hafa í för með sér, verður stórkostlegt. Lítum á aðeins eina lýsingu sem er að finna í Biblíunni: „Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar. Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá. Því að munnur [Jehóva] allsherjar hefir talað það.“ — Míka 4:3, 4.

Einungis öryggi, sem tryggt er af Guði sjálfum, getur verið varanlegt og traust. Væri þá ekki hyggilegt að setja traust sitt á hann í stað þess að treysta tignarmönnum? Þá munu rætast á þér orð sálmaritarans: „Sæll er sá, er á Jakobs Guð sér til hjálpar, sá er setur von sína á [Jehóva], Guð sinn, hann sem skapað hefir himin og jörð, hafið og allt sem í því er, hann sem varðveitir trúfesti sína að eilífu.“ — Sálmur 146:5, 6.

[Rammi á blaðsíðu 7]

Kaþólska kirkjan og alþjóðastjórnmál

„Þótt Kristur hafi sagt að ríki hans væri ‚ekki af þessum heimi‘ hafa hátt settir klerkar og páfastóllinn sem stofnun tekið afarmikinn þátt í pólitískum átökum, bæði á alþjóðavettvangi sem og þjóðlegum vettvangi, allt frá tímum Konstantínusar.“ — The Catholic Church in World Politics eftir prófessor Eric Hanson við Santa Clara jesúítaháskólann.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila