Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w93 1.5. bls. 8
  • Kristni heimurinn og þrælaverslunin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kristni heimurinn og þrælaverslunin
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Svipað efni
  • Uppskera kristna heimsins í Afríku
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • „Þér eruð verði keyptir“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Það sem kristni heimurinn hefur sáð í Afríku
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Að losna undan þrælkun fyrr og nú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
w93 1.5. bls. 8

Kristni heimurinn og þrælaverslunin

Á NÍTJÁNDU öld voru trúboðar kaþólskra og mótmælenda sameinaðir í andstöðu sinni gegn þrælaversluninni. Svo hafði þó ekki alltaf verið. Fyrr á öldum lögðu trúboðarnir blessun sína yfir þrælaverslunina og tóku þátt í henni, þrátt fyrir þær hræðilegu þjáningar sem hún hafði í för með sér.

Þegar siglingaleiðin fyrir Góðravonarhöfða uppgötvaðist á 15. öld byrjuðu trúboðarnir að koma til austurstrandar Afríku jafnt sem vesturstrandarinnar. En eftir þrjár aldir var trúboðsstarfið í Afríku nánast liðið undir lok. Fáir Afríkubúar höfðu snúist til kristni. Ein ástæðan fyrir þessum laka árangri var þátttaka kristna heimsins í þrælaversluninni. C. P. Groves segir í bók sinni The Planting of Christianity in Africa:

„Þrælaverslunin var samferða kristniboðinu og það þótti ekkert að því. Sjálf trúboðsstöðin átti þræla; jesúítamusteri í Loanda [nú Lúanda, höfuðborg Angóla] réði yfir 12.000 þrælum. Þegar þrælaversluninni var komið á milli Angóla og Brasilíu sat biskupinn í Loanda á stól úr steini við hafnarbakkann, veitti ‚varningnum,‘ sem verið var að skipa út, biskupsblessun og hét honum heill og hamingju þegar raunir lífsins væru að baki.“

Jesúítatrúboðarnir „létu þrælahaldið afskiptalaust,“ staðfestir C. R. Boxer í bókinni Africa From Early Times to 1800. Boxer bætir því við að áður en þrælarnir hafi verið fluttir á skip í Lúanda, sem fluttu þá til spænskra eða portúgalskra nýlendna, hafi verið „farið með þá í nálæga kirkju . . . þar sem sóknarprestur skírði þá í hundrað manna hópum.“ Síðan, eftir að stökkt hafði verið „heilögu vatni“ á þrælana, var þeim sagt: „Sjá, þér eruð nú þegar börn Guðs; þér farið til lands Spánverja þar sem þér munuð læra vegi trúarinnar. Leiðið hugann eigi aftur að uppruna yðar. . . . Farið með velvild.“

Trúboðar kristna heimsins voru að sjálfsögðu ekki einir um að leggja blessun sína yfir þrælaverslunina. „Allt fram á síðari helming átjándu aldar var fólk almennt hlynnt þrælaversluninni,“ segir Geoffrey Moorhouse í bók sinni The Missionaries. Moorhouse nefnir sem dæmi trúboða mótmælenda á 18. öld sem Thomas Thompson hét. Hann skrifaði smárit sem hefði í íslenskri þýðingu heitið eitthvað á þessa leið: Sala afrískra negraþræla reynist vera í samræmi við grundvallarþætti manneðlisins og við lög opinberaðrar trúar.

Kristni heimurinn ber þannig töluverða ábyrgð á þeim ólýsanlegu þjáningum sem lagðar voru á milljónir afríska þræla. The Encyclopædia Britannica segir: „Auk þeirra þræla, sem dóu áður en lagt var úr höfn í Afríku, létust 121/2% á leiðinni til Vestur-Indía, á Jamaíka dóu 41/2% meðan þeir biðu á hafnarsvæðunum eða áður en kom að sölu, og þriðjungur í viðbót meðan verið var að ‚venja‘ þá.“

Innan skamms mun Jehóva Guð láta bæði kristna heiminn og öll önnur fölsk trúarbrögð svara til saka fyrir alla þá hræðilegu blóðskuld sem þau hafa umborið eða jafnvel lagt blessun sína yfir. — Opinberunarbókin 18:8, 24.

[Skyringarmynd á blaðsíðu 8]

(Sjá uppraðaðan text í blaðinu)

Teikningin sýnir hvernig þrælum var pakkað saman í þrælaskipin.

[Rétthafi]

Schomburg Center for Research in Black Culture / The New York Public Library / Astor, Lenox and Tilden Foundations

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila