Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w95 1.2. bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Svipað efni
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Spurningar frá lesendum
    Varðturninn: Spurningar frá lesendum
  • Þiggðu handleiðslu lifanda Guðs
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
w95 1.2. bls. 31

Spurningar frá lesendum

Væri viðeigandi að þiggja bóluefni eða önnur sprautulyf sem innihalda albúmín unnið úr mannablóði?

Í hreinskilni sagt verður hver einstakur kristinn maður að ákveða það sjálfur.

Þjónar Guðs vilja með réttu hlýða leiðbeiningunum í Postulasögunni 15:28, 29 um að halda sér frá blóði. Kristnir menn vilja þar af leiðandi ekki borða óblóðgað kjöt eða matvörur unnar út blóði, svo sem blóðmör. En lög Guðs eiga einnig við á sviði lækninga. Vottar Jehóva bera á sér yfirlýsingu þess efnis að þeir heimili ekki að þeim sé gefið „blóð eða blóðhlutar (heilblóð, rauðkorn, hvítfrumur, blóðflögur eða blóðvökvi).“ En hvað um sermisprautur sem innihalda örlítið magn af blóðprótíni?

Vottunum hefur lengi verið ljóst að í þessu máli þarf hver og einn að taka sína eigin ákvörðun í samræmi við samvisku sína sem er þjálfuð með hjálp Biblíunnar. Á það var bent í „Spurningum frá lesendum“ í Varðturninum hinn 1. febrúar 1994 þar sem fjallað var um sermisprautur sem læknir kann að mæla með ef við höfum komist í snertingu við vissa sjúkdóma. Virku efnin í slíkum sprautum eru ekki blóðvökvi sem slíkur heldur mótefni úr blóðvökva manna eða dýra er myndað hafa ónæmi. Sumir kristnir menn, sem finnst að þeir geti með góðri samvisku þegið slík sprautulyf, hafa bent á að mótefni úr blóði þungaðrar konu komast yfir í blóð barnsins í kviði hennar. Í umræddum „Spurningum frá lesendum“ var þetta nefnt, auk þess að albúmín berst í einhverjum mæli frá barnshafandi konu yfir til fóstursins.

Mörgum finnst þetta skipta máli því að sum bóluefni, sem ekki eru unnin úr blóði, geta innihaldið tiltölulega lítið magn plasmaalbúmíns sem er notað eða bætt í til að festa efnin í lyfinu. Nú sem stendur er líka notað lítið magn albúmíns í rauðkornavaka (EPO) sem er hormón framleitt með efnasmíði. Sumir vottar hafa þegið sprautur af rauðkornavaka af því að hann getur flýtt rauðkornamyndun og róað lækni þannig að honum finnist ekki þörf á blóðgjöf.

Önnur lyf geta komið á markað sem innihalda tiltölulega lítið magn albúmíns, því að lyfjafyrirtæki þróa ný lyf eða breyta stundum samsetningu þeirra sem fyrir eru. Kristinn maður gæti því viljað íhuga hvort bóluefni eða annað sprautulyf, sem læknir mælir með, inniheldur albúmín. Ef hann hefur efasemdir eða ástæðu til að ætla að lyfið geri það getur hann spurt lækninn.

Eins og bent hefur verið á hafa margir vottar ekkert á móti því að þiggja sprautulyf sem innihalda albúmín í litlu magni. Hver sá sem vill kynna sér málið rækilegar áður en hann tekur persónulega ákvörðun ætti hins vegar að rifja upp efnið í „Spurningum frá lesendum“ í Varðturninum 1. febrúar 1994.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila