Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w94 1.12. bls. 3-4
  • Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þig?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þig?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • ‚Kaupstefna‘
  • Jólin — hvers vegna eru þau svona vinsæl í Japan?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Af hverju halda vottar Jehóva ekki jól?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
w94 1.12. bls. 3-4

Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þig?

Hver af eftirfarandi fullyrðingum finnst þér lýsa jólunum best? Jólin eru (1) tími til að vera með fjölskyldunni; (2) tími heimboða og samkvæma; (3) tími til trúariðkunar; (4) streitutími; (5) tími til að minnast með söknuði fyrri daga; (6) hömlulaus verslunarhátíð.

ÞÓTT það kunni að virðast furðulegt sögðust aðeins 6 af hundraði líta á jólin sem tíma til trúariðkunar, samkvæmt skoðanakönnun á Bretlandi sem náði til rúmlega 1000 manns. Í huga 48 prósent aðspurðra voru jólin aftur á móti fyrst og fremst tími til að vera með fjölskyldunni. Reyndar fullyrða margir að þau séu hátíð barnanna. Dæmigert var svar 11 ára stúlku þegar hún var spurð hvað henni þætti skemmtilegast við jólin: „Spenningurinn, gleðin [og] að gefa gjafir.“ Bókin The Making of the Modern Christmas er sammála því að „þyngsta áherslan í . . . ‚hefðbundnu‘ jólahaldi sé án efa á heimilið, fjölskylduna og sér í lagi börnin.“

En það er einkum á Vesturlöndum sem jólin eru fjölskylduhátíð, tími þegar ættingjar safnast saman til að skiptast á gjöfum. Í löndum þar sem gríska rétttrúnaðarkirkjan er ríkjandi leggur fólk meiri áherslu á páskana; engu að síður er jólatíminn þar yfirleitt frítími.

‚Kaupstefna‘

Jólin hafa ‚á áberandi hátt verið gerð að verslunarhátíð‘ fullyrðir The New Encyclopædia Britannica. Hvergi er þetta ef til vill nær sanni en í Japan.

„Japanir hafa lagt niður allt trúarlegt yfirskin og breytt jólunum algerlega í kaupstefnu,“ segir í dagblaðinu Daily Record í Washington. Það bætir við að jólin í Japan séu „meiri háttar hátíðahöld þar sem sölumennskan rís hátt en frekar lítið fari fyrir trúarlegu hliðinni.“

Jafnvel í svonefndum kristnum löndum er oft erfitt að koma auga á þessa ‚trúarlegu hlið.‘ Fyrir um það bil 40 árum sagði í pésa sem andmælti jólunum: „Viðskiptaheimurinn blæs upp jólin. Á engum öðrum árstíma er rakað inn eins miklum peningum. Verslunarmenn, sem játa kristni, hlakka til jólanna, ekki vegna Krists heldur vegna ágóðans.“ Hve sönn eru ekki þessi orð nú á tímum. Í mörgum löndum nær síðasti ársfjórðungurinn sjaldan að hefjast áður en búið er að minna okkur á hversu margir dagar séu enn til stefnu til að kaupa jólagjafirnar. Viðskiptin verða fjörugri er líður að lokum ársins enda fer allt að fjórðungur árssölu verslana fram á jólavertíðinni.

Hvaða þýðingu sem jólin annars hafa fyrir þig má vel vera að þú veltir fyrir þér hvernig þau hófust. Á sú venja að gefa jólagjafir sér stuðning í Biblíunni? Er jólahátíðahald nútímans kristið í raun og veru? Við skulum athuga það.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila