Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w95 1.1. bls. 3-4
  • Haltu fast við ráðvendni og lifðu!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu fast við ráðvendni og lifðu!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Svipað efni
  • Verum ráðvönd!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Ráðvendni Jobs — hver getur líkt eftir henni?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Göngum fram í ráðvendni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Job heiðraði nafn Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
w95 1.1. bls. 3-4

Haltu fast við ráðvendni og lifðu!

„FORMÆLTU Guði og farðu að deyja!“ Á forsíðu þessa blaðs er dregin upp mynd af konu Jobs sem réðst á hann með þessum orðum. Það var fyrir um það bil 3600 árum. Slík atlaga að trúföstum þjóni Guðs beinir athyglinni að deilumáli sem mannkynið hefur staðið andspænis allt til þessa dags. Hinn trúfasti Job hafði beðið hræðilegt tjón — misst búpening sinn, heimili og börn sín tíu. Núna kvaldi þrálátur sjúkdómur líkama hans og það reyndi hann til hins ýtrasta. Hvað olli þessu? Erkióvinur Guðs og manna, Satan djöfullinn, var að halda til streitu efasemdum sínum um að maðurinn gæti varðveitt ráðvendni gagnvart Guði í þungum prófraunum. — Jobsbók 1:11, 12; 2:4, 5, 9, 10.

Nú á dögum, eins og á tímum Jobs, ‚er allur heimurinn á valdi hins vonda,‘ Satans djöfulsins. (1. Jóhannesarbréf 5:19) Í rauninni er hann það jafnvel í ríkari mæli nú á tímum af því að núna hefur honum sem „heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina,“ verið varpað ofan af himni niður á jörðina. (Opinberunarbókin 12:9) Þar er komin skýringin á auknum hörmungum sem þjá mannkynið á okkar tímum. Fyrri heimsstyrjöldin, sem braust út árið 1914, markaði „upphaf fæðingarhríðanna“ sem hafa haldið áfram fram eftir allri 20. öldinni. — Matteus 24:7, 8.

Kemur sú tilfinning einhvern tíma yfir þig í þessum grimma og spillta heimi að þú sért kominn að mörkum þess sem hægt sé að leggja á manninn? Hefur nokkurn tíma hvarflað að þér hvort einhver tilgangur sé með lífinu? Job kann að hafa verið þannig innanbrjósts en hann missti aldrei trúna á Guð þótt honum yrðu á mistök. Hann lét staðfestu sína í ljós með þessum orðum: „Þar til er ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi [„ráðvendni,“ NW] mitt.“ Hann treysti að Guð myndi ‚viðurkenna ráðvendni hans.‘ — Jobsbók 27:5; 31:6.

Jesús Kristur, Guðs eigin sonur, þurfti einnig að þola prófraunir þegar hann var hér á jörðinni. Satan réðst á Jesú á ýmsan hátt. Hann notfærði sér líkamlegar þarfir Jesú og reyndi trúartraust hans á orð Guðs, eins og þegar hann freistaði hans á fjallinu. (Matteus 4:1-11) Hann herjaði á Jesú með því að fá hina fráföllnu fræðimenn og farísea og ginningarfífl þeirra til að ofsækja hann, saka hann um guðlast og gera samsæri um að drepa hann. (Lúkas 5:21; Jóhannes 5:16-18; 10:36-39; 11:57) Þeir gerðu Jesú miklu meira illt en falshuggararnir þrír gerðu Job. — Jobsbók 16:2; 19:1, 2.

Í Getsemanegarðinum sagði Jesús við lærisveina sína, þá er sú stund nálgaðist að prófraunir hans næðu hámarki: „Sál mín er hrygg allt til dauða.“ Síðan „féll [hann] fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: ‚Faðir minn, ef verða má, þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.‘“ Og að síðustu hrópaði Jesús á kvalastaurnum og uppfyllti með því spádómsorðin í Sálmi 22:2: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ En Guð yfirgaf Jesú ekki endanlega vegna þess að Jesús varðveitti fullkomna ráðvendni gagnvart honum og gaf þannig öllum sannkristnum mönnum fordæmi til eftirbreytni. Jehóva umbunaði Jesú ráðvendni hans með því að reisa hann upp frá dauðum og hefja hann upp til himinhæða. (Matteus 26:38, 39; 27:46; Postulasagan 2:32-36; 5:30; 1. Pétursbréf 2:21) Guð mun umbuna öllum öðrum sem á líkan hátt eru stöðugir í ráðvendni við hann.

Ráðvendni Jesú var ekki aðeins fullkomið svar við efasemdum Satans heldur er fórn hins fullkomna mannslífs hans það lausnargjald sem er grundvöllur þess að menn, sem stöðugir eru í ráðvendni sinni, geti öðlast eilíft líf. (Matteus 20:28) Fyrst safnar Jesús saman smurðri ‚lítilli hjörð‘ sem verður samerfingi hans í himnaríki. (Lúkas 12:32) Því næst er ‚miklum múgi‘ safnað til að lifa af ‚þrenginguna miklu‘ og koma út úr henni til að erfa eilíft líf á þeim vettvangi Guðsríkis sem nær yfir jörðina. — Opinberunarbókin 7:9, 14-17.

Hinn ráðvandi Job verður meðal þeirra milljarða látinna manna sem þá verða reistir upp til að verða hluti „nýrrar jarðar,“ hins friðsama samfélags manna. (2. Pétursbréf 3:13; Jóhannes 5:28, 29) Eins og dregin er upp mynd af á baksíðu þessa blaðs var Job umbunuð ráðvendni sín þegar Jehóva „blessaði síðari æviár Jobs enn meir en hin fyrri.“ Hann hafði öðlast andlegan styrk sem sá er „syndgaði . . . ekki með vörum sínum.“ Guð bætti 140 árum við líf hans eftir þetta. Hann gaf Job tvöfalt meiri eignir en hann hafði áður átt og Job „eignaðist sjö sonu og þrjár dætur“ og voru dæturnar álitnar þær fríðustu í öllu landinu. (Jobsbók 2:10; 42:12-17) En öll þessi velmegun var aðeins forsmekkurinn af þeirri blessun sem þeir er halda fast við ráðvendni sína munu njóta í paradís „nýrrar jarðar.“ Þú getur líka átt hlutdeild í þeirri gleði eins og útskýrt er á næstu blaðsíðum.

[Mynd á blaðsíðu 4]

Jesús var fullkomið dæmi um ráðvandan mann.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila