Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w97 1.2. bls. 3-4
  • Þegar náttúruhamfarir verða

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þegar náttúruhamfarir verða
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Svipað efni
  • Hvað segir Biblían um náttúruhamfarir?
    Biblíuspurningar og svör
  • Hvers vegna er svona mikið um náttúruhamfarir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Eru náttúruhamfarir refsing frá Guði?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Er Guð að refsa okkur?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
w97 1.2. bls. 3-4

Þegar náttúruhamfarir verða

Akkra, Gana, 4. júlí 1995: Mestu rigningar í næstum 60 ár ollu stórfelldum flóðum. Um 200.000 manns misstu aleiguna, 500.000 urðu að yfirgefa heimili sín og 22 fórust.

San Angelo, Texas í Bandaríkjunum, 28. maí 1995: Þessi 90.000 manna borg varð illa úti í hvirfilbyljum og haglhríð. Tjónið var metið á 8 milljarða íslenskra króna.

Kobe, Japan, 17. janúar 1995: Þúsundir manna biðu bana, tugþúsundir særðust og hundruð þúsunda misstu heimili sín í jarðskjálfta sem stóð í aðeins 20 sekúndur.

VIÐ lifum tíma sem kalla mætti hamfara- og hörmungatíma. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að þeim sem fórust, slösuðust eða urðu að flýja vegna náttúruhamfara fjölgaði að meðaltali um 6 af hundraði á ári á 30 ára tímabili frá 1963 til 1992. Sameinuðu þjóðirnar hafa af þessum sökum tileinkað tíunda áratuginn alþjóðlegu átaki gegn hörmungum og hamförum.

Náttúruöflin — svo sem stormar, eldgos og jarðskjálftar — valda auðvitað ekki alltaf hörmungum. Mörg hundruð sinnum á ári láta þau til sín taka án þess að valda mönnum tjóni. En þegar þau valda miklu mann- og eignatjóni er réttilega talað um stórslys, hörmungar eða náttúruhamfarir.

Óhjákvæmlegt virðist að hörmungar og hamfarir færist í aukana. Bókin Natural Disasters — Acts of God or Acts of Man? segir: „Menn eru að breyta umhverfi sínu þannig að hættan samfara náttúruhamförum eykst, og þeir hegða sér þannig að þeir verða sjálfir berskjaldaðri fyrir þessum hamförum.“ Bókin slær fram ímynduðu dæmi: „Vægur jarðskjálfti, sem gengur yfir fátækrahverfi með þungbyggðum moldarhúsum utan í brattri hlíð, getur valdið hörmungum í mynd þjáninga og manntjóns. En stafa hörmungarnar meira af jarðskjálftanum en því að fólk býr í hættulegum húsum á hættulegu svæði?“

Auknar hörmungar og náttúruhamfarir koma þeim sem eru gagnkunnugir Biblíunni ekki á óvart. Fyrir nálega 2000 árum spáði Jesús Kristur að ‚endalok veraldar‘ eða heimskerfisins myndu meðal annars einkennast af ‚hungri og landskjálftum á ýmsum stöðum.‘ (Matteus 24:3, 6-8) Biblían spáði líka að á „síðustu dögum“ yrðu mennirnir eigingjarnir, fégjarnir, kærleikslausir og elskuðu ekki það sem gott væri.a (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Þessir lestir verða oft til þess að menn vinna gegn umhverfi sínu og verða þar af leiðandi varnarlausari fyrir náttúruöflunum. Hamfarir og hörmungar af mannavöldum eru líka ein afleiðing hins kærleikslausa mannfélags sem flest okkar verða að búa í.

Hörmungar og hamfarir munu halda áfram að hrjá manninn jafnhliða mannfjölgun, æ hættulegra atferli hans og vaxandi auðlindamisnotkun. Og hjálparstarf er vandasamt eins og fram kemur í greininni á eftir.

[Neðanmáls]

a Nánari upplýsingar um tákn hinna síðustu daga er að finna í bókinni Þekking sem leiðir til eilífs lífs, bls. 98-107, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.

[Rétthafi á blaðsíðu 3]

Að ofan: Information Services Department, Gana; til hægri: San Angelo Standard-Times

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila