Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w98 1.7. bls. 31
  • „Lífsvegur Guðs“ — Landsmótið 1998 fer í hönd!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Lífsvegur Guðs“ — Landsmótið 1998 fer í hönd!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Svipað efni
  • Komdu á landsmótið — „Trúin á orð Guðs“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
  • Þér er boðið á landsmótið „Kostgæfir boðberar Guðsríkis“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Misstu ekki af því!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Velkomin á landsmótið „Kennarar orðsins“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
w98 1.7. bls. 31

„Lífsvegur Guðs“ — Landsmótið 1998 fer í hönd!

MÓTIÐ „Lífsvegur Guðs“ verður haldið dagana 7.-9. ágúst 1998 í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Dagskráin hefst með tónlist klukkan 9:30 hvern dag — frá föstudegi til sunnudags.

Á morgundagskrá föstudagsins verða sagðar fréttir af framgangi boðunarstarfs Guðsríkis víða um heim. Lögð verður áhersla á stef mótsins í aðalræðunni „Lausnargjald Krists — hjálpræðisleið Guðs.“

Síðdegis verður rætt um hvernig hvetja megi börn og unglinga til að elska og þjóna Jehóva í ræðusyrpunni „Foreldrar — innrætið börnum ykkar veg Guðs.“ Síðdegisdagskránni lýkur með ræðunni „Er líf eftir dauðann?“

Í þrem dagskrárliðum á laugardagsmorgni verður athyglinni beint að því starfi votta Jehóva að gera menn að lærisveinum: „Að hjálpa fólki inn á veginn til lífsins,“ „Vandinn að ná til fólks“ og „Kennum lærisveinum allt sem Kristur bauð.“ Í lok morgundagskrárinnar geta nýir lærisveinar látið skírast.

Fyrsta ræðan síðdegis á laugardag heitir „Þjónað með eilíft líf fyrir augum.“ Hún hvetur okkur til að hugleiða í bænarhug persónulegar ástæður okkar fyrir því að þjóna Guði. Í ræðunum „Metum ‚gjafir í mönnum‘ sem kenna veg Guðs“ og „Persónuleikinn — afklæðumst hinum gamla og íklæðumst hinum nýja,“ verður fjórði kafli Efesusbréfsins skoðaður vers fyrir vers. Síðan verður biblíuleg áminning gefin í ræðunni „Varðveittu þig óflekkaðan af heiminum“ og í þrískiptri ræðusyrpu sem ber heitið „Unglingar — fylgið vegi Guðs.“ Síðdegisdagskránni lýkur með ræðunni „Skaparinn — persónuleiki hans og vegir.“

Á sunnudagsmorgni verður flutt þrískipt ræðusyrpa um lokakafla Esekíelsbókar og spádómlega heimfærslu þeirra. Morgundagskránni lýkur með sviðsettu leikriti sem byggt er á frásögunni um trúfesti hebresku félaganna þriggja. Hápunktur mótsins síðdegis er opinberi fyrirlesturinn „Eina leiðin til eilífs lífs.“

Það verður örugglega andlega auðgandi fyrir þig að vera viðstaddur alla þrjá dagana. Þú ert hjartanlega velkominn að vera viðstaddur allan tímann og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. Mótið er haldið í

Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi

dagana 7.-9. ágúst 1998.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila