Hvers vegna smárit eru svona verðmæt í þjónustu okkar núna
1 Í Varðturninum (á ensku) frá 1. janúar 1991 var frásaga sem bar heitið „Hann fann smárit á teinunum.“ Þar sagði frá verkstjóra í viðhaldsdeild járnbrautarfélags sem fann eitt af smáritum okkar sem troðist hafði undir tein. Hann las það strax og sagði síðan við tengdason sinn: „Í dag hef ég fundið sannleikann!“ Báðir mennirnir pöntuðu fleiri rit og námu þau. Núna eru fleiri en hundrað afkomendur þeirra virkir í sannleikanum. Þetta sýnir hvað getur leitt af því að lesa aðeins eitt smárit.
2 Tækifæri notuð: Bræðurnir eru alls staðar að nota tækifæri sem gefast til að dreifa smáritum. Ungur vottur tók eftir því að kennslukonan hans var sorgmædd vegna dauða tengdamóður sinnar. Unga systirin skrifaði henni hughreystandi bréf og lét smáritið Hvaða von er um látna ástvini? fylgja með. Kennslukonan skrifaði þakkarkort og talaði síðan við þessa ungu systur okkar. Núna þiggur þessi kennari blöðin reglulega hjá henni.
3 Nokkrir boðberar voru að prédika í götu sem liggur að kirkjugarði og sáu fólk sem var að hvítkalka grafir. Þeir notuðu tækifærið til að bjóða því smárit. Næsti dagur var hátíðisdagur þegar margir heimsækja kirkjugarðinn og því ákváðu boðberarnir að standa við garðshliðið og bjóða smárit. Meira en fimm hundruð smáritum var dreift og aðeins þrír höfnuðu þeim. Næsta ár fóru boðberarnir aftur og dreifðu meira en þúsund smáritum og aðeins sex höfnuðu þeim. Fjöldi fólks lét í ljós innilegt þakklæti. Maður nokkur las smáritið á leiðinni í burtu og eftir skamma stund sneri hann við til að tala við systurina sem hafði afhent honum það. Hann sagði: „Mig langar til að ákveðinn aðili lesi þennan boðskap. Má ég fá annað?“
4 Smáritin eru af þægilegri stærð og auðvelt að taka með sér hvert sem farið er. Þegar við eigum óformlegar samræður, hvort sem er við ókunnuga eða kunninga, ættum við að leitast við að gefa stuttar athugasemdir sem gætu leitt til umræðna um þau smárit sem við núna höfum. Það mætti gera þegar við tölum við nágranna, í búðum eða á biðstofum, í heimsókn hjá ættingjum eða við margar aðrar kringumstæður.
5 Hvers vegna áhrifarík: Smáritin eru litrík og aðlaðandi. Þau eru stuttorð. Húsráðendur og aðrir sem við hittum óformlega finnst þau ekki yfirþyrmandi og krefjast mikils lesturs. Boðskapurinn grípur samt athygli manna og er fræðandi. Lesandinn fær heilsteypta mynd af viðhorfi Biblíunnar til þess málefnis sem fjallað er um. Ungur maður sagði eftir af hafa fengið smáritið Líf í friðsömum nýjum heimi og farið hafði verið yfir það með honum: „Aldrei hef ég fengið svo uppörvandi upplýsingar varðandi heimsástandið.“
6 Við viljum nota þessi smárit við sérhvert viðeigandi tækifæri. Þau hafa reynst mörgum boðberum gagnleg við að koma af stað samræðum í starfinu hús úr húsi. Fjölmörgum þeirra biblíunáma, sem nú eru í gangi, var komið af stað með smáriti. Á bls. 4 í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar eru nokkrar tillögur um hvernig nota megi smáritin vel. Já, smáritin eru smá en verðmæt verkfæri í þjónustu okkar.