Reynum að fá fólk til að leggja við eyrun
1 Margir þeirra, sem við hittum í starfinu hús úr húsi, eru ekki að hugsa um andleg málefni. Aðrir fjölskyldumeðlimir, fjárhagsörðugleikar eða persónuleg vandamál eiga kannski allan hug þeirra. Til að koma af stað samræðum er oft best að tala um efni sem margir í byggðarlaginu hafa áhuga á. Nota má spurningar til að örva áhugann vegna þess að þær draga húsráðandann inn í samræðurnar. Viðhorfsspurningar, sem gera fólk ekki vandræðalegt, eru áhrifaríkastar.
2 Þú gætir fengið fólk til að leggja eyrun við boðskapnum með því að fara að eitthvað á þessa leið:
◼ „Góðan daginn. Ég heiti _____. Ég bý hér í nágrenninu. Margir, sem ég hef talað við í dag, hafa áhyggjur af [nefndu nýlegar innlendar fréttir eða eitthvert áhyggjuefni fólks á þessu svæði]. Heldur þú að það hafi verið ætlun Guðs að heimurinn yrði svona?“ Gefðu kost á svari. Síðan mætti sýna smáritið Líf í friðsömum nýjum heimi. Ræddu stuttlega um myndina á blaðsíðu 1 og efnið í grein 1-3 eftir því sem tíminn leyfir. Ef áhugi er sýndur mætti kynna Lifað að eilífu bókina. Þú gætir beint athyglinni að Sálmi 37:9, 10, sem vitnað er í á blaðsíðu 157, og lesið hann frá bókinni. Notaðu myndina á blaðsíðu 156-7 til að lýsa þeim réttlátu kringumstæðum sem munu ríkja um heim allan þegar illskan er horfin.
3 Vertu alltaf viðbúinn að bjóða Varðturninn og Vaknið! Alls staðar er að finna fólk sem er órólegt vegna vaxandi lögleysis og ódæðisverka. Þegar þú last nýjasta tölublaðið af Vaknið! fannst þú sjálfsagt eitthvað sem myndi geta vakið áhuga fólks á starfssvæði þínu. Án þess að vera langorður um það sem miður fer í heiminum gætir þú vakið athygli húsráðandans á forsíðugreininni „Heimsendir — hve nálægur?“ og rætt jákvætt um áhuga manna á þeim heimsendi sem Biblían spáir og hvers vegna ástæða sé til að bíða hans með óþreyju og eftirvæntingu. Greinin á blaðsíðu 28 um nærveru Krists getur einnig verið góður umræðugrundvöllur. Bjóða má bæði nýjustu og eldri tölublöð Varðturnsins og Vaknið! hvenær sem er auk þess að taka frá sérstaka daga til blaðastarfsins.
4 Höfum hugfast að markmið okkar er að vekja áhuga á boðskapnum um Guðsríki. Til þess að fá húsráðandann til að leggja eyrun við boðskapnum þurfum við fyrst að örva hugsun hans. Það mun fá sauðumlíka menn til að vilja „hlýða á það sem Guð [Jehóva] talar“ um það sem hann hefur í hyggju með mannkynið. — Sálm. 85:9.