Bæklingar – verðmæt verkfæri til að nota í boðunarstarfinu
1 Fær iðnaðarmaður hefur yfirleitt með sér margvísleg verkfæri, hvert og eitt til sinna nota. Sem boðendur Guðsríkis höfum við margvíslega bæklinga til að hjálpa okkur að vera fær um að mæta andlegum þörfum þess fólks sem við prédikum fyrir. (Orðskv. 22:29) Á einum stað hittum við kannski einhvern sem er niðurdreginn. Annars staðar vill húsráðandinn gjarnan sjá heiðarlega ríkisstjórn. Enn annar kann að vilja heyra skoðun okkar á andamiðlum og dulrænum fyrirbærum. Hvernig getum við notað bæklingana okkar til að hjálpa þessu fólki?
2 Þegar þú býður bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Sumir hafa tilhneigingu til að kenna Guði um þjáningarnar og óréttlætið í heiminum. Þeirra röksemd er sú að þar sem Guð er almáttugur myndi hann binda enda á þjáningar okkar ef hann bæri í raun umhyggju fyrir okkur. Hvað finnst þér um það? [Gefðu kost á svari.] Sálmur 72:12-14 sýnir að Guð ber svo sannarlega umhyggju fyrir okkur. Þjáningar og óréttlæti er ekki honum að kenna. Hann hefur lofað því að illgerðamenn verði brátt fjarlægðir. Þessi bæklingur, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, sýnir hvað hann muni gera og hvernig við getum haft gagn af því.“ Þú kannt að geta haldið áfram með því að ræða um efnið á blaðsíðu 27, grein 22.
3 Þegar þú notar bæklinginn „Andar hinna dánu“ gætir þú sagt eitthvað á þessa leið:
◼ „Á síðustu árum hefur gætt vaxandi áhuga á dulrænum fyrirbærum, jafnvel svonefndri djöfladýrkun. Sumir álíta að slíkt sé skaðlaust. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Biblían segir frá illum öndum og hvernig þeir hafa leikið ýmsa menn grátt. Nú á tímum eru einnig til fjölmörg dæmi þess. En hvernig urðu slíkar andaverur til og hvers vegna leyfir kærleiksríkur Guð tilvist þeirra?“
4 Kynna má bæklinginn, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ með því að sýna kápuna og spyrja:
◼ „Hvað heldur þú að þurfi til að láta alla jörðina líta þannig út? [Gefðu kost á svari.] Allir á þessari mynd hafa heimili og ánægjulegt starf. Þarna er friður og nóg að borða og jörðin er ómenguð. Þótt stjórnir manna leggi hart að sér reynist þeim ógerlegt að koma á slíkum heimi. Biblían fullvissar okkur hins vegar að Guð muni ‚gera alla hluti nýja.‘ [Flettu upp á blaðsíðu 30 og lestu Opinberunarbókina 21:3, 4.] Þessi bæklingur getur hjálpað þér að fræðast um hvað þú þurfir að gera til að lifa í þeim nýja heimi.“ Ef nægilegur áhugi kemur fram skaltu fletta upp á blaðsíðu 3 og sýna hvernig við stjórnum biblíunámi.
5 Þú gætir notað þessa aðferð með bæklinginn „Stjórnin sem koma mun á paradís“:
◼ „Margir halda að þeir verði að fara til himna til að öðlast eilíft líf en hvað finnst þér um að lifa á jörðinni að eilífu? [Gefðu kost á svari.] Biblían fullvissar okkur um að eilíft líf sé mögulegt á jörðinni sem breytt verður í paradís. Þessi bæklingur tekur saman í stuttu máli það sem Biblían segir um Guðsríki og hvernig það mun umbreyta jörðinni í náinni framtíð.“ Bjóddu bæklinginn og leggðu grunn að endurheimsókn.
6 Bæklingarnir fjalla um tímabært efni, svara spurningum fólks og veita huggun. Kunnáttusamleg notkun þessara verkfæra getur hjálpað einlægu fólki að ‚komast til þekkingar á sannleikanum. — 1. Tím. 2:4.