Glæðum áhugann í endurheimsóknum
1 Boðunarstarfinu hefur réttilega verið líkt við akuryrkju, og það að fara í endurheimsóknir hefur verið líkt við ræktun og vökvun. (Matt. 13:23; Lúk. 10:2; 2. Kor. 9:10) Sem „samverkamenn Guðs“ ber okkur skylda til að hjálpa hverju sæði, sem farið er að spíra, að vaxa upp til þroska og bera ávöxt. (1. Kor. 3:6, 9) Hvernig getum við sem best komið því til leiðar?
2 Láttu ekki dragast að fara í endurheimsókn til allra sem sýndu áhuga. Þú skalt fara yfir millihúsaminnisblöðin þín og ákveða hverja þú ættir að heimsækja og hvert umræðuefnið skuli vera. Yfirleitt ræðst umræðuefnið af því sem fjallað var um í fyrstu heimsókn. Vertu sveigjanlegur og hafðu í huga önnur biblíuleg efni sem hefja mætti máls á. Það er alltaf gott að nota Biblíuna, gera sér ljóst hve kröftug hún er í að ná til hjartans. — Hebr. 4:12.
3 Hafir þú skilið eftir bæklinginn „Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?“ gætir þú byrjað samtalið á þessa leið:
◼ „Margt einlægt fólk trúir því að Guð ætli að eyða jörðinni en aðrir óttast hins vegar að maðurinn muni gera það sjálfur. Hvað heldur þú? [Gefðu kost á svari.] Biblían segir okkur að í stað þess að eyða jörðina muni Guð hreinsa hana af öllu óréttlæti, gera hana að friðsælum og öruggum stað.“ Beindu athyglinni að blaðsíðu 22 og lestu Orðskviðina 2:21, 22 sem þar er vitnað í. Ef húsráðandinn sýnir áhuga skaltu útskýra hvernig heimabiblíunám fer fram eða bjóða nýjustu blöðin og binda það fastmælum að koma aftur og ræða meira um nýja heiminn sem Guð hefur lofað.
4 Hafir þú útbreitt bæklinginn, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ gætir þú sagt:
◼ „Í fyrri heimsókn minni lásum við úr Biblíunni um fyrirheit Guðs um að gera jörðina að paradís eins og þeirri sem dregin er upp mynd af á kápu bæklingsins sem ég skildi eftir hjá þér. Við getum notið þessarar blessunar með því að læra meira um vilja Guðs og hvernig hann hefur áhrif á okkur.“ Lestu Jóhannes 17:3 og snúðu þér síðan að grein 52 og 53 á blaðsíðu 27. Nefndu hvers vegna nauðsynlegt er að afla sér nákvæmrar þekkingar á orði Guðs.
5 Þegar þú ræðir aftur við þann sem fékk bæklinginn „Andar hinna dánu“ kann þér að finnast viðeigandi að segja:
◼ „Líklega hefur þú farið ótal sinnum með Faðirvorið. Þar segir ‚frelsa oss frá illu‘ eða, samkvæmt neðanmálsathugasemd, ‚frelsa oss frá hinum vonda.‘ Hver er ‚hinn vondi‘? [Gefðu kost á svari.] Um hann segir í Opinberunarbókinni 12:9. [Lestu.] Hann er mikill blekkingameistari og þess vegna þurfum við hjálp Guðs til að láta hann ekki afvegaleiða okkur. Þessi bæklingur [taktu hann fram], sem þú fékkst hjá mér síðast, útskýrir helstu blekkingaaðferðir Satans.“ Notaðu síðan efni á blaðsíðu 13 til 18 til að halda samtalinu áfram.
6 Hafðu hugfast að fara má í endurheimsókn til sérhvers sem fús var að hlusta, hvort sem hann þáði rit eða ekki. Reyndu að taka frá einhvern tíma í hverri viku til að fara í endurheimsóknir. Jehóva mun blessa kappsama viðleitni þína til að glæða þann áhuga sem þú finnur hjá viðmælendum þínum. Megi hún bera ávöxt Guði til lofs. — Jóh. 15:8.