Leitum að námsfúsu fólki
1 „Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann.“ (Jóh. 6:44) Jehóva, sem rannsakar hjartað, umbunar þeim sem eru námsfúsir og framfylgja því sem þeir læra. (Jer. 17:10; Jóh. 6:45) Við höfum þau sérréttindi að vera samverkamenn hans í því að leita að auðmjúku fólki sem þráir nýjan heim. — Sálm. 37:11; 1. Kor. 3:9.
2 Jesús sagði um lærisveina sína að þeir myndu „menn veiða.“ (Matt. 4:19) Þó að slíkar veiðar geti stundum kostað mikið erfiði og úthald er ánægjan alveg einstök þegar góður árangur næst. Í stað þess að vinna að eigin hag má með sanni segja að við séum að bjarga „fisknum“ frá bráðum bana. Happasæll sjómaður þarf að kunna leiðir til að lokka fiskinn. Sömuleiðis verðum við að kynna boðskapinn um Guðsríki á aðlaðandi hátt sem vekur áhuga hjá áheyrendum okkar. Þetta á einkum við þegar við förum í endurheimsóknir. Hvað getum við sagt?
3 Ef í ljós kom áhugi á greininni í „Vaknið!“ um árið 1914 gætir þú sagt:
◼ „Síðast töluðum við aðeins um það hve árið 1914 varð upphaf að miklum breytingum í heiminum. Biblían spáði því sem hefur einkennt heiminn síðan þá. En hver ætli raunveruleg þýðing þess sé fyrir okkur sem núna lifum?“ Flettu upp á blaðsíðu 10 og lestu síðustu greinina. Bentu á hvað það hafi í för með sér að Kristur taki fulla stjórn „yfir konungdómi mannanna.“
4 Þar sem þú notaðir apríltölublað „Varðturnsins“ í fyrri heimsókn gætir þú sagt:
◼ „Síðast ræddum við um þá spurningu hvort kristni heimurinn væri í sömu sporum nú á dögum og Gyðingaþjóðin á dögum Krists. Ætli kristnu þjóðirnar standist betur kröfur Guðs um trúfesti við hann en Gyðingar gerðu á fyrstu öld skömmu áður en Rómverjar eyddu þjóðskipulagi þeirra?“ Gefðu kost á svari og bentu síðan á hvað Opinberunarbókin segir um Babýlon hina miklu og nauðsyn þess að ‚ganga út úr henni.‘ Notaðu síðustu efnisgreinina á blaðsíðu 7 til að hvetja húsráðandann til að rannsaka Biblíuna nánar.
5 Ef húsráðandinn virtist hafa áhyggjur af heimsástandinu gætir þú reynt þetta:
◼ „Þér virðist ekki standa á sama um hið slæma ástand sem er svo víða í heiminum. En það er mjög hughreystandi að lesa í Biblíunni um hin dásamlegu fyrirheit sem Guð mun innan tíðar láta verða að veruleika.“ Lestu Orðskviðina 2:21, 22 og útskýrðu hvernig Jehóva hefur heitið heimi þar sem ríkja mun varanlegur friður.
6 Þegar þú ferð í endurheimsóknir eftir að herferðin með Fréttir um Guðsríki er hafin gættu þess þá að skilja eintak af Fréttum um Guðsríki eftir hjá þeim húsráðendum sem ekki hafa fengið eintak. Í Ríkisþjónustu okkar fyrir maí verður rætt um hvað þú gætir sagt þegar þú ferð í endurheimssókn til þeirra sem þáðu Fréttir um Guðsríki.
7 Orð Guðs er sannarlega „kröftugt“ og það gefur okkur góða ástæðu til að reyna að nota það sem mest í kynningarorðum okkar. (Hebr. 4:12) Gerðu þér far um að hvetja húsráðandann til að lesa sjálfur Biblíuna. (Samanber Postulasöguna 17:11.) Ef við sinnum okkar hlutverki af dugnaði og ósérhlífni blessar Jehóva viðleitni okkar.