Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.95 bls. 7
  • Sérðu þörf?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sérðu þörf?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • „Hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • „Hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Nærtæk hjálp
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Þroskumst í kærleikanum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 4.95 bls. 7

Sérðu þörf?

1 Jehóva er lýst sem hjálp og hæli. Við vitum að í nauðum getum við farið til hans og hann mun hjálpa okkur. (Sálm. 18:3; 46:2) Við getum líkt eftir þessari hluttekningarsemi með því að bjóðast til að aðstoða aðra þegar við sjáum þess þörf.

2 Hvað fær mann til að leggja lykkju á leið sína til að hjálpa öðrum? Flestir viðurkenna að slík breytni sýni kærleika og mannúð. Orð Guðs hvetur sannarlega til þess. (Rómv. 15:1) Páll hvatti okkur til að ‚líta ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra.‘ — Fil. 2:4.

3 Við getum öll haft ánægju af þessu. (Post. 20:35) Páll valdi hinn unga Tímóteus sem dæmi um mann sem ‚léti sér einlæglega annt um hagi‘ bræðra sinna. (Fil. 2:20) Það er gott að við skulum nú á dögum hafa margt ungt fólk í söfnuðunum með sams konar lunderni. En hvort sem við erum ung eða gömul er ýmislegt sem við getum gert ef við sjáum að þörf sé fyrir hendi.

4 Hefur þér nokkurn tíma fundist að þörfum sumra mætti sinna betur? Ef til vill var bróðir eða systir á spítala og fáir komu í heimsókn, eða einhver var bundinn við rúmið en enginn kom til hans til að fara í snúninga fyrir hann eða aðstoða við heimilisverkin. Jesús lítur á þá sem þjóna Jehóva sem fjölskyldumeðlimi sem bera einlæga umhyggju hver fyrir öðrum. (Mark. 3:33-35) Í dæmisögunni um sauðina og hafrana sýndi hann að þeir sem njóta velþóknunar við hægri hönd konungsins gera það vegna hjálpsemi sinnar við bræður konungsins. — Matt. 25:40.

5 Hvernig get ég hjálpað? Hvað er hægt að gera til að veita hjálp þegar augljós þörf er á? Gætum við tekið frumkvæðið að því að hjálpa á einhvern hátt? Ef til vill er innan safnaðarins aldrað fólk sem þarfnast uppörvunar en á engan nákominn til að hjálpa sér. Þá kann sumt ungt fólk að þarfnast hjálparhandar. Barnmörg fjölskylda, sem nýlega hefur fengið áhuga, birtist ef til vill í ríkissalnum þegar boðberinn, sem nemur með henni, er ekki viðstaddur. Þau kunna kannski vel að meta að einhver bjóðist til að hjálpa þeim með börnin.

6 Þegar kærleiki okkar til sannleikans og skipulags Jehóva vex lærum við einnig betur að meta aðra í söfnuðinum og sýna þeim umhyggju. Páll hvatti okkur til að láta verða rúmgott hjá okkur hvað þetta varðar. (2. Kor. 6:11-13) Jesús lagði áherslu á að það sé fyrst og fremst með því að bera kærleika hvert til annars sem við sýnum að við séum sannir fylgjendur hans. — Jóh. 13:35.

7 Þegar við þess vegna sjáum þörf ætti ósvikinn kærleikur til bræðra okkar og safnaðarins að knýja okkur til að taka frumkvæðið og hjálpa á hvern þann hátt sem við getum. (Gal. 6:9, 10) Þessi umhyggja fyrir öðrum dregur okkur saman og bindur okkur nánum kærleiks- og einingarböndum. (1. Kor. 10:24) Á þennan hátt leggjum við okkar af mörkum til að uppfylla þörf innan safnaðarins.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila