Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.95 bls. 1
  • „Vakið“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Vakið“
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Af hverju verðum við að halda vöku okkar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • „Hugsið skýrt, verið á verði“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Haltu vöku þinni — stund dómsins er komin!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Líkjum eftir Jesú og vökum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 7.95 bls. 1

„Vakið“

1 Þegar Jesús mælti orðin, sem skráð eru í Matteusi 26:38-41, var að renna upp úrslitastund í lífi hans sem manns. Það yrði mikilvægasta stundin í allri mannkynssögunni. Hjálpræði mannkynsins var í húfi. Lærisveinar Jesú þurftu að halda áfram að ‚vaka.‘

2 Núna er koma Jesú í hinu tvíþætta hlutverki frelsara og böðuls alveg á næsta leiti. Sem árvökulir kristnir menn, er gera sér ljóst hve áríðandi tímarnir eru, krossleggjum við ekki bara hendur og bíðum frelsunar. Við vitum að við verðum sífellt að vera viðbúnir. Okkur er nauðsynlegt að halda áfram að ‚leggja á okkur erfiði‘ í þjónustu okkar við Jehóva. (1. Tím. 4:10) Hvað um okkur hvert og eitt sem einstaklinga? Höldum við vöku okkar?

3 Sjálfsrannsókn: Jesús gaf líka aðvörun: „Hafið gát á sjálfum yður.“ (Lúk. 21:34, 35) Við verðum að gefa náinn gaum að sjálfum okkur og gæta þess að við séum „óaðfinnanlegir, hreinir . . . meðal rangsnúinnar og gjörspilltrar kynslóðar.“ (Fil. 2:15) Lifum við lífi okkar hvern dag sem kristnir menn með því að líkja eftir Jesú og breyta í samræmi við frumreglurnar sem finna má í orði Guðs? Við verðum að forðast þá ókristilegu hegðun sem heimurinn, sem „er á valdi hins vonda,“ einkennist af. (1. Jóh. 5:19; Rómv. 13:11-14) Þegar við rannsökum okkur sjálf í ljósi Ritningarinnar erum við þá með sanni vakandi eins og Jesús bauð?

4 Öldungar verða að vera vakandi fyrir því að sinna skyldustörfum sínum í söfnuðinum af kostgæfni, vitandi að þeir munu þurfa að standa skil á hjarðgæslu sinni. (Hebr. 13:17) Á herðum hvers heimilisföður hvílir sú sérstaka ábyrgð að beina heimilisfólki sínu eftir vegum Jehóva. (1. Mós. 18:19; Jós. 24:15; samanber 1. Tímóteusarbréf 3:4, 5.) Það er líka svo sannarlega mikilvægt að við öll förum eftir því boði Ritningarinnar að elska hver annan. Það er aðalsmerki sannrar kristinnar trúar. — Jóh. 13:35.

5 Verum vakandi fyrir því að vara aðra við: Að vera vakandi felur meira í sér en að gefa gaum að okkur sjálfum. Okkur hefur verið falið að gera aðra að lærisveinum. (Matt. 28:19, 20) Náungakærleikur ætti að fá okkur til að vara aðra við til þess að þeir fái lifað af eyðinguna sem þessi heimur stendur andspænis. Þessi ábyrgð hvílir á öllum kristnum mönnum. Þetta starf, sem bjargað getur mannslífum, er óaðskiljanlegur þáttur tilbeiðslu okkar. (Rómv. 10:9, 10; 1. Kor. 9:16) Oft mætum við sinnuleysi eða beinni andstöðu við þetta starf. Á okkur hvílir sú skyldukvöð að halda ótrauð áfram, jafnvel þótt meirihluti manna hafi viðvörun okkar að engu. (Esek. 33:8, 9) Ósvikinn kærleikur til Guðs og náungans hjálpar okkur að láta ekki deigan síga.

6 Núna er enginn tími til að eiga náðuga daga. Við skulum ekki leyfa áhyggjum hversdagslífsins að trufla okkur né verða svo niðursokkin í það sem þessi heimur býður til skemmtunar að það verði okkur snara. (Lúk. 21:34, 35) Hafi nokkurn tíma verið þörf á að finnast mikið liggja við þá er það núna. Óðum nálgast sú stund þegar Jesús Kristur fullnægir dóminum á þessu illa kerfi. Einungis þeir sem eru vakandi, árvakrir og á verði munu lifa af. Ef við hlýðum fyrirmælum Jesú og megnum að ‚umflýja allt þetta‘ verðum við svo sannarlega þakklát! — Lúk. 21:36.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila