Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.95 bls. 5
  • Haltu áfram að hugsa um það sem er hið efra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu áfram að hugsa um það sem er hið efra
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • „Hugsið um það sem er hið efra“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Prédikum Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Hvar get ég fundið von?
    Biblíuspurningar og svör
  • Boðskapurinn sem við eigum að boða
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 11.95 bls. 5

Haltu áfram að hugsa um það sem er hið efra

1 Í grein í blaðinu The New York Times frá 31. desember 1994 var rætt um kynslóðina sem núna er uppi og hvaða augum hún lítur framtíðina. Þar sagði: “Hún óttast framtíðina. Hún óttast hana með tilliti til atvinnutækifæra, með tilliti til sjúkdóma, með tilliti til efnahagsstöðu, með tilliti til stöðu mála í heiminum.“ Hvert sem litið er má sjá að hjá fólki býr óvissa um hvernig lífið verður. Í boðunarstarfi okkar sem vottar Jehóva komumst við daglega í snertingu við fólk sem líður þannig. Þó að við stöndum frammi fyrir sömu vandamálum og annað fólk gerir trú okkar og traust á örugg fyrirheitin í orði Guðs okkur kleift að hafa gerólíkt viðhorf til lífsins og framtíðar mannkynsins. — Jes. 65:13, 14, 17.

2 Margt hreinhjartað fólk leggur eyrun við boðskapnum sem við færum því vegna þess að við erum bjartsýn og teljum okkur eiga örugga von. Mörgum sem álíta sig niðurdregna og undirokaða finnst hughreystandi að tala við okkur. Sumir samþykkja að nema Biblíuna með okkar aðstoð vegna þess að þeim líkar við það sem þeir heyra hjá okkur. Stundum vill fólk hins vegar létta af sér persónulegum vandamálum sínum við okkur. Þótt verja megi nokkrum tíma til að hlusta á persónuleg áhygguefni einhvers ættum við ekki að missa sjónar á markmiði okkar sem er að kenna fólki hin jákvæðu sannindi orðs Guðs.

3 Við viljum vissulega sýna þeim samúð sem eru niðurbeygðir. Jesús gaf fordæmið þegar hann sagði það sem skráð er í Matteusi 11:28: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar.“ Við viljum vera fólki til uppörvunar á sama hátt. Tökum samt eftir að Jesús sagði í lok 28. versins: „Ég mun veita yður hvíld.“ Við ættum að keppa að því. Við gerum það með því að deila með fólki hinum hressandi fyrirheitum sem er að finna í orði Guðs. Ef við hlustum af athygli og áhuga á fólk sýnir það að við höfum persónulegan áhuga á því og að við látum okkur varða hag þess. Það er alveg nauðsynlegt til þess að við getum sinnt til fulls því verkefni sem okkur hefur verið falið, að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki og hjálpa öðrum að gera sér ljóst að Guðsríki er eina örugga lausnin á öllum vandamálum mannkynsins. — Matt. 24:14.

4 Starf okkar er ekki starf sérfræðinga í heilbrigðismálum. Eins og Páll postuli útskýrði og tók fram í 1. Tímóteusarbréfi 4:6 er það öllu heldur fræðslu- og boðunarstarf sem snýst um ‚góðu kenninguna,‘ kenningarnar sem er að finna í orði Guðs. Þá sem eiga við persónuleg eða tilfinningaleg vandamál að stríða þarf ef til vill að hvetja til að reiða sig á Jehóva. Kennum þeim að halda sífellt áfram að ‚hugsa um það sem er hið efra‘ — hluti sem tengjast voninni um Guðsríki. (Kól. 3:2) Þegar fólk gefur án afláts gaum að orði Guðs getur það orðið því til uppbyggingar vegna hinna öflugu áhrifa sem Biblían hefur á líf þess. — Hebr. 4:12.

5 Markmið okkar er þess vegna að hjálpa mönnum að beina hugsunum sínum fyrst og fremst að því sem er ‚rétt, hreint, elskuvert og gott afspurnar.‘ (Fil. 4:8) Ef athygli þeirra hvílir óskipt á voninni um Guðsríki öðlast þeir blessun á sama hátt og við gerum. Þeir munu líka fá að reyna þá gleði sem hlýst af því að vita að Jehóva muni áður en yfir lýkur leysa öll vandamál þeirra fyrir tilstuðlan ríkis síns. — Sálm. 145:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila