Framlög til alþjóðastarfsins — Matteus 24:14
1 Liðin eru tvö og hálft ár síðan við tókum upp hina einfölduðu tilhögun við dreifingu ritanna okkar á Íslandi. Hún hefur sparað tíma við afgreiðslu þeirra, en gefa mætti frjálsum framlögum til að standa straum af kostnaði Félagsins meiri gaum.
2 Útgjöld Félagsins fara vaxandi. Ritin eru gefin út á sífellt fleiri tungumálum og tæknivæðing þýðingadeildanna og prentsmiðjanna kallar á fjármuni. Sama gildir um framleiðslu nýtískulegra tækja sem við fáum okkur til hjálpar við persónulegt nám og í þjónustu okkar, eins og myndbönd, segulsnældur og geisladiska. Byggja hefur þurft nýjar prentsmiðjur og deildarskrifstofur og stækka aðrar. Það eru fyrst og fremst framlög vígðra þjóna Jehóva sjálfra sem standa undir þeim mikla kostnaði sem þessu fylgir. Sama fólkið fjármagnar líka byggingu ríkissala og mótshalla.
3 Til að jafna byrðarnar er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum. Einhverjir hugsa ef til vill sem svo að þeirra framlag sé svo lítið að það taki því ekki að leggja það fram. Þá er gott að hugleiða Markús 12:41-44. Hver og einn getur lagt fram það sem „hann á til.“ (2. Kor. 8:12) Börn og unglingar ættu líka að hugsa um það.
4 Varðturninn frá 1. maí 1995 minnti okkur á mikilvægi þess að gera okkur að venju að vera örlát. Með góðri skipulagningu getum við fylgt ráðunum í 1. Korintubréfi 16:2, þar sem Páll segir: „Hvern fyrsta dag vikunnar skal hver yðar leggja í sjóð heima hjá sér það, sem efni leyfa, til þess að ekki verði fyrst farið að efna til samskota, þegar ég kem.“ Góð venja kemur í veg fyrir að við gleymum hvað eftir annað að leggja okkar af mörkum.
4 Ýmsir eiga við efnahagsörðugleika að stríða og atvinnuleysi hefur aukist. Höfum samt hugfast að margt smátt gerir eitt stórt. Þótt útgjöld vegna ríkissalarins geti verið talsverð ætti ekki að láta þau koma í veg fyrir framlög til alþjóðastarfsins. Sérhvert framlag er mikils metið. Er við höldum öll áfram að hjálpast að getum við verið viss um áframhaldandi andlega blessun.