Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.96 bls. 1
  • Líkjum eftir trú þeirra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Líkjum eftir trú þeirra
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Trúum á loforð Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Biðjum Guð að styrkja trú okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Trú – kraftur sem styrkir okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Iðkið trú byggða á sannleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 6.96 bls. 1

Líkjum eftir trú þeirra

1 Páll postuli skilgreindi trú sem ‚fullvissu um það sem menn vona, sannfæringu um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.‘ Hann bætti við að ‚án trúar sé ógerlegt að þóknast Guði.‘ (Hebr. 11:1, 6) Páll hvatti okkur til að vera staðföst í trúnni og stunda hana. — 2. Kor. 4:13; Kól. 2:7; 2. Tím. 2:22.

2 Í Biblíunni eru skráð mörg framúrskarandi dæmi um trú. Í 11. kafla Hebreabréfsins telur Páll upp marga votta sem sýndu óbifanlega trú. Meðal þeirra er Abel sem fyrstur dó píslarvættisdauða vegna trúar sinnar. Nói er líka nefndur vegna þess að með trú sinni sýndi hann þann guðsótta sem nauðsynlegur var til bjargar heimilisfólki hans. Abraham er hrósað fyrir trú sína og hlýðni. Móse fær lof af því að fyrir trú hélt hann öruggur áfram eins og hann sæi hinn ósýnilega. Svo margir höfðu sýnt gott fordæmi að Páll sagði að sig myndi skorta tíma ef hann færi að segja frá þeim öllum. Við erum sannarlega þakklát fyrir að geta styrkt trú okkar með því að virða fyrir okkur ‚heilaga breytni þeirra og guðrækni.‘ — 2. Pét. 3:11.

3 Á fyrstu öldinni bar Jesús fram þessa spurningu: “Mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?“ (Lúk. 18:8) Já, er að finna á meðal okkar nú á dögum lifandi dæmi um trú? Sjáum við karla og konur, jafnt ung sem gömul, sýna óbifanlega trú á Jehóva eins og reyndin var með fólk Guðs á tímum Biblíunnar?

4 Nútímadæmi um trú: Allt í kringum okkur má finna framúrskarandi dæmi um trú. Trú umsjónarmanna, sem taka forystuna á meðal okkar, er verð eftirbreytni. (Hebr. 13:7) En þeir eru ekki einir um að vera til fyrirmyndar í trú. Í hverjum söfnuði er að finna trúfast fólk sem hefur í áraraðir þjónað Jehóva af trúfesti, oft við mjög erfiðar kringumstæður.

5 Við hljótum að dást að trúföstum systrum okkar sem árum saman hafa þolað andstöðu eiginmanna sem eru andsnúnir trú þeirra. Einstæðir foreldrar hafa þurft að taka þeirri áskorun að ala upp börn án astoðar maka. Meðal okkar er að finna aldraðar ekkjur sem taka alltaf fullan þátt í starfi safnaðarins þó að þær hafi enga fjölskyldu til að styðja sig. (Samanber Lúkas 2:37.) Við undrumst trú þeirra sem þurfa að þola þrálát veikindi. Margir halda áfram að þjóna af trúfesti þó að þeir hafi takmarkanir sem koma í veg fyrir að þeir fái aukin þjónustusérréttindi. Ungir vottar Jehóva hafa með hugrekki stundað trú sína þrátt fyrir andstöðu í skólanum. Guðrækni okkar styrkist þegar við sjáum trúfasta brautryðjendur sem þrauka ár eftir ár andspænis óteljandi vandamálum. Ef við reyndum að segja frá öllum trúarverkum þessara bræðra og systra og því sem hent hefur þau í þjónustu Guðsríkis myndi okkur, eins og Pál, skorta tíma.

6 Þessi dæmi um trúfasta menn eru okkur til huggunar og hvatningar. (1. Þess. 3:7, 8) Það er rétt af okkur að líkja eftir trú þeirra vegna þess að „þeir sem sannleik iðka, eru yndi [Jehóva].“ — Orðskv. 12:22.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila