Framlög til alþjóðastarfs Félagsins standa undir uppbyggingu
Hrein tilbeiðsla á Jehóva heldur áfram að breiðast út um alla jörðina eins og sagt var fyrir í Jesaja 54:2, 3. Það á við um mörg lönd á meginlandi Afríku og á nálægum eyjum. Á síðastliðnum tíu árum hefur hömlum á starfi Guðsríkis verið aflétt á stöðum eins og Angóla, Kamerún, Miðbaugs-Gíneu, Eþíópíu, Madagaskar, Malaví, Mósambík og Tógó. Í þessum og öðrum löndum, þar sem akurinn hefur verið hvítur til uppskeru, hafa Gileað-trúboðar, bræður sem eru útskrifaðir frá Þjónustuþjálfunarskólanum, meðlimir Betelfjölskyldna og aðrir hafið störf. — Matt. 9:37, 38.
Það er augljóst að aukning sannra tilbiðjenda í skipulagi Guðs kallar á byggingu hundruða nýrra ríkissala. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að gera áætlanir um mótshallir og nýtt húsnæði fyrir deildir eða auka við það sem fyrir er. Fjármögnun þessara framkvæmda, svo og að halda starfi Guðsríkis gangandi og framsæknu, ekki aðeins í Afríku heldur líka í öðrum heimshlutum, hefur gengið mjög verulega á sjóð þann sem frjálsu framlögin til alþjóðastarfs Félagsins mynda.
Myndirnar og teikningarnar á tveimur blaðsíðum þessa viðauka gefa þér nokkra hugmynd um það sem Félagið hefur verið að leitast við að koma til leiðar á afríska akrinum. Sýnt er sumt af því sem núna er í byggingu svo og verkefni sem brátt verður byrjað á.
Skoðir þú þjónustuskýrsluna í Árbókinni 1996 getur þú fengið betri mynd af því sem boðberarnir í þessum löndum eru að gera í þjónustunni. Einstök aukning hefur átt sér stað í mörgum löndum, og vaxtarmöguleikarnir endurspeglast í óvenjumikillri aðsókn að minningarhátíðinni. Þegar við höfum hugfast hve miklu er áorkað í öðrum heimsálfum í því alþjóðlega starfi að boða Guðsríki og gera menn að lærisveinum, verður okkur æ betur ljóst hvílík sérréttindi það eru að stuðla að framgangi sannrar tilbeiðslu með efnislegum framlögum. — Lúk. 16:9; 1. Tím. 6:18.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Ríkissalur í KwaZulu-Natal, Suður-Afríku, reistur á 9 dögum.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Ríkissalur í Nígeríu, ódýr í byggingu.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Mótshöll í Mósambík sem tekur 1500 í sæti og á að vera fullgerð í árslok 1996.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Byggingar deildarinnar í Mósambík, væntanlega tilbúnar haustið 1996.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Deildin í Síerra Leóne sem áætlað er að fullgera í sumar.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Fullgerð mótshöll með opnum hliðum í Máritíus, ásamt deildarhúsnæði sem á að vera fullbúið vorið 1997.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Deildin í Simbabve í byggingu.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Mótshöll með opnum hliðum og ný deild í byggingu í Senegal.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Nýja deildin í Keníu, í höfuðborginni Næróbí.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Deildin á Madagaskar sem verður brátt fullgerð.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Áformaðar deildarbyggingar fyrir Malaví.