Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.96 bls. 1
  • Við boðum fagnaðartíðindi um eitthvað betra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við boðum fagnaðartíðindi um eitthvað betra
  • Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Svipað efni
  • Varðturninn og Vaknið! — sannleiksrit á réttum tíma
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
  • Notum Varðturninn og Vaknið! vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Taktu frá tíma til blaðastarfs
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1996
km 10.96 bls. 1

Við boðum fagnaðartíðindi um eitthvað betra

1 Í 117 ár hefur Varðturninn gegnt því hlutverki að verja sannindi Biblíunnar. Sem stendur eru 18.950.000 eintök prentuð af hverju tölublaði á 125 tungumálum. Vaknið! hefur líka um langa hríð verið málsvari orðs Guðs og upplag þess er núna 15.730.000 eintök á 80 tungumálum. — Samanber Kólossubréfið 1:23.

2 Tímaritin fullnægja andlegri þörf: Varðturninn og Vaknið! hafa komið milljónum hreinhjartaðra manna að notum með því að stuðla að því að andlegum þörfum þeirra sé fullnægt. Þar birtast greinar sem byggja upp trú. Í Varðturninum frá 1. mars 1996 var til dæmis námsgrein sem fjallaði um nauðsyn þess að treysta á Jehóva og orð hans. Varðturninn frá 1. apríl 1996 hvatti okkur til að vera upptekin í þjónustu Jehóva og halda áfram að vænta hans. Þessi nákvæma umfjöllun um spádóm Sefanía var svo sannarlega uppörvandi. Einnig má nefna hina trústyrkjandi umfjöllum um kristna hollustu í Varðturninum frá 1. maí 1996. Tölublaðið frá 1. júlí 1996 undirstrikaði gildi þess að lesa og nema orð Guðs að staðaldri. Þessar geinar hafa orðið til þess að skilningur okkar á orði Guðs hefur aukist og við lært að meta ríki hans enn betur að verðleikum.

3 Auk þess innihalda þessi blöð tímabærar og hagnýtar greinar um guðhrædda hegðun, kristið siðferði og önnur mikilvæg efni. Þau fjalla af alvöru um það sem raunverulega snertir líf okkar. Afleiðingin er sú að líf okkar er sérstaklega ánægjulegt og innihaldsríkt núna og við bíðum uppfyllingar fyrirheita Guðs um eitthvað jafnvel enn betra í framtíðinni. — Jes. 48:17; 1. Tím. 6:19.

4 Stutt upprifjun á því sem segir á blaðsíðu 4 í hverju tölublaði Vaknið! gefur okkur góða ástæðu til að mæla með þessu tímariti sem frábæru lesefni fyrir alla, unga jafnt sem aldna. Þar segir: „Vaknið! er fræðandi tímarit fyrir alla fjölskylduna. Það sýnir hvernig takast megi á við vandamál nútímans. Það skýrir frá fréttum, segir frá fólki í mörgum löndum, skoðar trúmál og vísindi. En það gerir meira. Það skyggnist undir yfirborðið og bendir á raunverulega merkingu atburða samtíðarinnar en gætir samt alltaf hlutleysis í stjórnmálum og gerir engum kynþætti hærra undir höfði en öðrum. Mestu máli skiptir þó að þetta tímarit byggir upp trúartraust til fyrirheits skaparans um friðsælan og öruggan nýjan heim sem er í þann mund að koma í stað hins núverandi illa og löglausa heimskerfis.“

5 Dreifðu blöðunum út til fólks: Vertu óspar á að dreifa Varðturninum og Vaknið! (Samanber 1. Tímóteusarbréf 6:18.) Hafðu eintök við höndina til þess að þú getir boðið þau hverjum sem þú kannt að hitta. (Préd. 11:6) Við getum öll, ungir og nýjir þar með talin, átt fulla hlutdeild í að dreifa blöðunum í þessum mánuði með því að nota stutt kynningarorð sem byggð eru á hinum tímabæru greinum í nýjustu blöðunum. Kynntu þér vel innihald þeirra og bjóddu þau af einlægni og sannfæringu.

6 Varðturninn og Vaknið! innihalda upplýsingar sem allir þarfnast. Dreifing þeirra er einhver besta leiðin til að hjálpa öðrum að kynnast fagnaðartíðindunum um að eitthvað betra sé á næstu grösum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila