„Hver vill vera erindreki vor?“
Þegar Jehóva bar fram þessa spurningu svaraði Jesaja tafarlaust: „Hér er ég, send þú mig!“ (Jes. 6:8) Vegna þess að uppskeran er mikil nú á tímum berst sama kallið út til manna núna og á dögum Jesaja. Það er brýn þörf á fleiri verkamönnum í fullu starfi — reglulegum brautryðjendum! (Matt. 9:37) Ert þú fús til að bjóða þig fram? Sé svo, væri 1. september, upphaf þjónustuársins 1998, góður tími til að hefja brautryðjandastarfið. Hví ekki biðja öldungana um umsóknareyðublað?