Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.97 bls. 6
  • Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Hvernig notum við nýja bæklinginn Gleðifréttir frá Guði?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Líktu eftir Jehóva og áttu þér einlæglega annt um aðra
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Námskeiðum komið af stað með Kröfubæklingnum
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 8.97 bls. 6

Treystum á að Jehóva gefi vöxtinn

1 „Ég fékk að reyna í fyrsta sinn þá einstöku gleði að aðstoða við að koma á fót nýjum söfnuði. Til þess þurfti meira en tveggja ára þrotlaust starf, sífelldar bænir og trú á að Jehóva ‚gæfi vöxtinn.‘“ Þannig skrifaði samviskusamur brautryðjandi sem kynntist nauðsyn þess að treysta á að Jehóva gefi vöxtinn. (1. Kor. 3:5-9) Í leit okkar að andlega sinnuðu fólki þörfnumst við líka stuðnings Guðs eigi boðunarstarf okkar að bera ávöxt. — Orðskv. 3:5, 6.

2 Vöxtur krefst ræktunar: Það þarf að hlúa að sæði sannleikans eigi það að dafna. Oft er árangursríkt að fara í endurheimsókn innan eins eða tveggja daga frá fyrstu heimsókn. Vertu hlýlegur og vingjarnlegur. Láttu viðmælanda þinn slaka á. Talaðu ekki sjálfur allan tímann. Leyfðu honum að kynnast þér og sýndu að þú hafir áhuga á honum sem einstaklingi.

3 Í júlí og áfram út ágústmánuð einbeitum við okkur að því að bjóða fólki sem við hittum ýmsa bæklinga. En við þurfum líka, þegar við finnum áhuga eða dreifum ritum, að fylgja því eftir. Við gerum það með því að fara í endurheimsóknir og bjóða biblíunámskeið. (Matt. 28:19, 20) Til að ná því marki mætti nota bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur? til að koma af stað námskeiðum. Eftirfarandi fjórar tillögur koma þér kannski að notum.

4 Ef þú talaðir við einhvern sem hafði áhyggjur af því hvert heimurinn stefnir, gætir þú tekið upp þráðinn með því að segja:

◼ „Éf býst við að þér sé ekkert frekar en mér sama um siðferðishrunið í samfélagi manna. Við heyrum átakanlegar fréttir af heimilisofbeldi sem leiðir til misþyrmingar á börnum, foreldrum, eiginkonum og eiginmönnum. Og svo virðist sem mörgum finnist ekkert um að ljúga eða stela til að fullnægja eigin löngunum. Heldur þú að það skipti Guð einhverju máli hvernig menn lifa lífi sínu? [Gefðu kost á svari.] Guð setti vissan mælikvarða fyrir manninn til að lifa eftir og það er í rauninni ekki erfitt fyrir okkur að fylgja honum.“ Lestu 1. Jóhannesarbréf 5:3. Kynntu síðan bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur? og flettu upp á 10. kafla. Lestu fyrstu greinina. Bentu á skáletruðu orðin í byrjun tölugreina 2-6 og spyrðu húsráðandann hvers konar hegðun, af þeirri sem talin eru upp, hann telji skaðlegasta fyrir samfélagið. Lestu greinina sem tengist henni og flettu upp einum eða tveimur ritningarstöðum eftir því sem tækifæri gefst. Lestu að lokum 7. tölugreinina og gerðu ráðstafanir til að koma aftur seinna til að ræða málin frekar.

5 Við þá sem þú hefur hitt og snúast mikið í kringum fjölskylduna gætir þú sagt eitthvað á þessa þeið:

◼ „Finnst þér skynsamlegt að ætlast til að skaparinn gefi okkur þau verkfæri sem við þurfum til að byggja upp hamingjuríkt fjölskyldulíf?“ Gefðu kost á svari. Kynntu bæklinginn Hvers krefst Guð af okkur?, flettu upp á 8. kafla og útskýrðu að þar sé að finna frumreglur frá Biblíunni fyrir sérhvern meðlim fjölskyldunnar. Þú skalt bjóðast til að sýna hvernig nota megi bæklinginn með Biblíunni til að hafa sem mest gagn af honum. Fylgdu leiðbeiningunum sem er að finna á blaðsíðu 2 í bæklingnum. Gerðu ráðstafanir til að koma aftur til að halda áfram að fara yfir kaflann eða, hafir þú lokið við hann, að fara með húsráðandanum yfir annan kafla sem hann velur í bæklingnum.

6 Hér er bein aðferð sem þú gætir notað til að bjóða biblíunám. Sýndu bæklinginn „Hvers krefst Guð af okkur?“ og segðu:

◼ „Í þessum bæklingi er námsefni sem nær yfir grundvallarkenningar Biblíunnar. Á hverri blaðsíðu má finna svör við spurningum sem hafa ónáðað menn öldum saman. Eitt dæmi er þessi spurning: Hver er tilgangur Guðs með jörðina?“ Flettu upp á 5. kafla og lestu spurningarnar í upphafi kaflans. Spyrðu húsráðandann hver þeirra honum finnist áhugaverðust og lestu því næst tilheyrandi tölugrein(ar) og flettu upp viðeigandi ritningarstöðum. Útskýrðu að jafnauðvelt sé að finna fullnægjandi svör við hinum spurningunum. Stingdu upp á að þú komir aftur til að ræða aðra spurningu og svar.

7 Einföld leið til að stofna biblíunám væri að segja:

◼ „Vissir þú að það þarf ekki að taka þig nema örfáar mínútur að finna svörin við mikilvægum biblíuspurningum? Til dæmis, . . .“ Nefndu spurningu sem fram kemur í byrjun einhvers kaflans í bæklingnum, spurningu sem þú heldur að höfði til viðmælanda þíns. Þú getur fundið nokkrar hugmyndir um spurningar, sem þú getur notað, í tölugrein 15 og 16 í viðaukanum við Ríkisþjónustu okkar frá mars 1997 sem ber heitið „Byggðu upp djörfung til að fara í endurheimsóknir.“

8 Hluti þess að vera „samverkamenn Guðs“ er að taka glöð þeirri áskorun að fara í endurheimsóknir og stjórna biblíunámskeiðum. (1. Kor. 3:9) Þegar við leggjum hart að okkur við að rækta áhugann sem við finnum og treystum síðan á að Jehóva gefi vöxtinn, munum við fá að reyna þá raunverulegu ánægjutilfinningu sem ekkert annað starf getur veitt.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila