Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.98 bls. 1
  • Boðunarstarf okkar — merki um ósvikinn kærleika

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarstarf okkar — merki um ósvikinn kærleika
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Sannur kærleikur er umbunarríkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Hvað felst í því að elska náungann?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Uppbyggist í kærleika
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Elskaðu Guð því að hann elskar þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 4.98 bls. 1

Boðunarstarf okkar — merki um ósvikinn kærleika

1 Með boðunarstarfinu sýnum við hlýðni okkar við tvö æðstu boðorðin. (Matt. 22:37-39) Kærleikur til Jehóva knýr okkur til að tala vel um hann. Kærleikur okkar til náungans fær okkur til að hvetja fólk til að afla sér þekkingar á vilja Guðs og tilgangi svo að það geti, líkt og við, elskað Jehóva og átt í vændum launin sem eru hið eilífa líf. Með boðunarstarfinu heiðrum við því nafn Jehóva og segjum náunga okkar frá hinni ómetanlegu von um Guðsríki. Já, boðunarstarf okkar er merki um raunverulegan kærleika til Guðs og manna.

2 Kærleikur okkar knýr okkur til að tala við alls konar fólk við alls konar aðstæður. (1. Kor. 9:21-23) Útskýrum þetta með dæmi: Kristinn öldungur sat við hliðina á rómversk-kaþólskum presti í flugvél. Öldungurinn fékk prestinn til að opna sig með því að spyrja nokkurra háttvísra spurninga og beina síðan umræðunum að Guðsríki. Þegar presturinn fór út úr flugvélinni hafði hann þegið tvær af bókum okkar. Þetta var góður árangur af viðleitni öldungsins til að tjá sannan kærleika sinn til náungans!

3 Sannur kærleikur knýr okkur til að prédika: Þeir sem taka þátt í brautryðjandastarfinu af og til eða að staðaldri eru vissulega að láta í ljós sannan kærleika til Guðs og náungans. Brautryðjendur eru stöðugt að fórna tíma sínum og kröftum til að hjálpa öðrum andlega. Hvað fær þá til að gera þetta? Brautryðjandi nokkur sagði: „Ég veit að kærleikur er ávöxtur anda Guðs. Án þessa kærleika væri ég því ekki í sannleikanum yfirleitt og því síður farsæll brautryðjandi. Kærleikur fær mig til að hafa áhuga á fólki, vera vakandi fyrir þörfum þess og ég geri mér ljóst að fólk bregst vel við kærleika.“ Jesús sýndi fólki slíkan kærleika. Einu sinni þegar hann og þreyttir lærisveinar hans voru að fara á afvikinn stað til að ‚hvílast um stund‘ varð mannfjöldinn á undan þeim þangað. Hvað gerði Jesús? „Hann kenndi í brjósti um“ fólkið, og lét persónulegar þarfir sínar bíða til að geta ‚kennt því margt.‘ — Mark. 6:30-34.

4 Jafnvel þegar fólk hafnar fagnaðarerindinu sem við færum því, finnum við fyrir innri gleði af því að við vitum að við höfum látið kærleikann knýja okkur til að gera okkar besta til að hjálpa því að bjargast. Þegar Kristur dæmir okkur öll að lokum verðum við mjög glöð yfir því að við sýndum sannan kærleika með því að ‚fullna þjónustu okkar.‘ — 2. Tím. 4:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila