Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.98 bls. 1
  • Hefur þú ‚flein í holdinu‘?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefur þú ‚flein í holdinu‘?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Að afbera ‚flein í holdinu‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Páll var með ,flein í holdinu‘
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2019
  • Þau afbáru flein í holdinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Jehóva veitir þér styrk
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 5.98 bls. 1

Hefur þú ‚flein í holdinu‘?

1 Okkur langar mikið til að rækja þá skyldu okkar að prédika fagnaðarerindið eins og við best getum. En fyrir marga kæra bræður okkar og systur er erfitt að eiga fulla hlutdeild í því vegna alvarlegra sjúkdóma eða fötlunar sem torveldar þeim að gera eins mikið og þau vildu. Það getur verið erfitt fyrir þau að glíma við vanmáttartilfinningu, sérstaklega þegar þau sjá aðra í kringum sig gera mikið í boðunarstarfinu. — 1. Kor. 9:16.

2 Fordæmi til eftirbreytni: Páll postuli þurfti að berjast við ‚flein í holdinu.‘ Þrisvar sinnum sárbað hann Jehóva að fjarlægja þessa þjakandi fötlun sem hann lýsti eins og að „Satans engill“ héldi áfram að slá hann. En þrátt fyrir það þraukaði Páll og hélt áfram í þjónustunni. Hann vorkenndi sér ekki eða var síkvartandi. Hann gaf sitt besta. Leyndarmálið að baki góðum árangri hans í því að bjarga sér var þetta loforð Guðs: „Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Veikleiki Páls varð styrkur þegar hann lærði að sætta sig við aðstæður sínar og reiða sig á Jehóva og heilagan anda til að þrauka. — 2. Kor. 12:7-10.

3 Hvernig þú getur þraukað: Setur mannlegur veikleiki hömlur á þjónustu þína við Guð? Ef svo er skaltu líkja eftir viðhorfi Páls. Jafnvel þótt ekki sé hægt að lækna veikindi þín eða fötlun í þessu heimskerfi, geturðu sett allt traust þitt á Jehóva sem skilur þarfir þínar og veitir „ofurmagn kraftarins.“ (2. Kor. 4:7) Nýttu þér þá hjálp sem fáanleg er í söfnuðinum en einangraðu þig ekki. (Orðskv. 18:1, NW) Ef þér finnst erfitt að taka þátt í starfinu hús úr húsi skaltu leita að hentugum leiðum til að bera óformlega vitni eða í síma.

4 Enda þótt fleinn í holdinu geti takmarkað það sem þú getur gert í þjónustunni þarf þér ekki að finnast að þú eigir enga hlutdeild í henni. Líkt og Páll getur þú borið rækilega „vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð,“ og gert það sem kraftar þínir og aðstæður leyfa. (Post. 20:24) Er þú sýnir þá viðleitni að fullna þjónustu þína máttu vita að Jehóva er mjög ánægður. — Hebr. 6:10.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila