Fólk þarf að heyra fagnaðarerindið
1 Það er vilji Guðs að „alls konar menn verði hólpnir og komist til nákvæmrar þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2:4, NW) Orðin „alls konar menn“ fela í sér alla á svæðum okkar. Að koma fagnaðarerindinu á framfæri við þá krefst fjölhæfni í kynningarorðum okkar og að huga að því hvað gæti vakið áhuga hvers og eins sem við hittum. (1. Kor. 9:19-23) Skipulag Jehóva hefur séð okkur fyrir verkfærum sem hjálpa okkur að ná til hjarta þeirra sem eru „réttilega hneigðir til eilífs lífs.“ (Post. 13:48, NW) Við skulum nú athuga hvernig við getum notað úrval bæklinga í júlí og ágúst til að sinna andlegum þörfum nágranna okkar.
2 Tilboðsbæklingar: Hér að neðan finnurðu tillögur sem gætu reynst gagnlegar þegar vissir bæklingar eru kynntir. Hver tillaga felur í sér (1) umhugsunarverða spurningu til að hefja samræður, (2) tilvísun í hvar hægt sé að finna umræðuefni í bæklingnum og (3) viðeigandi ritningarstað sem hægt er að lesa meðan á samræðunum stendur. Þú getur bætt eigin orðum við kynninguna í samræmi við viðbrögð viðkomandi. Í flestum tilfellum er vísað til áður útgefins eintaks Ríkisþjónustu okkar þar sem er að finna nákvæmari kynningu á bæklingnum.
Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
Hvaða von heldur þú að sé handa fólki sem hefur þurft að þola misþyrmingar? — Bls. 27-8, greinar 23-7; Jes. 65:17, 18; km 7.97, bls. 4.
Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?
Hvers vegna heldur þú að svona margir nú á dögum virðast vera óánægðir með líf sitt? — Bls. 29-30, greinar 2, 25-6; Sálm. 145:16; km 7.96, bls. 4.
Andar hinna dánu.
Heldurðu að skilaboð að handan séu raunverulega frá látnum ástvinum okkar eða heldurðu að það sé verið að blekkja okkur? — Bls. 15; Préd. 9:5, 10.
Stjórnin sem koma mun á paradís.
Hvað myndir þú vilja vita um ríkið sem Jesús kenndi okkur að biðja um? — Bls. 3; Matt. 6:9, 10; km 8.96, bls. 8.
Þegar ástvinur deyr.
Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig hægt sé að hugga þann sem hefur misst ástvin í dauðann? — Bls. 26, greinar 2-5; Jóh. 5:28, 29; km 7.97, bls. 4.
Ættum við að trúa á þrenninguna?
Er mikilvægt fyrir framtíð okkar að skilja raunverulegt eðli Guðs? — Bls. 3, greinar 3, 7-8; Jóh. 17:3.
„Sjá ég gjöri alla hluti nýja.“
Heldurðu ekki að það sé hverjum manni hollt að hafa góða yfirsýn yfir meginefni Biblíunnar? — Préd. 12:9, 10; km 8.96, bls. 8.
3 Aðrir bæklingar: Viðauki Ríkisþjónustu okkar í febrúar 1998 telur upp önnur rit, þar á meðal bæklinga sem eru sérstaklega gerðir til að bera vitni fyrir búddhatrúarmönnum, hindúum, gyðingum og múslímum. Hægt er að bjóða þeim sem við hittum þessa bæklinga hvenær sem við á. Þú getur farið yfir tillögurnar á bls. 4-6 í þeim viðauka ásamt bls. 13-16 í Bíblíusamræðubæklingnum og samið stutta kynningu sem gæti vakið áhuga þessa fólks.
4 Biblíunámsbæklingur: Það ætti ávallt að vera markmið okkar í boðunarstarfinu að hefja biblíunámskeið með fólki, annaðhvort í fyrstu heimsókn eða þeirri næstu. Í því augnamiði höfum við eftirfarandi bækling sem auðvelt er að nota til að stofna og stjórna heimabiblíunámskeiðum:
Hvers krefst Guð af okkur?
Vissir þú að hægt er að afla sér grundvallarþekkingar á Biblíunni með því að nota hálftíma eða tæplega það á viku í aðeins 16 vikur? — 2. kafli, grein 6; 2. Tím. 3:16, 17; km 4.97, bls. 4.
5 Jesús tók það skýrt fram í dæmisögu sinni um miskunnsama Samverjann að það væri sannur náungakærleikur að hjálpa öðrum í neyð. (Lúk. 10:27-37) Nágranni okkar er í andlegri neyð. Hann þarf að heyra fagnaðarerindið. Við skulum taka okkur þá ábyrgð á herðar að segja fólki frá því og vera þannig sannir lærisveinar Jesú Krists. — Matt. 24:14; Gal. 5:14.