Ný svæðismótsdagskrá
„Varðveittu boðorð Guðs og lifðu“ er stef dagskrárinnar á tveggja daga svæðismótinu sem haldið verður á þjónustuárinu 1999. (Orðskv. 4:4) Þar verður lögð áhersla á hvers vegna það er ekki byrði að hlýða boðum Guðs. Enn fremur verður sýnt fram á hvernig við endurnærumst og öðlumst sanna hamingju og von um framtíðina ef við gerum vilja Guðs. — Matt. 11:28-30; Jóh. 13:17.
Þeir sem vilja láta skírast á þessu móti í hlýðni við boðorð Krists ættu að segja umsjónarmanni í forsæti frá því og hann gerir síðan viðeigandi ráðstafanir. — Matt. 28:19, 20.
Í ræðusyrpu verður bent á raunhæfar leiðir til að sýna kærleika til Guðs og bræðra okkar. (Jóh. 13:34, 35; 1. Jóh. 5:3) Dagskráin felur einnig í sér örvandi ráðleggingar frá Sálmi 19 og 119. Enda þótt hin innblásna áminning í þessum sálmum hafi verið skrifuð fyrir þúsundum ára munum við sjá hvaða gagn við höfum af henni núna.
Opinberi fyrirlesturinn, sem umdæmishirðirinn flytur, nefnist „Óttastu Guð og haltu hans boðorð.“ (Préd. 12:13) Lokaræða farandhirðisins sýnir fram á hvernig unglingar geti notað líf sitt núna sem best og hvers vegna þeir geti trúað á eilífa framtíð. Umdæmishirðirinn lýkur dagskránni með því að telja upp hið margvíslega gagn sem fylgir því að lifa eftir ‚hinu konunglega boðorði‘ kærleikans. (Jak. 2:8) Þetta er sannarlega mótsdagskrá sem enginn vill missa af!