„Hvað ætti ég að gera?“
1 Unglingur, sem nálgast fullorðinsárin, gæti spurt sig hvernig hann ætti að nota líf sitt. Kristnir unglingar vilja færa út kvíarnar í þjónustu sinni við Jehóva. En hvernig getur þú gert það þegar þú ert að axla þá ábyrgð sem fylgir fullorðinsárunum, þar á meðal að sjá fyrir efnislegum þörfum þínum? Það getur reynst erfitt að finna svarið.
2 Kvíði leggst á suma unglinga þegar þeir líta á efnahagsástand heimsins og framtíðarspárnar. Þeir velta fyrir sér hvort þeir eigi að afla sér frekari menntunar eða hefja strax þjónustuna í fullu starfi. Til þess að geta tekið rétta ákvörðun þarf að svara þessari spurningu heiðarlega: ‚Hvert er helsta áhugamál mitt í lífinu?‘ Maður þarf að rannsaka hvatir sínar.
3 Á hverju hafðirðu mestan áhuga á æskuárunum? Hafðirðu aðallega áhuga á að sækjast eftir fjárhagslegum þægindum eða viltu í raun og veru nota líf þitt til að efla hagsmuni Guðsríkis? Háskólagráða tryggir ekki velgengni á vinnumarkaðinum. Margir hafa valið þann kostinn að afla sér eftirsóttrar fagkunnáttu með iðnnámi, einhvers konar verklegu eða tæknilegu skólanámi eða stuttu háskólanámi sem er ekki mjög tímafrekt eða krefjandi.
4 Taktu Jehóva á orðinu: Það má aldrei gleyma loforði Jehóva Guðs að sjá fyrir þeim sem láta hagsmuni ríkis hans ganga fyrir í lífinu. (Matt. 6:33) Þetta er ekki innantómt loforð. Margir bræður sem sækja Þjónustuþjálfunarskólann höfðu aflað sér háskólagráðu áður en þeir kynntust sannleikanum. En við hvað unnu þeir? Mjög fáir unnu við það sem þeir höfðu menntað sig í. Margir unnu við þjónustustörf og sáu vel fyrir sér en gátu einnig verið brautryðjendur. Með því að færa út kvíarnar í boðunarstarfinu öðlast þeir blessun sem var langtum verðmætari en peningar.
5 Þegar þú ákveður hvað þú ætlar að gera eftir útskrift úr framhaldskóla skaltu vega og meta alla þætti og rannsaka hvatir þínar vandlega. Til að sjá möguleikana í réttu ljósi skaltu íhuga efni eins og birtist í Vaknið!, júlí-september 1998 á blaðsíðu 26-28. Talaðu við foreldra þína, öldungana, farandhirðinn og brautryðjendur á þínu svæði. Það mun hjálpa þér að taka viturlega ákvörðun um hvernig þú eigir að nota líf þitt. — Préd. 12:1, 13.