Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.99 bls. 1
  • Kenndu öðrum að gera það sem þeim er gagnlegt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kenndu öðrum að gera það sem þeim er gagnlegt
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Gerðu það sem þér er gagnlegt
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Við þurfum að iðka guðrækni á heimilinu
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • Farsælt fjölskyldulíf
    Farsælt fjölskyldulíf
  • Býr leyndardómur að baki farsælu fjölskyldulífi?
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 5.99 bls. 1

Kenndu öðrum að gera það sem þeim er gagnlegt

1 Jehóva vill að allir geri það sem þeim er gagnlegt. (Jes. 48:17) Hann veit hvað gefur okkur ósvikna hamingju. Hann vill að mennirnir forðist ógæfu og njóti lífsins með því að gefa boðorðum hans gaum. Við gerum það sem okkur er gagnlegt með því að lifa samkvæmt vilja Guðs. (Sálm. 34:9) Hvernig getum við kennt öðrum að gera það líka?

2 Hvað vill fólk? Hvað er húsráðendum efst í huga á þínu svæði? Vilja þeir ekki öruggt heimili, traust hjónaband, farsæla framtíð handa börnum sínum og því um líkt? Hvar leita þeir hjálpar þegar vandamál koma upp? Þeir reiða sig kannski á sjálfa sig, á sjálfshjálparáætlun eða á leiðsögn annarra. En mótsagnakenndar og óraunhæfar hugmyndir um hvernig eigi að gera það sem er gagnlegt rugla marga í ríminu. Við þurfum að sannfæra þá um að leiðsögn orðs Guðs sé mun betri. (Sálm. 119:98) Það getum við gert með því að benda þeim á hvernig þeir geti bætt líf sitt núna ef þeir leggja sig fram um að nema Biblíuna og hlýða því sem hún segir. — 2. Tím. 3:16, 17.

3 Bætt fjölskyldulíf: Fáir gera sér grein fyrir því hvernig hin innblásnu ráð í Efesusbréfinu 5:22–6:4 virka í raun þegar leysa þarf vandamál í fjölskyldunni. Svo var um hjón sem ákváðu að slíta samvistum eftir tíu ára hjónaband. En eiginkonan hóf að kynna sér Biblíuna og kynntist meginreglum hennar um hjónaband. Eiginmaðurinn tók fljótlega eftir þeim breytingum, sem hún gerði þegar hún fylgdi meginreglum Biblíunnar, og hann ákvað að vera með henni í náminu. Hann sagði seinna: „Nú höfum við komist að raun um hver er undirstaðan að hamingjusömu fjölskyldulífi.“

4 Raunverulegur tilgangur í lífinu: Þegar ungur fíkniefnaneytandi leitaði hjálpar hjá vottunum var honum kennt að Jehóva bæri umhyggju fyrir honum persónulega. Hann sagði: ‚Ég komst að raun um að skaparinn hefur tilgang með manninn og býður öllum, sem hann hefur velþóknun á, eilíft líf. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta gladdi mig. Núna hef ég góða heilsu, hugarfrið og náið samband við Guð.‘

5 Allir geta notið góðs af þeirri raunhæfu hjálp sem er að finna í orði Guðs. Með því að láta það leiðbeina okkur höfum við staðfest að vegir Jehóva eru miklu betri en vegir heimsins. (Sálm. 116:12) Það eru sérréttindi okkar að flytja öðrum þennan boðskap og kenna þeim að gera það sem þeim er gagnlegt. Þegar við sinnum því verki vel leiðir það margt gott af sér.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila