Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.99 bls. 8
  • Hvað geturðu sagt við búddhatrúarmann?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað geturðu sagt við búddhatrúarmann?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Að bera vitni fyrir fólki af öllum tungum og trúarbrögðum
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Hjálpum þeim sem eru ekki tilbúnir til að fara yfir bókina Hvað kennir Biblían?
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Notarðu þessa bæklinga?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Kynningartillögur fyrir boðunarstarfið
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 8.99 bls. 8

Hvað geturðu sagt við búddhatrúarmann?

1 Á undanförnum árum hefur margt fólk flust hingað til lands sem aðhyllist búddhatrú. Í sumum löndum er meira en helmingur þeirra sem láta skírast af búddhatrúaruppruna. Hvað laðar þá að sannleikanum? Hvernig geturðu kynnt fagnaðarerindið fyrir búddhatrúarmanni?

2 Sýndu ósvikna umhyggju: Margir fyrrverandi búddhatrúarmenn segja að það hafi ekki verið djúpar rökræður sem laðaði þá að sannleikanum, heldur sú einlæga og persónulega umhyggja sem þeim var sýnd. Asísk kona búsett í Bandaríkjunum var svo hrifin af vingjarnlegri framkomu systur, sem heimsótti hana, að hún þáði biblíunámskeið. Hún talaði litla ensku en systirin var þolinmóð. Þegar hún var þreytt eða gat ekki numið, kom systirin bara í vinarheimsókn og skipulagði næstu námsstund. Um síðir lét konan skírast ásamt sonum sínum tveim og aldraðri móður. Hún sneri aftur til heimalands síns og hjálpaði mörgum að læra sannleikann. Annar sona hennar þjónar nú á deildarskrifstofunni. Það hafði mikla blessun í för með sér að endurspegla ‚gæsku Guðs og elsku til mannanna.‘ — Tít. 3:4.

3 Hugarheimur búddhatrúarmanna: Búddhatrúarmenn eru yfirleitt umburðarlyndir gagnvart öðrum hugmyndum en telja ekki nauðsynlegt að aðhyllast ákveðna kenningu. Persónulegar skoðanir þeirra eru því æði ólíkar. Algeng trú innan einnar greinar búddhatrúarinnar er sú að lífið sé ófullnægjandi og fullt af þjáningum en upplýsing geti rofið endurfæðingahringrásina. Sagt er að til að komast út úr þessari hringrás þurfi að öðlast nirvana, ástand sem ógerningur sé að lýsa þar eð það sé hvorki staður né atburður, heldur tómarúm þar sem sársauki og illska séu ekki til. (Sjá bæklinginn Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, bls. 9-10.) Það hefur því lítið upp á sig að ræða við fólk um búddhatrúarheimspeki. Ræddu þess í stað um algeng vandamál sem snerta alla.

4 Leggðu áherslu á sameiginleg áhugamál: Þar eð búddhatrúarmenn tengja jarðlífið við þjáningar gæti þeim fundist hugmyndin um eilíft líf á jörð fjarstæðukennd. Öllum er hins vegar sameiginlegt að þrá hamingjusamt fjölskyldulíf, sjá enda bundinn á þjáningar og komast að tilgangi lífsins. Taktu eftir hvernig leggja má áherslu á þetta.

5 Þú gætir reynt þessi kynningarorð:

◼ „Við lifum í heimi þar sem margt saklaust fólk þjáist. Hvað heldurðu að þurfi til að eymd og sársauki hverfi? [Leyfðu húsráðanda að svara.] Til er ævagamalt loforð sem mér hefur fundist mjög hughreystandi. [Lestu Opinberunarbókina 21:4.] Þessi stund er auðvitað ekki enn komin en þú vilt örugglega sjá hana renna upp.“ Bjóddu síðan rit sem útskýrir hvernig þjáningar líða undir lok.

6 Þú gætir ávarpað roskinn einstakling með þessum orðum:

◼ „Margir hafa miklar áhyggjur af öllum soranum sem flæðir yfir okkur núna og þeim áhrifum sem það hefur á börnin okkar.aðeins lagað til Af hverju ætli siðleysi hafi aukist svona gríðarlega meðal unga fólksins? [Leyfðu húsráðanda að svara.] Vissirðu að þessu hafði verið spáð í bók sem byrjað var að skrifa löngu áður en trúarbrögð múslima, kristinna manna og hindúa urðu til? [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-3.] Taktu eftir að ástandið er svona þrátt fyrir vaxandi menntun og lærdóm. [Lestu 7. vers.] Þetta rit hjálpaði mér að skilja sannleikann sem flestir læra aldrei. Langar þig til að lesa það?“ Bjóddu viðeigandi bók eða bækling.

7 Búddhatrúarmenn bera yfirleitt virðingu fyrir Biblíunni sem helgiriti. Lestu því beint upp úr henni. (Hebr. 4:12) Ef húsráðandinn er á varðbergi gagnvart vestrænum menningaráhrifum skaltu benda honum á að allir biblíuritararnir hafi verið Asíubúar.

8 Hvaða rit eru áhrifaríkust? Smáritið Will Suffering Ever End? (Mun þjáningum nokkurn tíma linna?) hefur verið gefið út einkum með búddhatrúarmenn í huga og er fáanlegt á japönsku, kínversku, singalísku og taílensku. Margir boðberar hafa auk þess náð góðum árangri með eftirtöldum ritum: bókunum Mankind’s Search for God (Leit mannkyns að Guði), The Secret of Family Happiness (Lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi), Spurningar unga fólksins — svör sem duga; bæklingunum „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?; og smáritinu Guðsríkisfréttir nr. 35, Munu allir menn nokkurn tímann elska hver annan?, ef það er enn fáanlegt. Flestir búddhatrúarmenn, sem kynna sér sannleikann, fara fyrst yfir Kröfubæklinginn og síðan Þekkingarbókina.

9 Talið er að trúboðar búddhatrúarmanna hafi komið til Aþenu um 400 árum áður en Páll prédikaði þar, en óvíst er að hann hafi nokkurn tíma hitt fólk sem var undir áhrifum búddhatrúarhugmynda. Við vitum hins vegar hvað Páli fannst um að bera vitni fyrir alls konar fólki. Hann gerði sjálfan sig að „þræli allra“ til þess að hann gæti „að minnsta kosti frelsað nokkra.“ (1. Kor. 9:19-23) Við getum gert það sama með því að sýna fólki persónulegan áhuga og leggja áherslu á það sem allir þrá þegar við berum vitni fyrir öllum sem við hittum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila