Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.99 bls. 3-4
  • Geturðu gerst brautryðjandi núna?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Geturðu gerst brautryðjandi núna?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Munum við endurtaka það?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Brautryðjandastarfið — er það fyrir þig?
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Þrjátíu aðstoðarbrautryðjendur óskast
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Blessun brautryðjandastarfsins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 8.99 bls. 3-4

Geturðu gerst brautryðjandi núna?

1 Árstextinn 1999 minnir okkur á að ‚hjálpræðisdagur‘ Jehóva stendur enn. (2. Kor. 6:2) En hjálpræðisdagur hans er brátt á enda. Þá hefst ‚dómsdagur‘ hans. (2. Pét. 2:9) Það er hrífandi að sjá sífellt fleiri taka við hjálpræðisboðskapnum meðan Jehóva lætur dyr tækifærisins standa mannkyninu opnar.

2 Þjónar Jehóva hafa tekið þeirri áskorun að ná til hjartahreinna manna áður en það er um seinan. Margir hafa gert það með því að gerast brautryðjendur. Getur þú gerst brautryðjandi núna? Af hverju spyrjum við að því?

3 Þakklátir: Eins og tilkynnt var í Ríkisþjónustu okkar í janúar síðastliðnum er búið að breyta tímakröfum bæði fyrir reglulegt brautryðjandastarf og aðstoðarbrautryðjandastarf. Nú eiga reglulegir brautryðjendur að starfa 70 klukkustundir á mánuði, alls 840 klukkutíma á ári, og aðstoðarbrautryðjendur 50 klukkustundir á mánuði. Margir hafa sent þakkarbréf vegna þessara breytinga á tímakröfunni. Hér eru ummæli sumra:

„Hvílík blessun frá föður okkar á himnum!“

„Mig skortir orð til að lýsa gleði minni, kærleika og þakklæti vegna þessarar ráðstöfunar!“

„Þetta mun gera okkur mun auðveldara með að halda áætlun!“

„Það er bæn okkar að margir til viðbótar taki nú upp þjónustu í fullu starfi og njóti þeirrar blessunar sem fylgir því að þjóna Jehóva af krafti.“

4 Við nálgumst óðfluga hámark hjálpræðisdags Jehóva og það er ljóst að hann vill að þjónar sínir gefi kröftugan lokavitnisburð. Umfang og styrkur boðunarinnar eykst (1) með því að sífellt fleiri bætast í hóp boðbera Guðsríkis og (2) með því að hver og einn leitast við að auka hlutdeild sína í prédikunarstarfi Guðsríkis. Jehóva, sá „sem vöxtinn gefur,“ hefur látið hvort tveggja gerast og blessað fúsleika allra sem þegið hafa hjálpræði. — 1. Kor. 3:6, 7; Sálm. 110:3.

5 Láttu ekki náð Guðs verða til einskis: Páll postuli hvatti trúbræður sína í sambandi við hjálpræðisdag Jehóva: „Sem samverkamenn hans áminnum vér yður einnig, að þér látið ekki náð Guðs, sem þér hafið þegið, verða til einskis.“ Við látum hana ekki „verða til einskis“ ef við lítum á þetta sem ‚hagkvæma tíð‘ til að vinna að hjálpræði annarra við sérhvert tækifæri. (2. Kor. 6:1, 2) Orð Páls taka á sig enn dýpri merkingu á okkar dögum. Kristnir menn, sem elska Jehóva af heilu hjarta, álíta það sérréttindi að eiga sem fyllstan þátt í því starfi sem hann hefur falið þeim. Getur þú átt meiri hlutdeild í boðunarstarfinu með því að gerast reglulegur brautryðjandi?

6 Raunhæft markmið: Hér á landi höfum við sett okkur það takmark að vera 20 reglulegir brautryðjendur á nýja þjónustuárinu. Við trúum því að þetta sé raunhæft markmið sem unnt er að ná. Af hverju segjum við það? Af því að í mars 1997 voru 24 bræður og systur aðstoðarbrautryðjendur hér á landi og í apríl 1998 voru 27 boðberar í aðstoðarbrautryðjandastarfi. Mikill meirihluti náði að starfa 60 klukkustundir í mánuðinum sem er aðeins 10 tímum minna en nýtt tímatakmark reglulegra brautryðjenda! Þótt ekki nema þriðjungur þeirra hæfi reglulegt brautryðjandastarf á nýja þjónustuárinu næðum við takmarkinu.

7 Stundaskrá er nauðsynleg: Finnst þér enn utan seilingar að geta starfað 70 klukkustundir á mánuði? Kannski ekki ef þú lítur á það sem 17 klukkustundir í viku. Reyndu að búa til brautryðjandastundaskrá, sem hentar aðstæðum þínum, með því að notfæra þér tillögurnar á næstu síðu. Ráðfærðu þig við reynda brautryðjendur til að heyra hvernig þeir gæta jafnvægis milli brautryðjandastarfs og annarra skyldna svo sem fjölskylduábyrgðar. Spyrðu farandhirðinn hvernig brautryðjendur á farandsvæðinu skipuleggi boðunarstarf sitt í hverri viku. Biddu Jehóva síðan um að blessa brautryðjandaáform þín. — Orðskv. 16:3.

8 Allir í fjölskyldunni leggist á eitt: Hafið þið hugleitt að gera brautryðjandastarf að fjölskylduverkefni? Þið gætuð sest niður og rætt hvort einn eða tveir úr fjölskyldunni geti gerst brautryðjendur, með góðri skipulagningu og samvinnu allra. Heiðarlegt mat á aðstæðum þínum leiðir kannski í ljós að þú hefur ekki tök á að gerast reglulegur brautryðjandi eins og sakir standa. Sé raunin sú skaltu hafa það sem markmið að gerast brautryðjandi í framtíðinni. En þú gætir sett þér ákveðinn dag þegar þú hyggst hefja brautryðjandastarf og hafist handa við undirbúninginn. Þú gætir kannski verið aðstoðarbrautryðjandi nokkrum sinnum á ári uns reglulegt brautryðjandastarf er innan seilingar.

9 Í Bandaríkjunum eru meira en 75.000 reglulegir brautryðjendur sem búa við ólíkar aðstæður. Það hafa ekki allir hestaheilsu og meirihlutinn hefur einhverja fjölskylduábyrgð og fjárhagsskuldbindingar. Rösklega 26.000 brautryðjendur eru komnir yfir fimmtugt og um 10.000 eru eldri en 65 ára. Um 27.000 eru einhleypir og rúmlega 8000 eru 20 ára og yngri. Rösklega fjórðungur allra brautryðjenda eru bræður sem margir hverjir hafa fjölskyldu- og safnaðarábyrgð. Þeir reyna allir að ‚kaupa sér tíma‘ til brautryðjandastarfs en það hefur í mörgum tilfellum þýtt að láta sér nægja að lifa einfaldara en þó umbunarríkara lífi. — Kól. 4:5, NW.

10 Þarftu að einfalda hlutina? Að einfalda líf sitt getur verið lykillinn að því að gerast brautryðjandi. Er líf þitt eins og stórt hús með óþörfum herbergjum og húsgögnum sem kostar mikla peninga, tíma og vinnu að halda við? Ef sú er raunin gæti látlausari lífstíll gert þér kleift að gerast brautryðjandi. Geturðu dregið úr vinnu? Geturðu keypt þér tíma frá ónauðsynlegu vafstri og gætt meira hófs í afþreyingu?

11 Biblían hvetur okkur í 1. Tímóteusarbréfi 6:8 til að ‚láta okkur nægja fæði og klæði.‘ Að vera nægjusamur er þýðingarmikið til að geta gert sitt ítrasta í þjónustu Jehóva og auðveldar manni að hafa andlegu málin í fyrirrúmi. (Matt. 6:22, 33) Í frásögunni um Japan á bls. 104 í Árbókinni 1998 eru nefndar nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna svo góður brautryðjandaandi er þar í landi. Taktu eftir þessari: „Japönsk heimili eru að jafnaði látlaus og þarfnast lítils tíma til viðhalds, og venju samkvæmt lifa flestir Japanir einföldu lífi.“ Er þetta ekki einmitt inntak orðanna í 1. Tímóteusarbréfi 6:8?

12 Þjónar Jehóva um heim allan boða fagnaðarerindið af æ meiri áhersluþunga áður en hjálpræðisdagur hans rennur skeið sitt á enda. Nærri 700.000 boðberar tóku að meðaltali þátt í einhverri mynd brautryðjandastarfsins í hverjum mánuði á síðasta ári. Getur þú gert breytingar á lífi þínu og slegist í hóp með þeim? Við hvetjum þig til að íhuga aðstæður þínar vandlega og í bænarhug þegar þú svarar spurningunni: „Geturðu gerst brautryðjandi núna?“

[Innskot á bls. 3]

MARKMIÐ: 20 REGLULEGIR BRAUTRYÐJENDUR

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila