Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.00 bls. 8
  • Þjálfaðu þig í að rökstyðja sannleikann

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjálfaðu þig í að rökstyðja sannleikann
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Notarðu þessi hjálpargögn?
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • „Enginn maður hefur nokkurn tíma talað eins og hann“
    „Komið og fylgið mér“
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 2.00 bls. 8

Þjálfaðu þig í að rökstyðja sannleikann

1 Til að boðunarstarf okkar verði skilvirkara þurfum við að þjálfa okkur í að rökstyðja sannleikann með það fyrir augum að hafa áhrif á skoðanir eða athafnir þeirra sem við tölum við. (Post. 17:2-4) En hvernig geturðu þjálfað rökfærni þína?

2 Hugleiðing er fyrsta skrefið: Veltu fyrir þér biblíunámsefninu sem þú ert að fara yfir. Sé það í þyngri kantinum skaltu taka þér tíma til að rannsaka það og hugleiða svörin. Reyndu ekki aðeins að skilja útskýringarnar heldur einnig biblíulegu rökin að baki þeim.

3 Búðu þig undir boðunarstarfið: Íhugaðu hvernig þú getir útskýrt sannleikann fyrir mismunandi fólki. Hugsaðu upp spurningu til að vekja áhuga fólks. Ákveddu hvernig þú ætlar að tengja hana Biblíunni og rökræða út frá henni. Búðu þig undir mótbárur og hugleiddu hvernig þú getir svarað þeim. Finndu efni í tilboðsritinu sem á best við.

4 Fylgdu fordæmi Jesú: Jesús gaf bestu fyrirmyndina um áhrifaríkar rökræður út af Ritningunni. Brjóttu kennsluaðferð hans til mergjar með því að skoða frásöguna í Lúkasi 10:25-37. Skrefin eru fjögur: (1) Beindu athygli húsráðandans að Ritningunni þegar þú svarar spurningum hans. (2) Bjóddu honum að leggja orð í belg og hrósaðu honum fyrir skarplegar athugasemdir. (3) Gættu þess að tengslin milli spurningarinnar og útskýringar Biblíunnar haldist. (4) Notaðu viðeigandi líkingu til að tryggja að svarið komist vel til skila. — Sjá Varðturninn á ensku 1. mars 1986, bls. 27-8, gr. 8-10.

5 Notaðu verkfærin vel: Biblíusamræðubæklingurinn og Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókin) voru gefin út sem handbækur fyrir boðunarstarfið. Þar er að finna kynningarorð, viðbrögð við samræðutálmum og röksemdafærslur til að hjálpa okkur að þjálfa rökfærnina. Bæði ritin eru verðmæt verkfæri sem við eigum ávallt að hafa meðferðis í starfinu og ekki hika við að grípa til í biblíuumræðum. Farðu yfir bls. 7-8 í Reasoning From the Scriptures til að sjá hvernig bókin geti komið að sem bestum notum.

6 Færni þín í prédikunar- og kennslustarfinu eykst ef þú þjálfar þig í að rökstyðja sannleikann. Þá mun ríkuleg blessun falla þér í skaut og þeim sem þú hittir í boðunarstarfinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila