Nám í bókinni Spádómur Daníelsbókar
1 Í vikunni sem hefst 17. apríl verður byrjað á bókinni Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar í safnaðarbóknáminu. Margir hafa þegar lesið þessa hrífandi bók en nú fáum við tækifæri til að ræða efni hennar í hópnámi. Öllum boðberum, börnum og áhugasömum er boðið og þeir hvattir til að sækja bóknámið í hverri viku og njóta góðs af þessari ítarlegu umfjöllun um Daníelsbók. — 5. Mós. 31:12, 13.
2 Námsáætlun og leiðbeiningar: Námsáætlun bókarinnar Spádómur Daníelsbókar er að finna í heild sinni í þessu eintaki Ríkisþjónustu okkar. Haltu henni til haga. Hún sýnir hvaða kafla og vers farið verður yfir í hverri viku og auk þess hvaða vers Daníelsbókar verða athuguð hverju sinni. Neðanmáls er útskýrt hvernig og hvenær farið verður yfir sumt efni bókarinnar. Í lok hverrar námsstundar er bóknámsstjórinn hvattur til að fara með hópnum yfir þau vers Daníelsbókar, sem tilgreind eru í námsáætluninni, og lesa þau og spyrja um þau eins og tími leyfir. Sum vers eru endurtekin vegna þess að enn er verið að fjalla um heimfærslu þeirra í vikunni á eftir.
3 Búðu þig undir rækilegt nám: Reynt hefur verið að skipta efninu niður þannig að nægur tími gefist til að fara vel yfir það í hverri viku. Námsefnið er í styttra lagi í fjögur skipti. Í vikunni sem hefst 5. júní gætu bóknámsstjórar því rifjað upp efni Daníelsbókar 2:1-40 og efni Daníelsbókar 3:1-30 í vikunni sem hefst 26. júní. Í vikunni sem hefst 4. september skal ræða ítarlega um myndir og ritningarstaði á bls. 139 og fjalla um kortið á bls. 188 og 189 í vikunni sem hefst 2. október.
4 Búðu þig vel undir námsstund hverrar viku og njóttu þess að taka þátt í henni. Mettu að verðleikum þau sérréttindi að mega tilheyra sýnilegu skipulagi Jehóva og njóta góðs af því innsæi og þeim skilningi sem trúfastir smurðir þjónar hans veita. (Dan. 12:3, 4) Hvettu aðra til að sækja bóknámið að staðaldri. Gefum öll gaum að spádómsorði Guðs sem opinberað er í hinni hrífandi bók Daníels. — Hebr. 10:23-25; 2. Pét. 1:19.