Spurningakassinn
◼ Hverjir eiga að fá barmmerki fyrir umdæmismót?
Barmmerki koma að góðum notum til að auðkenna bræður okkar og auglýsa umdæmismótin. Það á hins vegar ekki að útbýta þeim af handahófi. Barmmerki gefur til kynna að sá sem það ber sé í góðu áliti í ákveðnum söfnuði votta Jehóva.
Á barmmerkinu á að skrifa nafn og safnaðarheiti. Sá sem merkið ber þarf því að tengjast viðkomandi söfnuði að vissu marki. Félagið sendir hverjum söfnuði ákveðinn fjölda barmmerkja. Miðað við það er við hæfi að sérhver skírður og óskírður boðberi fái barmmerki. Börn og aðrir reglulegir samkomugestir, sem stefna að því að taka þátt í boðunarstarfinu, mega líka fá merki. Það væri ekki viðeigandi að láta brottrekinn einstakling fá barmmerki.
Þegar barmmerkin berast ættu öldungarnir að sjá til þess að þeim sé úthlutað í samræmi við þessar leiðbeiningar.