Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.00 bls. 7
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Vandamál — fjölskyldunnar leyst með hjálp Biblíunnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Spurningakassinn
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Kenndu barninu frá unga aldri
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 5.00 bls. 7

Spurningakassinn

◼ Hvernig geta salarverðir hjálpað foreldrum svo að börnin verði stillt og prúð á samkomum?

Börn eru eðlilega atorkusöm og óvön að sitja lengi í einu. Þessi uppsafnaða orka brýst stundum út að samkomu lokinni þannig að þau hlaupa um og fara í eltingaleik í ríkissalnum eða á öðrum samkomustöðum, á bílastæðum eða gangstéttum. En eins og orðskviðurinn segir ‚gerir agalaust barn móður sinni skömm.‘ — Orðskv. 29:15.

Þess eru því miður dæmi að rosknir bræður og systur hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum af því að börn hafa hlaupið þau um koll. Það hefur valdið ástæðulausum þjáningum og óþörfum útgjöldum fyrir foreldrana og söfnuðinn. Börn eiga ekki að fá að hlaupa um og leika sér í ríkissalnum eða utan hans. Það er sjálfum þeim og öðrum fyrir bestu.

Það er biblíuleg skylda foreldra að kenna börnum sínum tilhlýðilega virðingu fyrir tilbeiðslustöðum okkar. (Préd. 4:17a) Salarvörðum er falið að sjá til þess að „allt fari sómasamlega fram“ á kristnum samkomum og mótum og að „gott skipulag“ sé fyrir hendi. (1. Kor. 14:40; Kól. 2:5, Biblían 1912) Þeir þurfa að vera vakandi fyrir því bæði fyrir dagskrá, meðan á henni stendur og eftir að henni lýkur, jafnt innandyra sem utan. Ef barn hleypur um eða verður óstýrilátt ætti salarvörðurinn að stöðva það vingjarnlega og útskýra fyrir því hvers vegna slík hegðun sé ekki boðleg. Hann ætti einnig að láta foreldrana vita af uppákomunni og biðja þá vingjarnlega um að hafa auga með barninu. Foreldrarnir ættu þá að gera viðeigandi ráðstafanir.

Það má búast við því að ungbörn og lítil börn fari stundum að gráta eða valdi truflun meðan á samkomu stendur. Salarverðir, sem eiga að mæta minnst 20 mínútum áður en dagskrá hefst, geta tekið frá öftustu bekki í salnum handa foreldrum sem vilja sitja þar með börnum sínum. Við hin ættum að vera samvinnufús og láta þeim þessi sæti eftir.

Ef barn verður óstýrilátt þarf foreldri að gera eitthvað í málinu. Ef ekkert er gert og hegðun barnsins veldur ónæði ætti salarvörður að biðja foreldrið vingjarnlega um að fara með barnið fram. Þegar við bjóðum áhugasömum með lítil börn á samkomur ættum við að sitja hjá þeim og bjóðast til að hjálpa ef börnin gráta eða valda ónæði.

Það er gleðilegt að sjá börn á öllum aldri í ríkissalnum og fylgjast með góðri hegðun þeirra í húsi Guðs. (1. Tím. 3:15) Þau heiðra Jehóva með því að sýna tilbeiðslufyrirkomulagi hans virðingu og eru mikils metin af öllum í söfnuðinum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila