Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.00 bls. 8
  • Unga fólkið hefur gagn af samkomunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Unga fólkið hefur gagn af samkomunum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • Hvaða gagn getur þú haft af samkomum Votta Jehóva?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Hafðu meiri gleði af samkomunum
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Þannig leiðir Jehóva okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 8.00 bls. 8

Unga fólkið hefur gagn af samkomunum

1 „Stundum finnst mér unga fólkið eiga erfiðast uppdráttar,“ segir unglingsstúlka. „Við erum innan um fólk sem stundar siðleysi, neytir fíkniefna og drekkur.“ Líður þér þannig? Hvað heldurðu að geti hjálpað þér að standa gegn þessum slæmu áhrifum? Trú, sterk trú á að vegir Jehóva séu réttir því að án hennar „er ógerlegt að þóknast honum.“ (Hebr. 11:6) Samkomusókn styrkir trúarsannfæringu þína og ásetning þinn að forðast hið illa.

2 Samkomurnar hafa margt að bjóða þér: Hvað gerir gómsæta máltíð í góðra vina hópi ánægjulega? Er það ekki þegar saman fer hollur matur og skemmtilegur félagsskapur í afslöppuðu umhverfi? Samkomurnar bjóða upp á sama notalega andrúmsloftið í andlegum skilningi.

3 Samkomurnar eru uppbyggjandi og fjallað er um allt frá hversdagslegum vandamálum til hrífandi biblíuspádóma. Veitt er hagnýt fræðsla sem hjálpar þér að ganga besta lífsveginn sem til er og býr þig undir að mæta krefjandi aðstæðum. Félagsskapurinn á samkomunum er sá besti sem völ er á og andrúmsloftið er andlegt, þægilegt og öruggt. (Sálm. 133:1) Engin furða að unglingur skyldi segja: „Ég er í skóla allan liðlangan daginn og það er svo lýjandi. En samkomurnar eru eins og eyðimerkurvin þar sem ég hressist svo við að ég kemst í gegnum næsta skóladag.“ Annar segir: „Ég hef komist að raun um að ef ég umgengst náið þá sem elska Jehóva hjálpar það mér að halda mér nálægt honum.“

4 Í Guðveldisskólanum lærirðu að taka saman biblíulegar upplýsingar, semja ræður og flytja þær í samtalsformi fyrir áheyrendum í ríkissalnum. Það er mjög gagnlegt að fá kennslu í því að koma lífgandi sannleika orðs Guðs fagmannlega á framfæri. Hvar annars staðar getur ungt fólk fengið svona verðmæta þjálfun?

5 Hafðu sem mest gagn af samkomunum: Til að hafa fullt gagn af samkomunum þarftu að gera þrennt: undirbúa þig, taka þátt og fara eftir því sem þú lærir.

6 Búðu þig undir þær: Taktu frá ákveðinn tíma til að undirbúa þig fyrir samkomurnar. Leyfðu ekki heimaverkefnum, vinnu eða afþreyingu að gleypa tímann sem þú þarft að nota til að fara yfir efnið fyrir hverja samkomu. Það er mikilvægt að hafa góða stundaskrá. Láttu það vera forgangsverkefni að fylgja vikulegri biblíulestraráætlun Guðveldisskólans. Það tekur aðeins nokkrar mínútur á dag að lesa og hugleiða kaflana sem settir eru fyrir. Taktu frá tíma til að búa þig undir safnaðarbóknámið og Varðturnsnámið. Sumir gera það að minnsta kosti einum eða tveim dögum áður en samkoman fer fram. Farðu eins að með efni þjónustusamkomunnar í hverri viku, að því marki sem þú getur.

7 Taktu þátt í þeim: Þegar Jesús var 12 ára fannst hann í musterinu þar sem hann hlustaði, spurði og svaraði spurningum. (Lúk. 2:46, 47) Hann var með öðrum orðum áhugasamur þátttakandi. Þú hefur meira gagn af samkomunum ef þú reynir að taka þátt í þeim. — Orðskv. 15:23.

8 Einbeittu þér að því sem kennt er á samkomunum. Stundum er erfiðara að hlusta á ræðu en að flytja vegna þess að hugurinn getur farið á reik þegar einhver annar talar. Hvernig má vinna bug á því? Með því að hripa niður minnispunkta. Skrifaðu hjá þér mikilvæg atriði sem þú vilt glöggva þig á síðar. Með því að skrifa minnispunkta áttu auðveldara með að einbeita þér að dagskránni. Flettu einnig upp ritningargreinum og fylgstu með þegar ræðumaðurinn les þær.

9 Settu þér jafnframt það markmið að svara á hverri samkomu. Þú hefur enn meira gagn af þeim ef þú hugleiðir svör þín vandlega. Orðskviðirnir 15:28 segja: „Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli.“

10 Tileinkaðu þér það sem þú lærir: Síðast en ekki síst þarftu að ganga úr skugga um að það sem þú lærir ‚sýni kraft sinn í þér.‘ (1. Þess. 2:13) Þegar þú ferð eftir því sem þú lærir á hverri samkomu styrkirðu sambandið við Jehóva Guð. Hann verður þér raunverulegur og þú uppskerð mikla ánægju og gleði ef þú ‚lifir í sannleikanum‘ og tileinkar þér hann. — 3. Jóh. 4.

11 Ungir bræður og systur: Þegar þið undirbúið ykkur að staðaldri fyrir samkomurnar, takið þátt í þeim og tileinkið ykkur það sem þið lærið munuð þið njóta þeirra til fulls og hafa sem mest gagn af þeim. Þá styrkist trú ykkar og sá ásetningur að vera himnaföðurnum Jehóva trú. — Sálm. 145:18.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila