Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.01 bls. 1
  • Hvaða markmið ættirðu að setja þér?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvaða markmið ættirðu að setja þér?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • „Hann ... láti öll áform þín lánast“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Horfðu fram í tímann!
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Þjónusta í fullu starfi veitir gleði
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Búum okkur undir lífið í nýja heiminum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 4.01 bls. 1

Hvaða markmið ættirðu að setja þér?

1 Öll höfum við einhver framtíðaráform. Þeir sem hafa jarðneska von horfa fram til þess að lifa að eilífu í réttlátum nýjum heimi Guðs. En ýmis áhrif gætu rænt þeirri von úr hjarta okkar. Við þurfum að leggja okkur fram um að láta hagsmuni Guðsríkis ganga fyrir í lífinu og láta tælandi langanir holdsins ekki leiða okkur af sporinu. — 1. Jóh. 2:15-17.

2 Heimurinn getur ekki skilið markmið andlega hugsandi fólks. (1. Kor. 2:14) Við keppum eftir andlegum fjársjóðum á meðan aðrir sækjast eftir völdum, frægð og auðæfum. (Matt. 6:19-21) Næðum við einhvern tíma andlegum markmiðum ef við reyndum að laga hugsun okkar að framtíðarsýn heimsins? Veraldlegir hlutir myndu fljótt heltaka hjarta okkar. Hvernig getum við komið í veg fyrir það?

3 ‚Íklæðist Drottni Jesú Kristi‘: Við gætum skoðað samræður okkar til að athuga hvort markmið okkar snúist um hagsmuni Guðsríkis. Tölum við sífellt um efnislega hluti og veraldleg áhugamál? Ef svo er verðum við að hugleiða hvort við séum að missa sjónar á gildi andlegra verðmæta. Kannski verðum við að leggja meiri áherslu á að ‚íklæðast Drottni Jesú Kristi, og ala ekki önn fyrir holdinu, svo það verði til að æsa girndir.‘ — Rómv. 13:14.

4 Ungt fólk getur ‚íklæðst Kristi‘ með því að hafa þjónustu í fullu starfi að markmiði. Ungan mann langaði til að verða reglulegur brautryðjandi en var alinn upp í samfélagi þar sem lögð var rík áhersla á að ungir menn kæmu undir sig fótunum. Hann varð því svo upptekinn við vinnu að samkomusókn og boðunarstarf urðu bara málamyndaverk. En um leið og hann fór að treysta orðum Jesú í Matteusi 6:33 og hætti að strita fyrir peningum hóf hann þjónustu í fullu starfi. Nú þjónar hann Jehóva með góðri samvisku og, eins og hann segir, ‚af heilum hug.‘

5 Biblían segir að skynsamlegt sé að setja sér markmið. (Orðskv. 21:5) Megum við gera það með vilja Guðs efst í huga. — Ef. 5:15-17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila