Einfaldleikinn er áhrifaríkastur
1 Af hverju halda ungir boðberar oft athygli fólks þegar þeir eru að kynna boðskapinn um ríkið? Ein ástæðan er sú að framsetning þeirra er einföld. Sumum boðberum finnst þeir þurfi að vera mælskir til að kynningin beri árangur. Reynslan sýnir hins vegar að einfaldar og skýrar kynningar eru áhrifaríkastar.
2 Jesús kunngerði Guðsríki á einfaldan hátt og hann kenndi lærisveinunum að gera hið sama. (Matt. 4:17; 10:5-7; Lúk. 10:1, 9) Hann notaði auðskildar kynningar, spurningar og líkingar til að ná athygli hlustenda sinna og snerta hjörtu þeirra. (Jóh. 4:7-14) Við ættum að fylgja fordæmi hans og nota kynningar sem auðvelt er að skilja.
3 Við eigum að kunngera ‚fagnaðarerindið um ríkið.‘ (Matt. 24:14) Ef Guðsríki er kjarni kynningarinnar auðveldar það þér að hafa hana einfalda. Talaðu um hluti sem snerta áheyrendur þína. Konur hafa oft meiri áhuga á fjölskyldunni en pólitískum málum. Atvinnan og öryggi fjölskyldunnar hefur oftast mikla þýðingu fyrir feður. Ungt fólk hefur áhuga á framtíðinni og roskið fólk á öryggi sínu og betri heilsu. Innlendir atburðir snerta fólk yfirleitt meira en atburðir fjarlægra landa. Þegar búið er að tala um sameiginlegt áhugamál skaltu beina athyglinni að þeirri blessun sem hlýðið mannkyn mun njóta undir stjórn Guðsríkis. Besta leiðin til að vekja áhuga viðmælandans getur verið að segja nokkur vel valin orð og lesa ritningarstað.
4 Þú gætir hafið samræður þannig:
◼ „Þú ert eflaust sammála því að margir ólæknandi sjúkdómar hrjá mannkynið. En vissir þú að Guð hefur lofað að útrýma bráðlega öllum sjúkdómum og dauða?“ Gefðu viðmælanda tækifæri til að svara og lestu svo Opinberunarbókina 21:3, 4.
5 Notaðu skýra og einfalda kynningu til að ná til huga og hjarta fleiri á svæðinu og hjálpa þeim að læra um Jehóva og fá von um eilíft líf. — Jóh. 17:3.